Steven Lennon kom FH-ingum yfir með marki úr vítaspyrnu á 9. mínútu. Fimm mínútum síðar jafnaði Finnur Tómas Pálmason fyrir KR með skalla eftir hornspyrnu Pablos Punyed.
Þegar fimm mínútur voru til hálfleiks kom Brandur Olsen FH yfir með föstu skoti.
Á 72. mínútu gulltryggði svo Morten Beck sigur FH þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Olsens.
Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.