Lágmarksstærð sveitarfélaga verði lögfest við þúsund íbúa Sveinn Arnarsson skrifar 10. ágúst 2019 07:30 Sandgerði og Garður sameinuðust í eitt sveitarfélag í fyrra í kjölfar íbúakosninga. fréttablaðið/stefán Stefnt er að því í drögum reglugerðar Sigurðar Inga Jóhannssonar, ráðherra sveitarstjórnarmála, að lögfest verði að lágmarksstærð sveitarfélaga verði þúsund íbúar. Um helmingur sveitarfélaga á Íslandi er með færri en eitt þúsund íbúa og því munu þessar breytingar hafa áhrif á stóran hluta sveitarfélaga hér á landi. 72 sveitarfélög eru nú á landinu og hefur fækkað hægt en örugglega síðustu áratugi en um miðja síðustu öld voru hér vel á annað hundrað sveitarfélaga. Sigurður Ingi hefur boðað breytingar í þá átt að gera sveitarfélögin öflugri og betur í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem þeim eru falin í nútímaþjóðfélagi. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerðisbæ og formaður sambands sveitarfélaga, sat í nefnd á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem skilaði til ráðherra tillögum sínum sem kynntar voru á ríkisstjórnarfundi á fimmtudaginn. Hún segir einnig mikilvægt að sveitarfélögin geti sinnt þeim skyldum sem sveitarfélögunum ber. „Þessar tillögur verða kynntar í samráðsgátt stjórnvalda á næstu dögum. Í tillögunum er gert ráð fyrir að í þrepum verði settur lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélögum. Þannig er sveitarfélögum veitt ráðrúm til að kanna möguleika sína. Aðal atriðið er að sveitarfélög hér á landi verði öll sterk og gert kleift að sinna sínum verkefnum fyrir íbúa sína,“ segir Aldís. „Fjölmörg sveitarfélög eru fámenn og mikilvæg verkefni unnin með öðrum sveitarfélögum. Þegar svo er komið eru ákvarðanir kannski komnar nokkuð langt frá íbúum sveitarfélaganna.“ Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu árum. Til að mynda kannaði Akureyrarkaupstaður möguleika annarra sveitarfélaga í Eyjafirði til sameiningar ekki alls fyrir löngu og bæði hafa orðið sameiningar á Reykjanesi og á Austurlandi. Einnig eru uppi hugmyndir um sameiningar í Þingeyjarsveit. Aldís bendir á að jöfnunarsjóður sveitarfélaga verði nýttur til góða fyrir þau sveitarfélög sem sameinast. „Í tillögunum er gert ráð fyrir veglegu framlagi úr ríkissjóði til þeirra sveitarfélaga sem sameinast. Það er mikilvægt að vel takist til í þetta skiptið og þessar tillögur miða að því að sveitarfélög og íbúar þeirra njóti góðs af mögulegum sameiningum.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var málinu frestað á fundi ríkisstjórnar síðastliðinn fimmtudag og ekki tekin ákvörðun um að birta þetta strax. Vildu menn setjast aðeins yfir málið og skoða það áður en það yrði birt almenningi. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Stefnt er að því í drögum reglugerðar Sigurðar Inga Jóhannssonar, ráðherra sveitarstjórnarmála, að lögfest verði að lágmarksstærð sveitarfélaga verði þúsund íbúar. Um helmingur sveitarfélaga á Íslandi er með færri en eitt þúsund íbúa og því munu þessar breytingar hafa áhrif á stóran hluta sveitarfélaga hér á landi. 72 sveitarfélög eru nú á landinu og hefur fækkað hægt en örugglega síðustu áratugi en um miðja síðustu öld voru hér vel á annað hundrað sveitarfélaga. Sigurður Ingi hefur boðað breytingar í þá átt að gera sveitarfélögin öflugri og betur í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem þeim eru falin í nútímaþjóðfélagi. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerðisbæ og formaður sambands sveitarfélaga, sat í nefnd á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem skilaði til ráðherra tillögum sínum sem kynntar voru á ríkisstjórnarfundi á fimmtudaginn. Hún segir einnig mikilvægt að sveitarfélögin geti sinnt þeim skyldum sem sveitarfélögunum ber. „Þessar tillögur verða kynntar í samráðsgátt stjórnvalda á næstu dögum. Í tillögunum er gert ráð fyrir að í þrepum verði settur lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélögum. Þannig er sveitarfélögum veitt ráðrúm til að kanna möguleika sína. Aðal atriðið er að sveitarfélög hér á landi verði öll sterk og gert kleift að sinna sínum verkefnum fyrir íbúa sína,“ segir Aldís. „Fjölmörg sveitarfélög eru fámenn og mikilvæg verkefni unnin með öðrum sveitarfélögum. Þegar svo er komið eru ákvarðanir kannski komnar nokkuð langt frá íbúum sveitarfélaganna.“ Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu árum. Til að mynda kannaði Akureyrarkaupstaður möguleika annarra sveitarfélaga í Eyjafirði til sameiningar ekki alls fyrir löngu og bæði hafa orðið sameiningar á Reykjanesi og á Austurlandi. Einnig eru uppi hugmyndir um sameiningar í Þingeyjarsveit. Aldís bendir á að jöfnunarsjóður sveitarfélaga verði nýttur til góða fyrir þau sveitarfélög sem sameinast. „Í tillögunum er gert ráð fyrir veglegu framlagi úr ríkissjóði til þeirra sveitarfélaga sem sameinast. Það er mikilvægt að vel takist til í þetta skiptið og þessar tillögur miða að því að sveitarfélög og íbúar þeirra njóti góðs af mögulegum sameiningum.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var málinu frestað á fundi ríkisstjórnar síðastliðinn fimmtudag og ekki tekin ákvörðun um að birta þetta strax. Vildu menn setjast aðeins yfir málið og skoða það áður en það yrði birt almenningi.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira