Leitin að ást Sigríður Karlsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 11:20 Ég ætla gerast svo kexrugluð og kræf og halda því fram að helsta ógn mannkynsins (loftslagsbreytingar fyrir þá sem hafa ekki alveg áttað sig á því) sé til staðar einfaldlega af því við erum í leit að ást. Alltaf þegar ég ætla að fara skrifa um þann málaflokk, þá finn ég að ég varla nenni því. Þetta er svo… leiðinlegt málefni. Ég velti því oft fyrir mér og hef eytt dálítið mörgum klukkustundum í að spá í af hverju við gerum ekki róttǽkari breytingar á lífstíl okkar þrátt fyrir vitneskjuna um að við erum eiginlega svolítið mikið komin í djúpan skít. Pínu skrúvd. Í vikunni rann það svo upp fyrir mér. Hvert mannsbarn sem fæðist hér á þessa jörð, þráir aðeins eitt í grunninn. Skilyrðislausa ást. Ég fer ekki ofan af því. Við erum bara mis-tilbúin í að sjá það. Skilyrðislaus ást er svo ótrúlega vandfundin. Þið vitið, að elska einhvern sama hvernig hann er. Hvort sem hann borar í nefið, grætur mikið eða talar of hátt. En það sem við erum að gera allan daginn, alla daga, er að leita að þessari ást. Við föttum það bara ekki alltaf og áttum okkur ekki á því að hún finnst bara hjá sjálfum okkur. Ef mig, sem manneskju, skortir þessa tegund af ást hjá sjálfri mér, (finnst ég bara ekki nóg eins og ég er) þá fer ég að leita út á við. Ég gæti farið í það verkefni að búa til pall heima hjá mér, finna mér fínni vinnu af því hin er ekki nógu klassý, kaupa mér flottari bíl, skipta út húsgögnum, farða mig meira, borða meira eða nota einhverskonar efni. Svo gæti ég farið í vilja fá viðurkenningu frá öðrum og fer að haga mér eins og ég held að aðrir vilji að ég hagi mér. Svo fer ég að segja já við öllu og hjartað mitt öskrar samt nei. Svo gæti ég farið að líta út eins og allir hinir. Kaupa mér allt það sem aðir kaupa, af því ég trúi ekki að mín skoðun eða skynjun sé rétt. Þess vegna læt ég bara mata mig og geri bara eins og hinir. Hinir eru örugglega betri en ég. Og svo héldi ég bara áfram að leita, því að fá eitthvað nýtt eða viðurkenningu, gefur stundarfrið og ákveðna egóíska gleði. Ég myndi hanga á netinu og skoða flíkur eða drasl því þannig næði ég að fóðra þetta hol sem skortur af sjálfsást býr til. Öll þessi árangurslitla leit er ógeðslega þreytandi. Öll þessi leit grefur dýpri holu. Öll þessu leit er neysla. Í einhverju formi. Að búa til eina flík eyðir um 2.700 lítrum að vatni. Að panta hlut af netinu sem mun enda í ruslinu einn daginn, eyðir stjarnfræðilega mörgum lítrum af olíu. Að eyða mörgum klukkustundum í að velta fyrir sér hvaða veraldlega hugtak kemur næst inn í líf okkar er orkueyðsla á marga vegu. Við vitum alveg innst inni að í hvert skipti sem við kaupum okkur hlut þá mun hann enda einhverstaðar. Hvort sem það er í hafinu eða haugunum, erum við ábyrg fyrir þessum hlut. Við tökum þátt í að fylla heiminn af drasli. Stundum er bara svo óþægilegt að vera hugsa svona. Niðurdrepandi. Skemmir stemmninguna. Stundum nenni ég ekki að lesa um þessa hluti. Ég nenni ekki að velta þessu fyrir mér og stundum langar mig bara að segja æji fokkit og kaupa bara fullt af einnota pokum í Bónus. Mig langar ekki alltaf til að breytast. Mig langar til að keyra útum allt. Mig langar til að ferðast. Mig langar til að lita á mér hárið. Mig langar til að klífa upp metorðastigann. Mig langar til að fá viðurkenningu út á það sem ég geri eða hvernig ég hegða mér. Ég nenni ekki að flokka allt þetta drasl. Mig langar að búa í húsnæði með fallegum munum og borða hlaup úr dýrabeinum. Mig langar að keyra um á diesel bíl og hanga á netinu í leit af einhverju sem ég veit ekki einu sinni hvað er. En allar þessar langanir mínar, eru byggðar á þeirri þörf að fá ást frá öðrum og sjálfri mér. Í einhverju formi. Þá daga sem ég upplifi algjörlega skilyrðislausa ást frá sjálfri mér, þá hverfur allt hitt í skuggann. Þá fæ ég að eiga augnablikið með mér. Finna lykt, heyra, sjá. Þá brosi ég framan í ókunnuga og elska einhvern veginn lífið það mikið að ég þarf ekki að dæma aðra, kaupa mér neitt eða plana næsta dag. Ég þarf bara að vera. Það er svo klikkað ástand krakkar! Ég óska ykkur öllum að fá að dvelja þar sem lengst. Ég þarf ekkert nema mig, hversu dásamlegar fréttir eru það? Við þurfum ekkert nema okkur sjálf! Ég elska þessa staðreynd. Það gefur mér von. Þá þurfum við ekki að gera utanaðkomandi massa breytingar. Þurfum bara að elska okkur sjálf! Ef mannkynið ætlar að lifa eitthvað mikið lengur, þurfum við ekkert að gera einhverjar reglugerðir. Við þurfum bara að elska okkur. Hljómar rosa korny. En þaðerbaraþannig. Ég held samt að við föttum það ekki öll fyrr en eftir nokkur hundruð ár. En það kallast víst þróun. Við breytum ekki þróunarsögunni. En þangað til ætla ég að vera kolruglaða óþægilega konan og halda þessu fram, óhögguð. Megi það byrja hjá mér. Kærleikur, ykkar Sigga.Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Sigríður Karlsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla gerast svo kexrugluð og kræf og halda því fram að helsta ógn mannkynsins (loftslagsbreytingar fyrir þá sem hafa ekki alveg áttað sig á því) sé til staðar einfaldlega af því við erum í leit að ást. Alltaf þegar ég ætla að fara skrifa um þann málaflokk, þá finn ég að ég varla nenni því. Þetta er svo… leiðinlegt málefni. Ég velti því oft fyrir mér og hef eytt dálítið mörgum klukkustundum í að spá í af hverju við gerum ekki róttǽkari breytingar á lífstíl okkar þrátt fyrir vitneskjuna um að við erum eiginlega svolítið mikið komin í djúpan skít. Pínu skrúvd. Í vikunni rann það svo upp fyrir mér. Hvert mannsbarn sem fæðist hér á þessa jörð, þráir aðeins eitt í grunninn. Skilyrðislausa ást. Ég fer ekki ofan af því. Við erum bara mis-tilbúin í að sjá það. Skilyrðislaus ást er svo ótrúlega vandfundin. Þið vitið, að elska einhvern sama hvernig hann er. Hvort sem hann borar í nefið, grætur mikið eða talar of hátt. En það sem við erum að gera allan daginn, alla daga, er að leita að þessari ást. Við föttum það bara ekki alltaf og áttum okkur ekki á því að hún finnst bara hjá sjálfum okkur. Ef mig, sem manneskju, skortir þessa tegund af ást hjá sjálfri mér, (finnst ég bara ekki nóg eins og ég er) þá fer ég að leita út á við. Ég gæti farið í það verkefni að búa til pall heima hjá mér, finna mér fínni vinnu af því hin er ekki nógu klassý, kaupa mér flottari bíl, skipta út húsgögnum, farða mig meira, borða meira eða nota einhverskonar efni. Svo gæti ég farið í vilja fá viðurkenningu frá öðrum og fer að haga mér eins og ég held að aðrir vilji að ég hagi mér. Svo fer ég að segja já við öllu og hjartað mitt öskrar samt nei. Svo gæti ég farið að líta út eins og allir hinir. Kaupa mér allt það sem aðir kaupa, af því ég trúi ekki að mín skoðun eða skynjun sé rétt. Þess vegna læt ég bara mata mig og geri bara eins og hinir. Hinir eru örugglega betri en ég. Og svo héldi ég bara áfram að leita, því að fá eitthvað nýtt eða viðurkenningu, gefur stundarfrið og ákveðna egóíska gleði. Ég myndi hanga á netinu og skoða flíkur eða drasl því þannig næði ég að fóðra þetta hol sem skortur af sjálfsást býr til. Öll þessi árangurslitla leit er ógeðslega þreytandi. Öll þessi leit grefur dýpri holu. Öll þessu leit er neysla. Í einhverju formi. Að búa til eina flík eyðir um 2.700 lítrum að vatni. Að panta hlut af netinu sem mun enda í ruslinu einn daginn, eyðir stjarnfræðilega mörgum lítrum af olíu. Að eyða mörgum klukkustundum í að velta fyrir sér hvaða veraldlega hugtak kemur næst inn í líf okkar er orkueyðsla á marga vegu. Við vitum alveg innst inni að í hvert skipti sem við kaupum okkur hlut þá mun hann enda einhverstaðar. Hvort sem það er í hafinu eða haugunum, erum við ábyrg fyrir þessum hlut. Við tökum þátt í að fylla heiminn af drasli. Stundum er bara svo óþægilegt að vera hugsa svona. Niðurdrepandi. Skemmir stemmninguna. Stundum nenni ég ekki að lesa um þessa hluti. Ég nenni ekki að velta þessu fyrir mér og stundum langar mig bara að segja æji fokkit og kaupa bara fullt af einnota pokum í Bónus. Mig langar ekki alltaf til að breytast. Mig langar til að keyra útum allt. Mig langar til að ferðast. Mig langar til að lita á mér hárið. Mig langar til að klífa upp metorðastigann. Mig langar til að fá viðurkenningu út á það sem ég geri eða hvernig ég hegða mér. Ég nenni ekki að flokka allt þetta drasl. Mig langar að búa í húsnæði með fallegum munum og borða hlaup úr dýrabeinum. Mig langar að keyra um á diesel bíl og hanga á netinu í leit af einhverju sem ég veit ekki einu sinni hvað er. En allar þessar langanir mínar, eru byggðar á þeirri þörf að fá ást frá öðrum og sjálfri mér. Í einhverju formi. Þá daga sem ég upplifi algjörlega skilyrðislausa ást frá sjálfri mér, þá hverfur allt hitt í skuggann. Þá fæ ég að eiga augnablikið með mér. Finna lykt, heyra, sjá. Þá brosi ég framan í ókunnuga og elska einhvern veginn lífið það mikið að ég þarf ekki að dæma aðra, kaupa mér neitt eða plana næsta dag. Ég þarf bara að vera. Það er svo klikkað ástand krakkar! Ég óska ykkur öllum að fá að dvelja þar sem lengst. Ég þarf ekkert nema mig, hversu dásamlegar fréttir eru það? Við þurfum ekkert nema okkur sjálf! Ég elska þessa staðreynd. Það gefur mér von. Þá þurfum við ekki að gera utanaðkomandi massa breytingar. Þurfum bara að elska okkur sjálf! Ef mannkynið ætlar að lifa eitthvað mikið lengur, þurfum við ekkert að gera einhverjar reglugerðir. Við þurfum bara að elska okkur. Hljómar rosa korny. En þaðerbaraþannig. Ég held samt að við föttum það ekki öll fyrr en eftir nokkur hundruð ár. En það kallast víst þróun. Við breytum ekki þróunarsögunni. En þangað til ætla ég að vera kolruglaða óþægilega konan og halda þessu fram, óhögguð. Megi það byrja hjá mér. Kærleikur, ykkar Sigga.Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar