87 ára kona neitar að taka þátt í „fasteignabraski“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 12:40 Níu mánaða seinkun hefur orðið á afhendingu íbúðanna. Vísir/Friðrik Þór Kaupandi íbúðar að Árskógum hefur hafnað sáttartilboði Félags eldri borgara um að þeim verði gefinn afsláttur af aukagreiðslu sem krafist var fyrir íbúðirnar. Lögmenn tveggja kaupenda fóru fram á að þeir fengju íbúðirnar afhentar nú þegar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem málið var þingfest. Lögmaður Félags eldri borgara segir félagið ekki hafa lyklavöld yfir íbúðunum og fór fram á vikufrest til að koma með varnir í málinu. Stjórn Félags eldri borgara kynnti sáttartilboð sitt til kaupenda íbúða fyrir aldraða að Árskógum í gær þar sem fram kom að krafa félagsins um að þeir greiddu alls 400 milljóna aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætluna bygginganefndar félagsins yrði lækkuð í 252 milljónir króna. Með þessu lækkuðu aukakröfurnar úr 4,5-7 milljónum króna í rúmar 2,5-4 milljónir króna á hverja íbúð. Nú þegar hafa 26 af 65 skrifað undir skilmálabreytinguna.Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hitti Félag eldri borgara þrjá kaupendur í morgun og kynnti þeim nýtt sáttatilboð og var tóninn hjá kaupendunum mun jákvæðari en áður þó ekki hafi verið skrifað undir í morgun. Lögmenn tveggja kaupenda segja að umbjóðendur sínir telji að upphaflegur kaupsamningur eigi að gilda og kröfðust í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að Félag eldri borgara stæði við þá samninga og afhenti lykla af íbúðum þeirra. Sigurður Kári Kristjánsson er lögmaður annars kaupandans sem er 87 ára gömul kona. „Félagið hefur sjálft lýst því yfir að það er ekki í neinum rétti til að krefja hana um nokkrar milljónir umfram það sem samið hefur verið um. Þó svo að það sé afsláttur af ofgreiðslukröfunni þá er sú krafa alveg jafn ólögmæt og upphafleg krafa“ segir Sigurður Kári. Sigurður Kári segir umbjóðanda sinn á götunni og þurfi að fá íbúðina sína afhenta strax. „Það væri nú svona mannlegri áferð á viðbrögðum félagsins ef það myndi afhenda íbúðirnar strax. Ef að það telur sig svo eiga rétt á aukagreiðslum frá mínum umbjóðanda að sækja þá greiðslu í stað þess að neita mínum umbjóðanda að afhenda íbúðirnar eftir að kaupsamningsgreiðslur hafa farið fram,“ segir Sigurður.Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður á Rétti.Stöð 2Fram hefur komið að Félag eldri borgara sé tilbúið að breyta skilmálum íbúðanna ef kaupendur samþykkja að greiða aukalega þannig að þeir megi selja íbúðirnar á markaðsverði þegar þeir selji í stað kostnaðarverðs eins og áður hafði verið samið um. Sigurður Kári segir að þetta skipti ekki máli fyrir sinn umbjóðanda. „Minn umbjóðandi er 87 ára gömul kona og ég fæ ekki séð að hún ætli að taka þátt í einhverju fasteignabraski í kjölfar þessara kaupa. Hún vill bara fá að flytja þarna inn og búið,“ segir Sigurður Kári. Málfutningur Sigrúnar Ingibjargar Gísladóttur lögmanns var sambærilegur hún sagði að sinn umbjóðandi vildi fá íbúðina afhenta nú þegar. „Mínir umbjóðendur eru á hrakhólum. Kaupsamningurinn er bindandi og það ber að afhenda eignina og einhverjar mögulegar sáttir um verð ef kaupendur kjósa að greiða umfram verð þá er það bara eitthvað sem á að semja um síðar það á ekki að hafa áhrif á afhendingu eignarinnar,“ segir Sigrún.Ekki með lyklavöld Daði Bjarnason hæstaréttarlögmaður er verjandi Félags eldri borgara í málinu. Hann bað við þingfestinguna í morgun um frest til að koma við vörnum og var gefinn vikufrestur til þess. „Það er ákveðinn ómögleiki til staðar því minn umbjóðandi er ekki með lyklavöld yfir íbúðunum heldur verktakinn og svo fer fram ákveðið hagsmunamat. Þarna eru heildarhagsmunir, það þarf að gæta jafnræðis. Það er ekki hægt að hleypa sumum inn bara á verðinu sem kom fram í kaupsamningi. Það verður að skoða þetta í samhengi við þann kostnað sem þarna er að baki og hvernig hann á að dreifast“ segir Daði. Húsnæðismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Kaupandi íbúðar að Árskógum hefur hafnað sáttartilboði Félags eldri borgara um að þeim verði gefinn afsláttur af aukagreiðslu sem krafist var fyrir íbúðirnar. Lögmenn tveggja kaupenda fóru fram á að þeir fengju íbúðirnar afhentar nú þegar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem málið var þingfest. Lögmaður Félags eldri borgara segir félagið ekki hafa lyklavöld yfir íbúðunum og fór fram á vikufrest til að koma með varnir í málinu. Stjórn Félags eldri borgara kynnti sáttartilboð sitt til kaupenda íbúða fyrir aldraða að Árskógum í gær þar sem fram kom að krafa félagsins um að þeir greiddu alls 400 milljóna aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætluna bygginganefndar félagsins yrði lækkuð í 252 milljónir króna. Með þessu lækkuðu aukakröfurnar úr 4,5-7 milljónum króna í rúmar 2,5-4 milljónir króna á hverja íbúð. Nú þegar hafa 26 af 65 skrifað undir skilmálabreytinguna.Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hitti Félag eldri borgara þrjá kaupendur í morgun og kynnti þeim nýtt sáttatilboð og var tóninn hjá kaupendunum mun jákvæðari en áður þó ekki hafi verið skrifað undir í morgun. Lögmenn tveggja kaupenda segja að umbjóðendur sínir telji að upphaflegur kaupsamningur eigi að gilda og kröfðust í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að Félag eldri borgara stæði við þá samninga og afhenti lykla af íbúðum þeirra. Sigurður Kári Kristjánsson er lögmaður annars kaupandans sem er 87 ára gömul kona. „Félagið hefur sjálft lýst því yfir að það er ekki í neinum rétti til að krefja hana um nokkrar milljónir umfram það sem samið hefur verið um. Þó svo að það sé afsláttur af ofgreiðslukröfunni þá er sú krafa alveg jafn ólögmæt og upphafleg krafa“ segir Sigurður Kári. Sigurður Kári segir umbjóðanda sinn á götunni og þurfi að fá íbúðina sína afhenta strax. „Það væri nú svona mannlegri áferð á viðbrögðum félagsins ef það myndi afhenda íbúðirnar strax. Ef að það telur sig svo eiga rétt á aukagreiðslum frá mínum umbjóðanda að sækja þá greiðslu í stað þess að neita mínum umbjóðanda að afhenda íbúðirnar eftir að kaupsamningsgreiðslur hafa farið fram,“ segir Sigurður.Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður á Rétti.Stöð 2Fram hefur komið að Félag eldri borgara sé tilbúið að breyta skilmálum íbúðanna ef kaupendur samþykkja að greiða aukalega þannig að þeir megi selja íbúðirnar á markaðsverði þegar þeir selji í stað kostnaðarverðs eins og áður hafði verið samið um. Sigurður Kári segir að þetta skipti ekki máli fyrir sinn umbjóðanda. „Minn umbjóðandi er 87 ára gömul kona og ég fæ ekki séð að hún ætli að taka þátt í einhverju fasteignabraski í kjölfar þessara kaupa. Hún vill bara fá að flytja þarna inn og búið,“ segir Sigurður Kári. Málfutningur Sigrúnar Ingibjargar Gísladóttur lögmanns var sambærilegur hún sagði að sinn umbjóðandi vildi fá íbúðina afhenta nú þegar. „Mínir umbjóðendur eru á hrakhólum. Kaupsamningurinn er bindandi og það ber að afhenda eignina og einhverjar mögulegar sáttir um verð ef kaupendur kjósa að greiða umfram verð þá er það bara eitthvað sem á að semja um síðar það á ekki að hafa áhrif á afhendingu eignarinnar,“ segir Sigrún.Ekki með lyklavöld Daði Bjarnason hæstaréttarlögmaður er verjandi Félags eldri borgara í málinu. Hann bað við þingfestinguna í morgun um frest til að koma við vörnum og var gefinn vikufrestur til þess. „Það er ákveðinn ómögleiki til staðar því minn umbjóðandi er ekki með lyklavöld yfir íbúðunum heldur verktakinn og svo fer fram ákveðið hagsmunamat. Þarna eru heildarhagsmunir, það þarf að gæta jafnræðis. Það er ekki hægt að hleypa sumum inn bara á verðinu sem kom fram í kaupsamningi. Það verður að skoða þetta í samhengi við þann kostnað sem þarna er að baki og hvernig hann á að dreifast“ segir Daði.
Húsnæðismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira