Kirkja allra Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Margir veittu athygli lítilli frétt sem birtist í fjölmiðlum á dögunum. Hún fjallaði um viðbrögð bandarísks ferðamanns sem var stórlega misboðið þegar hann sá regnbogafána á kórtröppum Hallgrímskirkju. Hann sneri sér að kirkjuverði og lýsti hneykslun sinni á að slíkur fáni væri í kirkju. Hann fékk það svar að ást Guðs væri fyrir allt fólk. Þetta svar dugði ferðamanninum engan veginn og hann ætlaði sér alls ekki að láta kirkjuvörðinn sleppa svo auðveldlega frá málinu. Hann sagði að Kristur myndi aldrei samþykkja svona nokkuð. Kirkjuvörðurinn mótmælti því og sagði Krist einmitt myndu vera þessu samþykkan. Ferðamaðurinn, stórmóðgaður fyrir hönd Frelsarans, strunsaði burt með þeim orðum að þetta væri greinilega ekki kristin kirkja. Þessa sanna saga sýnir að í dag finnst fólk sem notar kristna trú til að einangra fólk vegna kynhneigðar þess. Það stimplar til dæmis samkynhneigð sem synd og óeðli og samkvæmt þeirri hugmyndafræði er ómögulegt að taka þann synduga í sátt nema hann sjái að sér og hreinsi sig með því að afneita kynhneigð sinni. Það er beinlínis gremjulegt þegar fólk sem er þessarar skoðunar tekur upp á því að vitna í Krist máli sínu til stuðnings. Kristur var ekki að láta kynhneigð fólks fara í taugarnar á sér. Þeir einstaklingar sem halda öðru fram skilja ekki boðskap hans. Samt leyfa þeir sér að tala óhikað í hans nafni. Þarna er um að ræða fólk sem telur sig vel lesið í Biblíunni, þykist vera með allar kenningarnar á hreinu en lifir um leið í algjörum misskilningi um boðskap Krists um náungakærleik. Hver sá sem vill meina öðrum að njóta mannréttinda vegna kynhneigðar er að hafna náungakærleik. Þetta veit kirkjuvörðurinn sem svaraði hinum erlenda ferðamanni. Þegar kemur að stuðningi við samkynhneigða hefur þjóðkirkjan ekki hreina samvisku. Hún getur ekki vikið frá sér þeirri staðreynd að í þeim efnum er hún syndug. Tregðan sem lengi var ríkjandi innan kirkjunnar við að gefa samkynhneigða saman í kristilegt hjónaband er skammarblettur sem lengi mun loða við hana. Verið var að flokka samkynhneigða sem annars flokks manneskjur sem hefðu ekki sama rétt og aðrir og nytu ekki Guðs blessunar í sama mæli. Lítið fór fyrir kærleiksboðskap Krists, sem á að vera fyrir alla, ekki einungis þá sem prestarnir telja þóknanlega. Prestar eru ekki á réttri braut ef þeir hengja sig í bókstafstrú sem boðar fordóma og útskúfun í stað kærleiks og umburðarlyndis. Bókstafstrú á aldrei að vera sterkari en kærleiksboðskapurinn sem kirkjan á alltaf að hafa í heiðri. Prestar sem átta sig ekki á þessu eru ekki í réttu starfi. Kirkjuvörðurinn góði gengur veg kærleikans, eins og kirkja hans því Hallgrímskirkja er þátttakandi í Hinsegin dögum. Þar blaktir regnbogafáninn við hún og er á kórtröppunum. Mikilvæg ábending um að kirkjan er fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Trúmál Tengdar fréttir Strunsaði brjálaður út úr Hallgrímskirkju vegna fána Óhætt er að segja að bandarískur ferðamaður sem kíkti í Hallgrímskirkju í dag sé ekki aðdáandi regnbogafánans. 12. ágúst 2019 00:01 Mest lesið Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Margir veittu athygli lítilli frétt sem birtist í fjölmiðlum á dögunum. Hún fjallaði um viðbrögð bandarísks ferðamanns sem var stórlega misboðið þegar hann sá regnbogafána á kórtröppum Hallgrímskirkju. Hann sneri sér að kirkjuverði og lýsti hneykslun sinni á að slíkur fáni væri í kirkju. Hann fékk það svar að ást Guðs væri fyrir allt fólk. Þetta svar dugði ferðamanninum engan veginn og hann ætlaði sér alls ekki að láta kirkjuvörðinn sleppa svo auðveldlega frá málinu. Hann sagði að Kristur myndi aldrei samþykkja svona nokkuð. Kirkjuvörðurinn mótmælti því og sagði Krist einmitt myndu vera þessu samþykkan. Ferðamaðurinn, stórmóðgaður fyrir hönd Frelsarans, strunsaði burt með þeim orðum að þetta væri greinilega ekki kristin kirkja. Þessa sanna saga sýnir að í dag finnst fólk sem notar kristna trú til að einangra fólk vegna kynhneigðar þess. Það stimplar til dæmis samkynhneigð sem synd og óeðli og samkvæmt þeirri hugmyndafræði er ómögulegt að taka þann synduga í sátt nema hann sjái að sér og hreinsi sig með því að afneita kynhneigð sinni. Það er beinlínis gremjulegt þegar fólk sem er þessarar skoðunar tekur upp á því að vitna í Krist máli sínu til stuðnings. Kristur var ekki að láta kynhneigð fólks fara í taugarnar á sér. Þeir einstaklingar sem halda öðru fram skilja ekki boðskap hans. Samt leyfa þeir sér að tala óhikað í hans nafni. Þarna er um að ræða fólk sem telur sig vel lesið í Biblíunni, þykist vera með allar kenningarnar á hreinu en lifir um leið í algjörum misskilningi um boðskap Krists um náungakærleik. Hver sá sem vill meina öðrum að njóta mannréttinda vegna kynhneigðar er að hafna náungakærleik. Þetta veit kirkjuvörðurinn sem svaraði hinum erlenda ferðamanni. Þegar kemur að stuðningi við samkynhneigða hefur þjóðkirkjan ekki hreina samvisku. Hún getur ekki vikið frá sér þeirri staðreynd að í þeim efnum er hún syndug. Tregðan sem lengi var ríkjandi innan kirkjunnar við að gefa samkynhneigða saman í kristilegt hjónaband er skammarblettur sem lengi mun loða við hana. Verið var að flokka samkynhneigða sem annars flokks manneskjur sem hefðu ekki sama rétt og aðrir og nytu ekki Guðs blessunar í sama mæli. Lítið fór fyrir kærleiksboðskap Krists, sem á að vera fyrir alla, ekki einungis þá sem prestarnir telja þóknanlega. Prestar eru ekki á réttri braut ef þeir hengja sig í bókstafstrú sem boðar fordóma og útskúfun í stað kærleiks og umburðarlyndis. Bókstafstrú á aldrei að vera sterkari en kærleiksboðskapurinn sem kirkjan á alltaf að hafa í heiðri. Prestar sem átta sig ekki á þessu eru ekki í réttu starfi. Kirkjuvörðurinn góði gengur veg kærleikans, eins og kirkja hans því Hallgrímskirkja er þátttakandi í Hinsegin dögum. Þar blaktir regnbogafáninn við hún og er á kórtröppunum. Mikilvæg ábending um að kirkjan er fyrir alla.
Strunsaði brjálaður út úr Hallgrímskirkju vegna fána Óhætt er að segja að bandarískur ferðamaður sem kíkti í Hallgrímskirkju í dag sé ekki aðdáandi regnbogafánans. 12. ágúst 2019 00:01
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar