Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 23:36 Epstein fannst látinn í klefa sínum í gær. Vísir/AP Fangaverðir sem störfuðu á deild fangelsisins í New York þar sem auðkýfingnum Jeffrey Epstein var haldið unnu „gífurlega“ yfirvinnu vegna mikillar manneklu á deildinni morguninn sem hann fannst látinn. Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu. Epstein, sem ákærður var fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna, fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Talið er að hann hafi framið sjálfsvíg.Sjá einnig: Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Í frétt AP segir að á deildinni hafi starfað tveir verðir þegar Epstein fannst látinn á laugardaginn. Annar þeirra var að vinna sína fimmtu yfirvinnuvakt í röð og hinn vann einnig fram yfir hefðbundinn vinnutíma. Þá virðist sem ýmislegt fleira hafi misfarist við varðhald Epsteins. Fyrr í dag greindi bandaríska dagblaðið New York Times frá því að samkvæmt reglum fangelsisins hefðu fangaverðir átt að líta eftir með Epstein á hálftíma fresti. Það hafi ekki verið gert nóttina áður en hann fannst látinn, að því er blaðið hafði eftir embættismanni hjá lögreglu á Manhattan. Þá höfðu fangelsismálayfirvöld auk þess flutt fangann sem deildi klefa með Epstein á brott. Epstein var þannig einn í klefa aðeins tveimur vikum eftir að hætt var að fylgjast með honum allan sólarhringinn vegna sjálfsvígshættu. Þetta er einnig sagt stríða gegn reglum fangelsisins. Talið er að rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á sjálfsvígi Epsteins muni einkum beinast að þessum ætluðu misbrestum við varðhaldið.Epstein var þekktur fyrir vinskap sinn við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hér sést sá síðarnefndi benda honum á stúlkur í samkvæmi á tíunda áratugnum.skjáskot/YoutubeAndlát Epstein bar að daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur Epstein og samverkamönnum hans voru birtar. Hann var m.a. sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Epstein neitaði sök í öllum ákæruliðum. Epstein státaði jafnframt af afar valdamiklum vinum og kunningjum, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseta, Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Albert Bretaprins. Andlát hans hefur vakið upp samsæriskenningar sem margar hafa komist á flug á samfélagsmiðlum. Samsæriskenningarnar eru margar byggðar á því að hinir valdamiklu kunningjar hans, sem kunni að hafa „notið góðs“ af glæpum hans, hafi viljað hann feigan. Sjálfur deildi Trump samsæriskenningu um andlát Epsteins á Twitter-reikningi sínum í dag. Tístið má sjá hér að neðan.Died of SUICIDE on 24/7 SUICIDE WATCH ? Yeah right! How does that happen#JefferyEpstein had information on Bill Clinton & now he's deadI see #TrumpBodyCount trending but we know who did this! RT if you're not Surprised#EpsteinSuicide #ClintonBodyCount #ClintonCrimeFamily pic.twitter.com/Y9tGAWaAxX— Terrence K. Williams (@w_terrence) August 10, 2019 Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Tengdar fréttir FBI rannsakar andlát Epsteins Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna. 10. ágúst 2019 17:54 Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08 Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum. 10. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Fangaverðir sem störfuðu á deild fangelsisins í New York þar sem auðkýfingnum Jeffrey Epstein var haldið unnu „gífurlega“ yfirvinnu vegna mikillar manneklu á deildinni morguninn sem hann fannst látinn. Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu. Epstein, sem ákærður var fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna, fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Talið er að hann hafi framið sjálfsvíg.Sjá einnig: Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Í frétt AP segir að á deildinni hafi starfað tveir verðir þegar Epstein fannst látinn á laugardaginn. Annar þeirra var að vinna sína fimmtu yfirvinnuvakt í röð og hinn vann einnig fram yfir hefðbundinn vinnutíma. Þá virðist sem ýmislegt fleira hafi misfarist við varðhald Epsteins. Fyrr í dag greindi bandaríska dagblaðið New York Times frá því að samkvæmt reglum fangelsisins hefðu fangaverðir átt að líta eftir með Epstein á hálftíma fresti. Það hafi ekki verið gert nóttina áður en hann fannst látinn, að því er blaðið hafði eftir embættismanni hjá lögreglu á Manhattan. Þá höfðu fangelsismálayfirvöld auk þess flutt fangann sem deildi klefa með Epstein á brott. Epstein var þannig einn í klefa aðeins tveimur vikum eftir að hætt var að fylgjast með honum allan sólarhringinn vegna sjálfsvígshættu. Þetta er einnig sagt stríða gegn reglum fangelsisins. Talið er að rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á sjálfsvígi Epsteins muni einkum beinast að þessum ætluðu misbrestum við varðhaldið.Epstein var þekktur fyrir vinskap sinn við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hér sést sá síðarnefndi benda honum á stúlkur í samkvæmi á tíunda áratugnum.skjáskot/YoutubeAndlát Epstein bar að daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur Epstein og samverkamönnum hans voru birtar. Hann var m.a. sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Epstein neitaði sök í öllum ákæruliðum. Epstein státaði jafnframt af afar valdamiklum vinum og kunningjum, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseta, Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Albert Bretaprins. Andlát hans hefur vakið upp samsæriskenningar sem margar hafa komist á flug á samfélagsmiðlum. Samsæriskenningarnar eru margar byggðar á því að hinir valdamiklu kunningjar hans, sem kunni að hafa „notið góðs“ af glæpum hans, hafi viljað hann feigan. Sjálfur deildi Trump samsæriskenningu um andlát Epsteins á Twitter-reikningi sínum í dag. Tístið má sjá hér að neðan.Died of SUICIDE on 24/7 SUICIDE WATCH ? Yeah right! How does that happen#JefferyEpstein had information on Bill Clinton & now he's deadI see #TrumpBodyCount trending but we know who did this! RT if you're not Surprised#EpsteinSuicide #ClintonBodyCount #ClintonCrimeFamily pic.twitter.com/Y9tGAWaAxX— Terrence K. Williams (@w_terrence) August 10, 2019
Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Tengdar fréttir FBI rannsakar andlát Epsteins Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna. 10. ágúst 2019 17:54 Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08 Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum. 10. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
FBI rannsakar andlát Epsteins Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna. 10. ágúst 2019 17:54
Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08
Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum. 10. ágúst 2019 13:15