Lífið

Ólafur Ragnar minnist Guðrúnar Katrínar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Ragnar kjörinn formaður Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn formaður Alþýðubandalagsins eftir tvísýnar kosningar árið 1987. Guðrún Katrín Þorbergsdóttir fagnaði eiginmanni sínum þegar úrslit lágu fyrir
Ólafur Ragnar kjörinn formaður Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn formaður Alþýðubandalagsins eftir tvísýnar kosningar árið 1987. Guðrún Katrín Þorbergsdóttir fagnaði eiginmanni sínum þegar úrslit lágu fyrir Fréttablaðið/GVA
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands frá 1996 til 2016, minnist eiginkonu sinnar Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur sem hefði fagnað 85 ára afmæli sínu í dag. Guðrún Katrín lést í október 1998 eftir að hafa greinst með hvítblæði.

Ólafur og Guðrún Katrín eignuðust saman tvær dætur, tvíburadæturnar Tinnu og Döllu.

Hjónin fagna þegar úrslit forsetakosninganna 1996 lágu fyrir á kosninganótt.FBL/GVA
Er óhætt að segja að Guðrún Katrín hafi verið í lykilhlutverki í forsetabaráttu Ólafs Ragnars vorið 1996 þar sem þingmaðurinn fyrrverandi stóð uppi sem sigurvegari.

Ólafur Ragnar greinir frá því að elsta barnabarn þeirra Guðrúnar Katrínar hafi eignast dóttur í gær.

„Sorglegustu atburðir geta leitt til gleði vegna nýs lífs,“ segir forsetinn fyrrverandi.

Guðrún Katrín fæddist í Reykjavík árið 1934 og var því 64 ára þegar hún lést. Hún var fyrsta konan til að ná kjöri í bæjarstjórn Seltjarnarness, þar sem þau Ólafur Ragnar bjuggu, og starfaði sem framkvæmdastjóri Póstmannafélags Íslands.

Hún náði fyrst kjöri sem bæjarfulltrúi í bæjarstjórnakosningunum 1978 og sat í fjögur kjörtímabil, ýmist sem fulltrúi Alþýðubandalagsins eða sameiginlegs lista nokkurra framboða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.