Megan Rapinoe segir nýjasta útspil bandaríska knattspyrnusambandsins dæmigert fyrir þeirra hegðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 11:30 Megan Rapinoe í sigurskrúðgöngunni í New York. Getty/Brian Ach Bandaríska knattspyrnusambandið svífst einskis í baráttunni sinni fyrir að borga knattspyrnukonum ekki það sama og knattspyrnukörlum. Bandarísku landsliðskonurnar og nýkrýndu heimsmeistararnir eru í málaferlum gegn knattspyrnusambandinu sínu þar sem þær krefjast þess að fá sömu laun og sömu bónusgreiðslur og leikmenn karlalandsliðsins. Á meðan bandaríska kvennalandsliðið hefur unnið tvö heimsmeistaramót í röð þá komst bandaríska karlalandsliðið ekki á síðasta heimsmeistaramót. Sama kvöld og bandarísku stelpurnar unnu HM í Frakklandi í sumar þá tapaði karlalandsliðið á móti Mexíkó í úrslitaleik Gullbikarsins.Megan Rapinoe says US Soccer hiring lobbyists is 'in line with their behavior' in recent years.https://t.co/H2laQeWTbhpic.twitter.com/4dmICM8LvP — Yahoo Sports (@YahooSports) August 13, 2019Nýjasta útspil bandaríska knattspyrnusambandsins í baráttunni hefur ekki vakið mikla lukku meðal leikmanna kvennalandsliðsins eða annarra sem styðja þeirra málstað. Áður höfðu starfsmenn sambandsins reiknað það út að í raun væru konurnar búnar að fá meira borgað en karlarnir en þá voru þeir að taka saman heildargreiðslur en ekki samanburð á pening fyrir saman árangur. Bandaríska sambandið fylgdi því eftir með því að ráða útsendara á þingi, svokallaða lobbíista, til að reyna að sannfæra þingfólk um að konurnar væru í raun að fá það sama borgað og karlarnir. Megan Rapinoe er stjarna sumarsins en hún er fyrirliði bandaríska landsliðsins og var bæði markahæst og kosin best á HM. Hún hefur verið í bandaríska landsliðinu í tíu ár og þekkir því vel samskiptin við bandaríska knattspyrnusambandið. „Þetta útspil þeirra er dæmigert fyrir það hvernig þeir hafa hagað sér í öll þessi ár,“ sagði Megan Rapinoe í viðtali við Megan Linehan hjá The Athletic.U.S. Soccer's decision to hire government lobbyists to argue its position on equal pay doesn't sit well with #USWNT & @ReignFC star Megan Rapinoe. She speaks with @itsmeglinehan about the news: https://t.co/mkZpsmdNyupic.twitter.com/KaW6BK3eX1 — The Athletic Soccer (@TheAthleticSCCR) August 12, 2019 Talsmaður bandaríska landliðsins sagðist bæði vera í sjokki og svekkt þegar hún heyrði af útspilinu en þetta kom Megan Rapinoe ekki á óvart. „Ég vildi að ég gæti sagt að ég væri sjokkeruð yfir þessu en svona hefur þetta bara verið öll þessi ár. Stóra myndin er að þeir eru að eyða peningunum sem þeir fá inn í gegnum styrktaraðila og frá litlum krökkum sem spila fótbolta, frá öllum, þetta er kannski svolítið dramatískt hjá mér en þeir eru að eyða þeim peningum í að koma í veg fyrir jafnrétti í landinu,“ sagði Megan Rapinoe. „Ég veit ekki af hverju þeir þurfa að ráða lobbísta ef þeir eru að borga okkur jafnmikið og strákunum því þá munu þessi nýju lög ekki koma neitt við þá,“ sagði Rapinoe en þingmenn hafa blandast í málið af því nokkrar þingkonur lögðu fram frumvarp um að öll íþróttasambönd í Bandaríkjunum verði að borga konum og körlum jafnmikið.this is such garbage ... every dollar @ussoccerfndn is spending on lobbyists in DC to lie about #EqualPay is a dollar that could be going to @USWNT and players like @mPinoehttps://t.co/nWDHg2cKiQ — Kurt Bardella (@kurtbardella) August 10, 2019 Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Bandaríska knattspyrnusambandið svífst einskis í baráttunni sinni fyrir að borga knattspyrnukonum ekki það sama og knattspyrnukörlum. Bandarísku landsliðskonurnar og nýkrýndu heimsmeistararnir eru í málaferlum gegn knattspyrnusambandinu sínu þar sem þær krefjast þess að fá sömu laun og sömu bónusgreiðslur og leikmenn karlalandsliðsins. Á meðan bandaríska kvennalandsliðið hefur unnið tvö heimsmeistaramót í röð þá komst bandaríska karlalandsliðið ekki á síðasta heimsmeistaramót. Sama kvöld og bandarísku stelpurnar unnu HM í Frakklandi í sumar þá tapaði karlalandsliðið á móti Mexíkó í úrslitaleik Gullbikarsins.Megan Rapinoe says US Soccer hiring lobbyists is 'in line with their behavior' in recent years.https://t.co/H2laQeWTbhpic.twitter.com/4dmICM8LvP — Yahoo Sports (@YahooSports) August 13, 2019Nýjasta útspil bandaríska knattspyrnusambandsins í baráttunni hefur ekki vakið mikla lukku meðal leikmanna kvennalandsliðsins eða annarra sem styðja þeirra málstað. Áður höfðu starfsmenn sambandsins reiknað það út að í raun væru konurnar búnar að fá meira borgað en karlarnir en þá voru þeir að taka saman heildargreiðslur en ekki samanburð á pening fyrir saman árangur. Bandaríska sambandið fylgdi því eftir með því að ráða útsendara á þingi, svokallaða lobbíista, til að reyna að sannfæra þingfólk um að konurnar væru í raun að fá það sama borgað og karlarnir. Megan Rapinoe er stjarna sumarsins en hún er fyrirliði bandaríska landsliðsins og var bæði markahæst og kosin best á HM. Hún hefur verið í bandaríska landsliðinu í tíu ár og þekkir því vel samskiptin við bandaríska knattspyrnusambandið. „Þetta útspil þeirra er dæmigert fyrir það hvernig þeir hafa hagað sér í öll þessi ár,“ sagði Megan Rapinoe í viðtali við Megan Linehan hjá The Athletic.U.S. Soccer's decision to hire government lobbyists to argue its position on equal pay doesn't sit well with #USWNT & @ReignFC star Megan Rapinoe. She speaks with @itsmeglinehan about the news: https://t.co/mkZpsmdNyupic.twitter.com/KaW6BK3eX1 — The Athletic Soccer (@TheAthleticSCCR) August 12, 2019 Talsmaður bandaríska landliðsins sagðist bæði vera í sjokki og svekkt þegar hún heyrði af útspilinu en þetta kom Megan Rapinoe ekki á óvart. „Ég vildi að ég gæti sagt að ég væri sjokkeruð yfir þessu en svona hefur þetta bara verið öll þessi ár. Stóra myndin er að þeir eru að eyða peningunum sem þeir fá inn í gegnum styrktaraðila og frá litlum krökkum sem spila fótbolta, frá öllum, þetta er kannski svolítið dramatískt hjá mér en þeir eru að eyða þeim peningum í að koma í veg fyrir jafnrétti í landinu,“ sagði Megan Rapinoe. „Ég veit ekki af hverju þeir þurfa að ráða lobbísta ef þeir eru að borga okkur jafnmikið og strákunum því þá munu þessi nýju lög ekki koma neitt við þá,“ sagði Rapinoe en þingmenn hafa blandast í málið af því nokkrar þingkonur lögðu fram frumvarp um að öll íþróttasambönd í Bandaríkjunum verði að borga konum og körlum jafnmikið.this is such garbage ... every dollar @ussoccerfndn is spending on lobbyists in DC to lie about #EqualPay is a dollar that could be going to @USWNT and players like @mPinoehttps://t.co/nWDHg2cKiQ — Kurt Bardella (@kurtbardella) August 10, 2019
Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira