Flýtimeðferð samþykkt í máli landeigenda gegn Vesturverki og Árneshreppi Andri Eysteinsson skrifar 12. ágúst 2019 10:38 Hvalá á Ströndum sem stendur til að virkja. mynd/tómas guðbjartsson Héraðsdómur hefur fallist á beiðni eigenda 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli gegn Vesturverki og Árneshreppi. Eigendur landsins krefjast þess að framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar verði ógilt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendum. Vesturverk fékk í júní síðastliðnum framkvæmdaleyfi vegna vinnu að Hvalárvirkjun á Ófeigsfjarðarheiði. Á meðal fyrirhugaðra framkvæmda er vinna við að leggja veg að Eyvindarfjarðarvatni sem er í landi Drangavíkur. Í tilkynningu eigenda lands Drangavíkur segir að leyfið byggi á því að Eyvindarfjarðarvatni tilheyri nágrannajörðinni Engjanesi sem er í eigu Felix von Longo-Lieberstein. Ekki var fallist á kröfu landeigenda um að framkvæmdir yrðu stöðvaðar en kært var til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Landeigendur telja nú eðlilegast að dómstólar fjalli um ágreiningsatriði málsins. Farið var fram á flýtimeðferð og verður dómsmálið þingfest síðar í vikunni. „Við teljum svo alvarlega galla á efni og málsmeðferð aðalskipulags, aðalskipulagsbreytingar, deiliskipulags og öllum undirbúningi framkvæmdaleyfis vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar að ógilda eigi leyfið og deiliskipulagið. Byggjum við kröfur okkar í dómsmálinu að mestu á sömu rökum og við byggðum kæru okkar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í júní síðastliðnum,“ segir í tilkynningu frá eigendum 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum. Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Dómsmál Tengdar fréttir Hvalá í Ófeigsfirði komin á kortið sem áfangastaður Áhugi fólks á að skoða umhverfi Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum hefur stóraukist, ef marka má þann jeppafjölda sem sést hefur aka þessa torfæru leið að undanförnu. 31. júlí 2019 16:31 Elísabetu og Hrafni hótað vegna Hvalárvirkjunar: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“ Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. 21. júlí 2019 10:53 Kortlagning víðerna hindri Hvalárvirkjun Náttúruverndarsinnar hafa fengið einn helsta sérfræðing heims í kortlagningu óbyggðra og ósnortinna víðerna hingað til lands með það að markmiði að stöðva fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum á Vestfjörðum. 31. júlí 2019 09:00 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira
Héraðsdómur hefur fallist á beiðni eigenda 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli gegn Vesturverki og Árneshreppi. Eigendur landsins krefjast þess að framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar verði ógilt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendum. Vesturverk fékk í júní síðastliðnum framkvæmdaleyfi vegna vinnu að Hvalárvirkjun á Ófeigsfjarðarheiði. Á meðal fyrirhugaðra framkvæmda er vinna við að leggja veg að Eyvindarfjarðarvatni sem er í landi Drangavíkur. Í tilkynningu eigenda lands Drangavíkur segir að leyfið byggi á því að Eyvindarfjarðarvatni tilheyri nágrannajörðinni Engjanesi sem er í eigu Felix von Longo-Lieberstein. Ekki var fallist á kröfu landeigenda um að framkvæmdir yrðu stöðvaðar en kært var til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Landeigendur telja nú eðlilegast að dómstólar fjalli um ágreiningsatriði málsins. Farið var fram á flýtimeðferð og verður dómsmálið þingfest síðar í vikunni. „Við teljum svo alvarlega galla á efni og málsmeðferð aðalskipulags, aðalskipulagsbreytingar, deiliskipulags og öllum undirbúningi framkvæmdaleyfis vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar að ógilda eigi leyfið og deiliskipulagið. Byggjum við kröfur okkar í dómsmálinu að mestu á sömu rökum og við byggðum kæru okkar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í júní síðastliðnum,“ segir í tilkynningu frá eigendum 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum.
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Dómsmál Tengdar fréttir Hvalá í Ófeigsfirði komin á kortið sem áfangastaður Áhugi fólks á að skoða umhverfi Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum hefur stóraukist, ef marka má þann jeppafjölda sem sést hefur aka þessa torfæru leið að undanförnu. 31. júlí 2019 16:31 Elísabetu og Hrafni hótað vegna Hvalárvirkjunar: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“ Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. 21. júlí 2019 10:53 Kortlagning víðerna hindri Hvalárvirkjun Náttúruverndarsinnar hafa fengið einn helsta sérfræðing heims í kortlagningu óbyggðra og ósnortinna víðerna hingað til lands með það að markmiði að stöðva fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum á Vestfjörðum. 31. júlí 2019 09:00 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira
Hvalá í Ófeigsfirði komin á kortið sem áfangastaður Áhugi fólks á að skoða umhverfi Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum hefur stóraukist, ef marka má þann jeppafjölda sem sést hefur aka þessa torfæru leið að undanförnu. 31. júlí 2019 16:31
Elísabetu og Hrafni hótað vegna Hvalárvirkjunar: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“ Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. 21. júlí 2019 10:53
Kortlagning víðerna hindri Hvalárvirkjun Náttúruverndarsinnar hafa fengið einn helsta sérfræðing heims í kortlagningu óbyggðra og ósnortinna víðerna hingað til lands með það að markmiði að stöðva fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum á Vestfjörðum. 31. júlí 2019 09:00
Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30