Forræðishyggja í borginni Eyþór Laxdal Arnalds skrifar 29. ágúst 2019 09:00 Þeir sem hafa verið lengi við völd verða oft værukærir. Hlusta helst á viðhlæjendur. Telja sig ekki þurfa að hlusta á kjósendur og upplýsa þá sem minnst. Vilja frekar hafa vit fyrir fólki. Borgarstjóri hefur verið 17 ár í borgarstjórn. Það er langur tími. Það er kannski engin tilviljun að lítið samráð er haft þegar farið er í framkvæmdir. Hverfisgatan er því miður ekki einsdæmi um vinnubrögðin. Lítið er hlustað þegar skattar og gjöld íþyngja fólki og rekstraraðilum svo margir þurfa að hætta starfsemi. Í stað þess að bæta strætó er lögð áhersla á þrengingar til að þvinga fólk til að breyta um ferðamáta. Ég trúi frekar á að gefa fólki valkost. Bæta þjónustuna. Og svo er þrengt að náttúrunni. Búið er að skipuleggja atvinnustarfsemi í Elliðaárdalnum, þrátt fyrir mótmæli íbúanna. Fyrirhugað er í skipulagi að byggja blokkir efst í Laugardalnum. Og lítið bólar á orkuskiptum fyrir farþegaskipin sem menga hressilega.Skerða skólamatinn Nýjasta útspilið er svo að „minnka framboð dýraafurða verulega“ fyrir skólabörn, eins og oddviti VG orðaði það. Skerða þannig skólamatinn. Skyr, fiskur, ostur, kjöt og egg eru dýraafurðir. Af hverju í ósköpunum vill meirihlutinn í borgarstjórn þetta? Jú, það er til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þá þarf að flytja inn grænmeti og ávexti í staðinn með flugi og skipum. Væri ekki nær að líta sér nær? Bjóða börnunum hollan og fjölbreyttan mat í skólunum? Og ef við viljum í alvöru vera umhverfisvæn. Þá eigum við að auðvelda rafbílavæðingu. Minnka losun farþegaskipa. Hlífa grænu svæðunum í borginni. Og hætta að vera með borgarstjórabíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Svo eitthvað sé nefnt. Matur barna skiptir máli. Ég hefði frekar viljað sjá tillögur um að bæta skólamat frekar en að skerða hann. Hafa val. En svona getur langseta í borgarstjórn leitt hið ágætasta fólk út á forað forræðishyggjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Skóla - og menntamál Vegan Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa verið lengi við völd verða oft værukærir. Hlusta helst á viðhlæjendur. Telja sig ekki þurfa að hlusta á kjósendur og upplýsa þá sem minnst. Vilja frekar hafa vit fyrir fólki. Borgarstjóri hefur verið 17 ár í borgarstjórn. Það er langur tími. Það er kannski engin tilviljun að lítið samráð er haft þegar farið er í framkvæmdir. Hverfisgatan er því miður ekki einsdæmi um vinnubrögðin. Lítið er hlustað þegar skattar og gjöld íþyngja fólki og rekstraraðilum svo margir þurfa að hætta starfsemi. Í stað þess að bæta strætó er lögð áhersla á þrengingar til að þvinga fólk til að breyta um ferðamáta. Ég trúi frekar á að gefa fólki valkost. Bæta þjónustuna. Og svo er þrengt að náttúrunni. Búið er að skipuleggja atvinnustarfsemi í Elliðaárdalnum, þrátt fyrir mótmæli íbúanna. Fyrirhugað er í skipulagi að byggja blokkir efst í Laugardalnum. Og lítið bólar á orkuskiptum fyrir farþegaskipin sem menga hressilega.Skerða skólamatinn Nýjasta útspilið er svo að „minnka framboð dýraafurða verulega“ fyrir skólabörn, eins og oddviti VG orðaði það. Skerða þannig skólamatinn. Skyr, fiskur, ostur, kjöt og egg eru dýraafurðir. Af hverju í ósköpunum vill meirihlutinn í borgarstjórn þetta? Jú, það er til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þá þarf að flytja inn grænmeti og ávexti í staðinn með flugi og skipum. Væri ekki nær að líta sér nær? Bjóða börnunum hollan og fjölbreyttan mat í skólunum? Og ef við viljum í alvöru vera umhverfisvæn. Þá eigum við að auðvelda rafbílavæðingu. Minnka losun farþegaskipa. Hlífa grænu svæðunum í borginni. Og hætta að vera með borgarstjórabíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Svo eitthvað sé nefnt. Matur barna skiptir máli. Ég hefði frekar viljað sjá tillögur um að bæta skólamat frekar en að skerða hann. Hafa val. En svona getur langseta í borgarstjórn leitt hið ágætasta fólk út á forað forræðishyggjunnar.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar