Mikilvægt skref fyrir leikjaiðnað Vignir Örn Guðmundsson skrifar 29. ágúst 2019 09:15 Samtök leikjaframleiðenda fagna því að nú sé hafið nám í tölvuleikjagerð í nýjum menntaskóla Keilis á Ásbrú. Nám í tölvuleikjagerð á framhaldsskólastigi hefur verið áherslumál hjá samtökunum í nokkur ár og munu samtökin veita faglega ráðgjöf við framkvæmd námsins. Námið gerir nemendum kleift að komast í tæri við fjölbreytt viðfangsefni tölvuleikjagerðar og öðlast grundvallarfærni í faginu fyrr á lífsleiðinni. Mikil aðsókn var í námið og komust færri að en vildu, alls 45 nemendur. Það er ekki að ástæðulausu að nemendur sýni tölvuleikjagerð og leikjaiðnaði áhuga. Á alþjóðavísu veltir leikjaiðnaður í dag meira en kvikmyndaiðnaður og tónlistariðnaður til samans, um 43,8 milljörðum Bandaríkjadollara eða rúmlega 5.000 milljörðum króna. Tölvuleikir leika því stærsta hlutverkið í afþreyingariðnaði, sérstaklega hjá upprennandi kynslóðum. Mikil gróska hefur verið í íslenskum leikjaiðnaði síðastliðinn áratug. Fjöldi virkra leikjafyrirtækja á Íslandi hefur farið úr 5 í 19 á síðustu 10 árum. Í leikjaiðnaði starfa yfir 300 manns. Leikjaiðnaður er einstaklega hagrænn og skapandi iðnaður sem gengur ekki á auðlindir, byggir alfarið á hugviti, þarfnast fjölbreytts vinnuafls, býður há laun fyrir hæft starfsfólk og tekur nánast alla sína veltu erlendis frá, eða um 98% að meðaltali síðustu 10 ár. Nám í tölvuleikjagerð á framhaldsskólastigi er því sannarlega liður í að styrkja stoðir og grasrót leikjaiðnaðar hér á landi. Samtök leikjaframleiðenda vilja koma á framfæri þakklæti til forsvarsmanna menntaskóla Keilis á Ásbrú fyrir eljusemi og þrek í að koma brautinni á laggirnar. Kerfið sagði nei í nokkur ár, en með nýrri forystu í menntamálum á Íslandi opnuðust dyr fyrir framsækið nám sem mætir eftirspurn hjá bæði nemendum og atvinnulífi. Samtökin vilja því færa Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sérstakar þakkir fyrir að taka af skarið og láta námið verða að veruleika. Það er til marks um opinn hug og sýn ráðherra á hugvitsdrifnar náms- og atvinnugreinar.Höfundur er formaður Samtaka leikjaframleiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rafíþróttir Tækni Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Sjá meira
Samtök leikjaframleiðenda fagna því að nú sé hafið nám í tölvuleikjagerð í nýjum menntaskóla Keilis á Ásbrú. Nám í tölvuleikjagerð á framhaldsskólastigi hefur verið áherslumál hjá samtökunum í nokkur ár og munu samtökin veita faglega ráðgjöf við framkvæmd námsins. Námið gerir nemendum kleift að komast í tæri við fjölbreytt viðfangsefni tölvuleikjagerðar og öðlast grundvallarfærni í faginu fyrr á lífsleiðinni. Mikil aðsókn var í námið og komust færri að en vildu, alls 45 nemendur. Það er ekki að ástæðulausu að nemendur sýni tölvuleikjagerð og leikjaiðnaði áhuga. Á alþjóðavísu veltir leikjaiðnaður í dag meira en kvikmyndaiðnaður og tónlistariðnaður til samans, um 43,8 milljörðum Bandaríkjadollara eða rúmlega 5.000 milljörðum króna. Tölvuleikir leika því stærsta hlutverkið í afþreyingariðnaði, sérstaklega hjá upprennandi kynslóðum. Mikil gróska hefur verið í íslenskum leikjaiðnaði síðastliðinn áratug. Fjöldi virkra leikjafyrirtækja á Íslandi hefur farið úr 5 í 19 á síðustu 10 árum. Í leikjaiðnaði starfa yfir 300 manns. Leikjaiðnaður er einstaklega hagrænn og skapandi iðnaður sem gengur ekki á auðlindir, byggir alfarið á hugviti, þarfnast fjölbreytts vinnuafls, býður há laun fyrir hæft starfsfólk og tekur nánast alla sína veltu erlendis frá, eða um 98% að meðaltali síðustu 10 ár. Nám í tölvuleikjagerð á framhaldsskólastigi er því sannarlega liður í að styrkja stoðir og grasrót leikjaiðnaðar hér á landi. Samtök leikjaframleiðenda vilja koma á framfæri þakklæti til forsvarsmanna menntaskóla Keilis á Ásbrú fyrir eljusemi og þrek í að koma brautinni á laggirnar. Kerfið sagði nei í nokkur ár, en með nýrri forystu í menntamálum á Íslandi opnuðust dyr fyrir framsækið nám sem mætir eftirspurn hjá bæði nemendum og atvinnulífi. Samtökin vilja því færa Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sérstakar þakkir fyrir að taka af skarið og láta námið verða að veruleika. Það er til marks um opinn hug og sýn ráðherra á hugvitsdrifnar náms- og atvinnugreinar.Höfundur er formaður Samtaka leikjaframleiðenda.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun