Sakar Sigmund Davíð um „blekkingu eða í besta falli útúrsnúning“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 18:44 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sakar Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins um „blekkingu eða í besta falli útúrsnúning“ með því að halda því fram að sá síðarnefndi hafi ekki innleitt orkupakkann svokallaða í forsætisráðherratíð sinni. Sigmundur gagnrýndi Bjarna í Facebook-færslu í dag fyrir það sem fram kom á fundi Sjálfstæðismanna sem fram fór í Valhöll í dag. „Maður hefði haldið að formaður Sjálfstæðisflokksins, sá ágæti maður, myndi boða eitthvað nýtt í orkupakkamálinu fyrst blásið var til opins fundar í Valhöll. Í staðinn flutti hann gömlu línuna um að orkupakkinn hafi þegar verið orðinn til þegar ég var í ríkisstjórn,“ skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebook-síðu sinni. „Jú pakkinn hafði lengi verið til en samt innleiddum við hann ekki. Auk þess heyrði málið ekki undir mig, ekki frekar en fjármálaráðherra á þeim tíma (hver sem það nú var).“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.vísir/vilhelmBjarni svaraði Sigmundi á Facebook nú fyrir skömmu og sagði fínan fund að baki í Valhöll. Þangað hefði Sigmundur verið velkominn, þeir hafi átt ágætt samstarf um mikilvæg framfaramál í ríkisstjórn á sínum tíma. Með mætingu á fundinn hefði Sigmundur mögulega ekki „farið með rangt mál um efni fundarins“, einkum um það sem kom fram í máli Bjarna um stöðu orkupakkamálsins þegar Sigmundur var forsætisráðherra og samflokksmaður hans Gunnar Bragi Sveinsson var utanríkisráðherra, þá báðir í Framsóknarflokknum. Vísar Bjarni í stefnu ríkisstjórnarinnar í minnisblöðum sem lögð voru fyrir þingið, sem finna má hér. „Afstaða utanríkisráðuneytisins í tíð Gunnars Braga og Sigmundar Davíðs var sú að málið stæðist stjórnarskrá, að íslenskra hagsmuna hafi verið gætt í hvívetna og að ljúka bæri málinu með samþykkt í sameiginlegu EES nefndinni. Með öðrum orðum að stefnt skyldi að innleiðingu,“ skrifar Bjarni. Þingið hafi skoðað málið í tveimur þingnefndum og samþykkt að málið héldi áfram. Þannig hafi stjórnarmeirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks verið sammála í málinu, sem var í framhaldinu afgreitt í sameiginlegu EES-nefndinni. Í því hafi falist fyrirheit um að innleiða málið í lög, „með eðlilegum fyrirvara um frekari aðkomu Alþingis“. „Það er því rík innistæða fyrir því að segja þá tvo hafa algerlega skipt um skoðun í málinu og blekking eða í besta falli útúrsnúningur þegar Sigmundur Davíð segir í dag: „en við innleiddum hann ekki.“.“Færslu Bjarna má sjá hér að neðan. Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 16:17 Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00 Fullt út úr dyrum í Valhöll Fullt er út úr dyrum í Valhöll en klukkan ellefu hófst þar fundur þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir stjórnmálaviðhorfið og situr hann ásamt öðrum þingmönnum fyrir svörum. 10. ágúst 2019 12:24 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sakar Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins um „blekkingu eða í besta falli útúrsnúning“ með því að halda því fram að sá síðarnefndi hafi ekki innleitt orkupakkann svokallaða í forsætisráðherratíð sinni. Sigmundur gagnrýndi Bjarna í Facebook-færslu í dag fyrir það sem fram kom á fundi Sjálfstæðismanna sem fram fór í Valhöll í dag. „Maður hefði haldið að formaður Sjálfstæðisflokksins, sá ágæti maður, myndi boða eitthvað nýtt í orkupakkamálinu fyrst blásið var til opins fundar í Valhöll. Í staðinn flutti hann gömlu línuna um að orkupakkinn hafi þegar verið orðinn til þegar ég var í ríkisstjórn,“ skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebook-síðu sinni. „Jú pakkinn hafði lengi verið til en samt innleiddum við hann ekki. Auk þess heyrði málið ekki undir mig, ekki frekar en fjármálaráðherra á þeim tíma (hver sem það nú var).“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.vísir/vilhelmBjarni svaraði Sigmundi á Facebook nú fyrir skömmu og sagði fínan fund að baki í Valhöll. Þangað hefði Sigmundur verið velkominn, þeir hafi átt ágætt samstarf um mikilvæg framfaramál í ríkisstjórn á sínum tíma. Með mætingu á fundinn hefði Sigmundur mögulega ekki „farið með rangt mál um efni fundarins“, einkum um það sem kom fram í máli Bjarna um stöðu orkupakkamálsins þegar Sigmundur var forsætisráðherra og samflokksmaður hans Gunnar Bragi Sveinsson var utanríkisráðherra, þá báðir í Framsóknarflokknum. Vísar Bjarni í stefnu ríkisstjórnarinnar í minnisblöðum sem lögð voru fyrir þingið, sem finna má hér. „Afstaða utanríkisráðuneytisins í tíð Gunnars Braga og Sigmundar Davíðs var sú að málið stæðist stjórnarskrá, að íslenskra hagsmuna hafi verið gætt í hvívetna og að ljúka bæri málinu með samþykkt í sameiginlegu EES nefndinni. Með öðrum orðum að stefnt skyldi að innleiðingu,“ skrifar Bjarni. Þingið hafi skoðað málið í tveimur þingnefndum og samþykkt að málið héldi áfram. Þannig hafi stjórnarmeirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks verið sammála í málinu, sem var í framhaldinu afgreitt í sameiginlegu EES-nefndinni. Í því hafi falist fyrirheit um að innleiða málið í lög, „með eðlilegum fyrirvara um frekari aðkomu Alþingis“. „Það er því rík innistæða fyrir því að segja þá tvo hafa algerlega skipt um skoðun í málinu og blekking eða í besta falli útúrsnúningur þegar Sigmundur Davíð segir í dag: „en við innleiddum hann ekki.“.“Færslu Bjarna má sjá hér að neðan.
Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 16:17 Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00 Fullt út úr dyrum í Valhöll Fullt er út úr dyrum í Valhöll en klukkan ellefu hófst þar fundur þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir stjórnmálaviðhorfið og situr hann ásamt öðrum þingmönnum fyrir svörum. 10. ágúst 2019 12:24 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 16:17
Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00
Fullt út úr dyrum í Valhöll Fullt er út úr dyrum í Valhöll en klukkan ellefu hófst þar fundur þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir stjórnmálaviðhorfið og situr hann ásamt öðrum þingmönnum fyrir svörum. 10. ágúst 2019 12:24
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent