Ung framlína á móti Ungverjum og Sandra byrjar í markinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2019 17:30 Hlín Eiríksdóttir í leik með Val í Pepsi Max deildinni í sumar. Vísir/Bára Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt á móti Ungverjalandi á Laugardalsvelli í kvöld en þetta er fyrsti leikur íslensku stelpnanna í undankeppni EM 2021 og fyrsti keppnisleikur liðsins undir hans stjórn. Sandra Sigurðardóttir stendur í marki í íslenska liðsins og það kemur síðan lítið á óvart í vali Jóns Þórs á varnar- og miðjumönnum liðsins. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Ingibjörg Sigurðardóttir, Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir eru vanar því að mynda saman varnarlínu Íslands og á miðjunni eru síðan þrjár af bestu knattspyrnukonum landsins eða þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Jón Þór teflir hins vegar fram ungri framlínu á móti Ungverjum í kvöld en þar eru allir leikmenn yngri en 25 ára og tvær af þremur eru fæddar í kringum aldarmótin. Byrjunarlið Íslands gegn Ungverjalandi! This is how we start our game against Hungary!#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/3Sd3ZvIIOS— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 29, 2019 Agla María Albertsdóttir (fædd 1999) og Hlín Eiríksdóttir (fædd 2000) eru þar sitt hvorum megin við Elínu Mettu Jensen (fædd 1995). Allar hafa þær farið á kostum í Pepsi Max deild kvenna í sumar en þetta eru þrír markahæstu leikmenn deildarinnar, Elín Metta og Hlín með fimmtán mörk og Agla María með tólf mörk. Reynsluboltarnir Fanndís Friðriksdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir þurfa því allar að sætta sig við það að byrja á varamannabekknum í kvöld.Byrjunarlið Íslands á móti Ungverjum í kvöld:Markvörður Sandra Sigurðardóttir | ValurVarnarmenn Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden Sif Atladóttir | Kristianstads DFF Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard Hallbera Guðný Gísladóttir | ValurMiðjumenn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg Dagný Brynjarsdóttir | Portland ThornsSóknarmenn Hlín Eiríksdóttir | Valur Elín Metta Jensen | Valur Agla María Albertsdóttir | Breiðablik EM 2021 í Englandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt á móti Ungverjalandi á Laugardalsvelli í kvöld en þetta er fyrsti leikur íslensku stelpnanna í undankeppni EM 2021 og fyrsti keppnisleikur liðsins undir hans stjórn. Sandra Sigurðardóttir stendur í marki í íslenska liðsins og það kemur síðan lítið á óvart í vali Jóns Þórs á varnar- og miðjumönnum liðsins. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Ingibjörg Sigurðardóttir, Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir eru vanar því að mynda saman varnarlínu Íslands og á miðjunni eru síðan þrjár af bestu knattspyrnukonum landsins eða þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Jón Þór teflir hins vegar fram ungri framlínu á móti Ungverjum í kvöld en þar eru allir leikmenn yngri en 25 ára og tvær af þremur eru fæddar í kringum aldarmótin. Byrjunarlið Íslands gegn Ungverjalandi! This is how we start our game against Hungary!#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/3Sd3ZvIIOS— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 29, 2019 Agla María Albertsdóttir (fædd 1999) og Hlín Eiríksdóttir (fædd 2000) eru þar sitt hvorum megin við Elínu Mettu Jensen (fædd 1995). Allar hafa þær farið á kostum í Pepsi Max deild kvenna í sumar en þetta eru þrír markahæstu leikmenn deildarinnar, Elín Metta og Hlín með fimmtán mörk og Agla María með tólf mörk. Reynsluboltarnir Fanndís Friðriksdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir þurfa því allar að sætta sig við það að byrja á varamannabekknum í kvöld.Byrjunarlið Íslands á móti Ungverjum í kvöld:Markvörður Sandra Sigurðardóttir | ValurVarnarmenn Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden Sif Atladóttir | Kristianstads DFF Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard Hallbera Guðný Gísladóttir | ValurMiðjumenn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg Dagný Brynjarsdóttir | Portland ThornsSóknarmenn Hlín Eiríksdóttir | Valur Elín Metta Jensen | Valur Agla María Albertsdóttir | Breiðablik
EM 2021 í Englandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira