Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin sem tryggðu FH sæti í bikarúrslitum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brandur Olsen skoraði eitt mark og lagði upp annað í kvöld.
Brandur Olsen skoraði eitt mark og lagði upp annað í kvöld. vísir/bára
FH tryggði sér sæti í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta með 3-1 sigri á KR í Kaplakrika í kvöld. FH mætir annað hvort Víkingi R. eða Breiðabliki í úrslitaleiknum 14. september.

Steven Lennon kom FH-ingum yfir með marki úr vítaspyrnu á 9. mínútu. Fimm mínútum síðar jafnaði Finnur Tómas Pálmason fyrir KR með skalla eftir hornspyrnu Pablos Punyed.

Þegar fimm mínútur voru til hálfleiks kom Brandur Olsen FH yfir með föstu skoti.

Á 72. mínútu gulltryggði svo Morten Beck sigur FH þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Olsens.

Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×