Jón Þór: Þetta sýnir bara breiddina í liðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2019 21:11 „Frábær sigur en margt sem við þurfum að laga. Ég var verulega ósáttur með fyrri hálfleikinn þar sem við dettum niður eftir frábæra byrjun,“ sagði ákveðinn Jón Þór Hauksson um sinn fyrsta sigur í sínum fyrsta keppnisleik sem landsliðsþjálfari Íslands. „Við vorum mjög öflugar fyrstu 10-15 mínúturnar en hvernig við dettum niður og hættum að gera hlutina sem voru að virka frábærlega í upphafi leiks er eitthvað sem við þurfum að bæta.“ Ísland lagði Ungverjaland með fjórum mörkum gegn einu á Laugardalsvelli í kvöld en leikurinn markar upphaf undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 2021. Staðan hafði verið 1-1 í hálfleik en Ísland kaffærði gestunum í síðari hálfleik. „Hvort það sé einhver værukærð í ljósi umræðunnar um að við séum miklu betri en þetta lið eða hvernig sem það er eitthvað sem við verðum að laga,“ sagði Jón Þór ennfremur. Íslenska liðið kom mikið sterkari til leiks í síðari hálfleik. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn frábærlega og gerum þrjú frábær mörk. Hrós til stelpnanna með hvernig þær koma út í seinni hálfleikinn. Fáum líka gríðarlegan kraft með varamönnunum, sama reyndar með Hlín [Eiríksdóttir] og Öglu [Maríu Albertsdóttur] áður en þær fara út af.“ „Þetta sýnir bara breiddina í liðinu og frábært fyrir okkur að þær sem koma inná í þessum leikjum séu virkilega að láta til sín taka og hrós til stelpnanna með seinni hálfleikinn,“ sagði Jón Þór um breytinguna sem varð á íslenska liðinu í síðari hálfleik. Hlín Eiríksdóttir skoraði í sínum fyrsta keppnisleik fyrir íslenska A-landsliðið í dag en var tekin af velli nánast samstundis. Jón Þór fór yfir af hverju svo var. „Við vorum búin að ákveða að gera þessa skiptingu og þær [Hlín og Agla] stóðu sig virkilega vel. Ég er ekki að gera skiptingar af því ég er ekki ánægður með þær heldur til að fá ferska fætur inn. Það eru mikil hlaup hjá vængmönnum okkar og það er stutt í næsta leik, ég er í skýjunum með hvernig varamennirnir okkar komu inn í dag.“ Að lokum var Jón Þór spurður um leikinn á mánudaginn þar sem Ísland mætir Slóvakíu. „Við tökum þrjú stig út úr þessu og góða byrjun á þessari undankeppni og það er það sem skiptir máli þegar út í móti er komið en það eru þættir sem við viljum klárlega laga fyrir mánudaginn,“ sagði sigurreifur Jón Þór Hauksson að lokum. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
„Frábær sigur en margt sem við þurfum að laga. Ég var verulega ósáttur með fyrri hálfleikinn þar sem við dettum niður eftir frábæra byrjun,“ sagði ákveðinn Jón Þór Hauksson um sinn fyrsta sigur í sínum fyrsta keppnisleik sem landsliðsþjálfari Íslands. „Við vorum mjög öflugar fyrstu 10-15 mínúturnar en hvernig við dettum niður og hættum að gera hlutina sem voru að virka frábærlega í upphafi leiks er eitthvað sem við þurfum að bæta.“ Ísland lagði Ungverjaland með fjórum mörkum gegn einu á Laugardalsvelli í kvöld en leikurinn markar upphaf undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 2021. Staðan hafði verið 1-1 í hálfleik en Ísland kaffærði gestunum í síðari hálfleik. „Hvort það sé einhver værukærð í ljósi umræðunnar um að við séum miklu betri en þetta lið eða hvernig sem það er eitthvað sem við verðum að laga,“ sagði Jón Þór ennfremur. Íslenska liðið kom mikið sterkari til leiks í síðari hálfleik. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn frábærlega og gerum þrjú frábær mörk. Hrós til stelpnanna með hvernig þær koma út í seinni hálfleikinn. Fáum líka gríðarlegan kraft með varamönnunum, sama reyndar með Hlín [Eiríksdóttir] og Öglu [Maríu Albertsdóttur] áður en þær fara út af.“ „Þetta sýnir bara breiddina í liðinu og frábært fyrir okkur að þær sem koma inná í þessum leikjum séu virkilega að láta til sín taka og hrós til stelpnanna með seinni hálfleikinn,“ sagði Jón Þór um breytinguna sem varð á íslenska liðinu í síðari hálfleik. Hlín Eiríksdóttir skoraði í sínum fyrsta keppnisleik fyrir íslenska A-landsliðið í dag en var tekin af velli nánast samstundis. Jón Þór fór yfir af hverju svo var. „Við vorum búin að ákveða að gera þessa skiptingu og þær [Hlín og Agla] stóðu sig virkilega vel. Ég er ekki að gera skiptingar af því ég er ekki ánægður með þær heldur til að fá ferska fætur inn. Það eru mikil hlaup hjá vængmönnum okkar og það er stutt í næsta leik, ég er í skýjunum með hvernig varamennirnir okkar komu inn í dag.“ Að lokum var Jón Þór spurður um leikinn á mánudaginn þar sem Ísland mætir Slóvakíu. „Við tökum þrjú stig út úr þessu og góða byrjun á þessari undankeppni og það er það sem skiptir máli þegar út í móti er komið en það eru þættir sem við viljum klárlega laga fyrir mánudaginn,“ sagði sigurreifur Jón Þór Hauksson að lokum.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54