Sprengjuflugvél mátaði sig við Keflavíkurflugvöll Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2019 11:25 B-2 Spirit of Mississippi lendir en í bakgrunni má sjá 767 vél United Airlines. Eggert Norðdahl Bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-2 Spirit staldraði við á Keflavíkurflugvelli í gær. Vélin flaug frá Fairford, austur af landamærum Wales og Englands í suðri, en flugið tók um tvær og hálfa klukkustund. Eftir að hafa verið í Keflavík í tæpar tvær klukkustundir var vélinni flogið aftur til Fairford. Vélin sem er nefnd Spirit of Mississippi getur flogið þúsundir mílna án þess að taka eldsneyti en með æfingafluginu í gær er helst verið að framkvæma lendingu á Keflavíkurflugvelli og máta sig við flugvöllinn. Svipað var uppi á teningnum í fyrra þegar B-52 sprengjuflugvél lenti á Keflavíkurflugvöll. Um leið var verið að afhjúpa minnisvarða um að þá voru 75 ár liðin frá því að bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-24D Liberator fórst á Fagradalsfjalli á Reykjanesi þann 3. maí 1943. Eggert Norðdahl flugáhugamaður með meiru var staddur suður með sjó í gær þegar B-2 vélin lenti og náði mögnuðum myndum af vélinni við komuna. Fleiri myndir Eggerts má sjá hér.Glöggir lesendur veita því athygli að á myndinni að ofan má sjá 767 vél United Airlines í bakgrunni. Um er að ræða vél sem bandaríska flugfélagið þurfti að senda til Íslands í stað 757 vélarinnar sem bilaði skömmu eftir brottför frá Keflavíkurflugvelli á mánudag. Má leiða að því líkum að stærri vél hafi verið send vegna fjölda farþega sem þurfti að fljúga með í gær vegna frestunarinnar á mánudag. 21 flugvél af gerðinni B-2 var framleidd á árunum 1987 til 2000. Þær voru hannaðar til að fljúga með kjarnorkuvopn og eiga ekki að sjást á ratsjám. Þremur mun hafa verið flogið frá Bandaríkjunum og til Bretlands á þriðjudag. Þær hafa verið við æfingaflug í gær og þeirra á meðal sú sem lenti í Keflavík. Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-2 Spirit staldraði við á Keflavíkurflugvelli í gær. Vélin flaug frá Fairford, austur af landamærum Wales og Englands í suðri, en flugið tók um tvær og hálfa klukkustund. Eftir að hafa verið í Keflavík í tæpar tvær klukkustundir var vélinni flogið aftur til Fairford. Vélin sem er nefnd Spirit of Mississippi getur flogið þúsundir mílna án þess að taka eldsneyti en með æfingafluginu í gær er helst verið að framkvæma lendingu á Keflavíkurflugvelli og máta sig við flugvöllinn. Svipað var uppi á teningnum í fyrra þegar B-52 sprengjuflugvél lenti á Keflavíkurflugvöll. Um leið var verið að afhjúpa minnisvarða um að þá voru 75 ár liðin frá því að bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-24D Liberator fórst á Fagradalsfjalli á Reykjanesi þann 3. maí 1943. Eggert Norðdahl flugáhugamaður með meiru var staddur suður með sjó í gær þegar B-2 vélin lenti og náði mögnuðum myndum af vélinni við komuna. Fleiri myndir Eggerts má sjá hér.Glöggir lesendur veita því athygli að á myndinni að ofan má sjá 767 vél United Airlines í bakgrunni. Um er að ræða vél sem bandaríska flugfélagið þurfti að senda til Íslands í stað 757 vélarinnar sem bilaði skömmu eftir brottför frá Keflavíkurflugvelli á mánudag. Má leiða að því líkum að stærri vél hafi verið send vegna fjölda farþega sem þurfti að fljúga með í gær vegna frestunarinnar á mánudag. 21 flugvél af gerðinni B-2 var framleidd á árunum 1987 til 2000. Þær voru hannaðar til að fljúga með kjarnorkuvopn og eiga ekki að sjást á ratsjám. Þremur mun hafa verið flogið frá Bandaríkjunum og til Bretlands á þriðjudag. Þær hafa verið við æfingaflug í gær og þeirra á meðal sú sem lenti í Keflavík.
Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira