Falsfréttir aftur komnar á kreik Ari Brynjólfsson skrifar 15. ágúst 2019 06:00 Falsfréttunum sem um ræðir fylgja iðulega þekkt andlit. Skjáskot Falsfréttir sem kenndar eru við „Viðskiptabaðið“ eru aftur komnar í umferð á Facebook-síðum Íslendinga. Um er að ræða svindl þar sem settar eru fram ævintýralegar fullyrðingar í nafni þekktra Íslendinga og fólk svo hvatt til að skrá sig til að þéna háar upphæðir í viðskiptum með rafmyntina Bitcoin. Fjöldi þjóðþekktra Íslendinga er sagður hafa hagnast mikið með Bitcoin, þar á meðal Ólafur Jóhann Ólafsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Skúli Mogensen. Oftar en ekki er látið líta út eins og þeir hafi verið í viðtali í Kastljósi að ræða Bitcoin. Ein falsfréttin segir að Ástþór Magnússon hafi fjárfest 150 milljónum í fyrirtæki sem notar sjálfvirkt rafmyntarmiðlunarforrit sem kallast Bitcoin Billionaire. „Um hreinan uppspuna er að ræða og tengist ég þessum aðilum eða þessu fyrirtæki ekki á nokkurn hátt hvorki fyrr né síðar,“ segir Ásþór í yfirlýsingu. Hefur hann óskað eftir aðstoð lögreglu við að upplýsa málið og stöðva birtingu þeirra. Fyrirtækið sem hefur samband við fólk sem skráir sig heitir Trade Capital og er starfrækt í Genf í Sviss. Sá sem svarar í símann í Sviss vildi ekki gefa upp tengsl fyrirtækisins við falsfréttirnar sem deilt er á íslensku eða ræða hvaða þjónustu fyrirtækið veitir. Vefsíðan sem hýsir „Viðskiptabaðið“ er skráð í eigu Lozareo Group sem er til húsa í Edinborg, nánar tiltekið sömu byggingu og stórverslunin Primark, ásamt meira en 1.600 öðrum fyrirtækjum. Eigandi Lozareo Group er Úsbeki að nafni Zafar Mavlyanov. „Fólk þarf að passa sig að vera alls ekki að kaupa Bitcoin í gegnum auglýsingar á Facebook,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. „Það er svo mikið drasl á sveimi á Facebook og fólk þarf alltaf að vera vakandi þegar það er beðið um að gefa persónuupplýsingar og sérstaklega kortaupplýsingar. Það er alls engin gæðatrygging að fyrirtæki auglýsi á Facebook.“ Brynhildur segir að þessar auglýsingar, sem hún sjálf rekst á reglulega á Facebook, sýni að fyrirtækið sé ekki að standa sig í að koma í veg fyrir svindl og falsfréttir. „Það virðist ekki skipta neinu máli þó maður tilkynni svona ruglfréttir ítrekað. Facebook virðist ekki ráða við að stöðva svona lagað og reyndar hefur fyrirtækið beinlínis dregið lappirnar í mörgum tilfellum eins og dæmin sanna. Fólk þarf að vera sérstaklega gagnrýnið þegar það verslar á netinu og láta allt eiga sig sem lítur út fyrir að vera of gott til að vera satt.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tækni Tengdar fréttir Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Sjá meira
Falsfréttir sem kenndar eru við „Viðskiptabaðið“ eru aftur komnar í umferð á Facebook-síðum Íslendinga. Um er að ræða svindl þar sem settar eru fram ævintýralegar fullyrðingar í nafni þekktra Íslendinga og fólk svo hvatt til að skrá sig til að þéna háar upphæðir í viðskiptum með rafmyntina Bitcoin. Fjöldi þjóðþekktra Íslendinga er sagður hafa hagnast mikið með Bitcoin, þar á meðal Ólafur Jóhann Ólafsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Skúli Mogensen. Oftar en ekki er látið líta út eins og þeir hafi verið í viðtali í Kastljósi að ræða Bitcoin. Ein falsfréttin segir að Ástþór Magnússon hafi fjárfest 150 milljónum í fyrirtæki sem notar sjálfvirkt rafmyntarmiðlunarforrit sem kallast Bitcoin Billionaire. „Um hreinan uppspuna er að ræða og tengist ég þessum aðilum eða þessu fyrirtæki ekki á nokkurn hátt hvorki fyrr né síðar,“ segir Ásþór í yfirlýsingu. Hefur hann óskað eftir aðstoð lögreglu við að upplýsa málið og stöðva birtingu þeirra. Fyrirtækið sem hefur samband við fólk sem skráir sig heitir Trade Capital og er starfrækt í Genf í Sviss. Sá sem svarar í símann í Sviss vildi ekki gefa upp tengsl fyrirtækisins við falsfréttirnar sem deilt er á íslensku eða ræða hvaða þjónustu fyrirtækið veitir. Vefsíðan sem hýsir „Viðskiptabaðið“ er skráð í eigu Lozareo Group sem er til húsa í Edinborg, nánar tiltekið sömu byggingu og stórverslunin Primark, ásamt meira en 1.600 öðrum fyrirtækjum. Eigandi Lozareo Group er Úsbeki að nafni Zafar Mavlyanov. „Fólk þarf að passa sig að vera alls ekki að kaupa Bitcoin í gegnum auglýsingar á Facebook,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. „Það er svo mikið drasl á sveimi á Facebook og fólk þarf alltaf að vera vakandi þegar það er beðið um að gefa persónuupplýsingar og sérstaklega kortaupplýsingar. Það er alls engin gæðatrygging að fyrirtæki auglýsi á Facebook.“ Brynhildur segir að þessar auglýsingar, sem hún sjálf rekst á reglulega á Facebook, sýni að fyrirtækið sé ekki að standa sig í að koma í veg fyrir svindl og falsfréttir. „Það virðist ekki skipta neinu máli þó maður tilkynni svona ruglfréttir ítrekað. Facebook virðist ekki ráða við að stöðva svona lagað og reyndar hefur fyrirtækið beinlínis dregið lappirnar í mörgum tilfellum eins og dæmin sanna. Fólk þarf að vera sérstaklega gagnrýnið þegar það verslar á netinu og láta allt eiga sig sem lítur út fyrir að vera of gott til að vera satt.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tækni Tengdar fréttir Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Sjá meira
Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00