Feigir fossar í Eyvindarfirði Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 29. ágúst 2019 08:30 Eyvindarfjörður er fallegur fjörður á Ströndum, beint norður af Ófeigsfirði og skammt frá Drangaskörðum. Innst í firðinum var aldrei búið, enda undirlendi lítið, en utar undir Drangavíkurfjalli er gamalt eyðibýli. Í Landnámabók segir að fjörðurinn sé kenndur við landnámsmanninn Eyvind Herröðarson, en bræður hans námu land aðeins sunnar í Ófeigsfirði og Ingólfsfirði, sem eru ekki síður fallegir firðir. Helsta djásn Eyvindarfjarðar er Eyvindarfjarðará sem á upptök sín í blátærum vötnum sunnan Drangajökuls. Í henni eru tugir fossa sem eru hver öðrum glæsilegri, en þeir neðstu, Eyvindarfjarðarárfossar, þykja tilkomumestir. Yfir þessa einstöku fossaröð eru tvær göngubrýr sem auðvelda göngu að Drangaskörðum. Þeir sjást einnig vel af sjó en þegar vatnið steypist niður hörð berglögin minnir fossakeðjan helst á hvítan blævæng sem glatt hefur sjómenn svo öldum skiptir.Úr fjarlægð líkjast Eyvindarfjarðarárfossar hvítri blæju. Mynd/ÓMBÞað er ógleymanlegt að skoða Eyvindarfjarðarárfossa í návígi og finna hvernig undirlagið hristist undan vatnsflaumnum. Fuglalíf og rekaviðardrumbar við ósinn auka síðan enn frekar á upplifunina. Eyvindarfjörður á sér flókna sögu en árið 1787 fórst verslunarskipið Fortuna í firðinum með manni og mús. Skolaði ýmsum varningi á land sem spilltur sýslumaður að nafni Halldór Jakobsson bauð upp undir áhrifum, enda töluvert af strandgóssinu brennivín. Seldi hann sjálfum sér ýmsan varning úr strandinu á kostakjörum og var vikið úr embætti í kjölfarið.Kyrrð og ótrúleg náttúrufegurð einkennir botn Eyvindarfjarðar – enda fjörðurinn afskekktur. Mynd/TGNæsta áfall í sögu Eyvindarfjarðar var þegar hann var seldur ítölskum barón fyrir slikk árið 2006, en sá sagðist ætla að byggja sér þar sumarbústað. Í staðinn seldi hann stuttu síðar VesturVerki og síðar HS Orku vatnsréttindin í Eyvindarfjarðará, sem gerði fyrirtækjunum kleift að stækka fyrirhugaða Hvalárvirkjun úr 35 MW í 55MW. Um leið voru tugir stórkostlegra fossa leiddir í gálgann því verði af virkjun munu þeir allir þurrkast upp. Í Eyvindarfjörð verður aðeins komist gangandi eða á báti. Frá bílastæðinu við Hvalárfossa er um dagsferð að ræða fram og til baka en við mælum með að taka með tjald, gista við ósinn og ganga þaðan upp og niður með fossunum. Þetta eru ósnortin víðerni eins og þau gerast best – víðerni sem vonandi fá að vera í friði um ókomnar aldir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árneshreppur Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Eyvindarfjörður er fallegur fjörður á Ströndum, beint norður af Ófeigsfirði og skammt frá Drangaskörðum. Innst í firðinum var aldrei búið, enda undirlendi lítið, en utar undir Drangavíkurfjalli er gamalt eyðibýli. Í Landnámabók segir að fjörðurinn sé kenndur við landnámsmanninn Eyvind Herröðarson, en bræður hans námu land aðeins sunnar í Ófeigsfirði og Ingólfsfirði, sem eru ekki síður fallegir firðir. Helsta djásn Eyvindarfjarðar er Eyvindarfjarðará sem á upptök sín í blátærum vötnum sunnan Drangajökuls. Í henni eru tugir fossa sem eru hver öðrum glæsilegri, en þeir neðstu, Eyvindarfjarðarárfossar, þykja tilkomumestir. Yfir þessa einstöku fossaröð eru tvær göngubrýr sem auðvelda göngu að Drangaskörðum. Þeir sjást einnig vel af sjó en þegar vatnið steypist niður hörð berglögin minnir fossakeðjan helst á hvítan blævæng sem glatt hefur sjómenn svo öldum skiptir.Úr fjarlægð líkjast Eyvindarfjarðarárfossar hvítri blæju. Mynd/ÓMBÞað er ógleymanlegt að skoða Eyvindarfjarðarárfossa í návígi og finna hvernig undirlagið hristist undan vatnsflaumnum. Fuglalíf og rekaviðardrumbar við ósinn auka síðan enn frekar á upplifunina. Eyvindarfjörður á sér flókna sögu en árið 1787 fórst verslunarskipið Fortuna í firðinum með manni og mús. Skolaði ýmsum varningi á land sem spilltur sýslumaður að nafni Halldór Jakobsson bauð upp undir áhrifum, enda töluvert af strandgóssinu brennivín. Seldi hann sjálfum sér ýmsan varning úr strandinu á kostakjörum og var vikið úr embætti í kjölfarið.Kyrrð og ótrúleg náttúrufegurð einkennir botn Eyvindarfjarðar – enda fjörðurinn afskekktur. Mynd/TGNæsta áfall í sögu Eyvindarfjarðar var þegar hann var seldur ítölskum barón fyrir slikk árið 2006, en sá sagðist ætla að byggja sér þar sumarbústað. Í staðinn seldi hann stuttu síðar VesturVerki og síðar HS Orku vatnsréttindin í Eyvindarfjarðará, sem gerði fyrirtækjunum kleift að stækka fyrirhugaða Hvalárvirkjun úr 35 MW í 55MW. Um leið voru tugir stórkostlegra fossa leiddir í gálgann því verði af virkjun munu þeir allir þurrkast upp. Í Eyvindarfjörð verður aðeins komist gangandi eða á báti. Frá bílastæðinu við Hvalárfossa er um dagsferð að ræða fram og til baka en við mælum með að taka með tjald, gista við ósinn og ganga þaðan upp og niður með fossunum. Þetta eru ósnortin víðerni eins og þau gerast best – víðerni sem vonandi fá að vera í friði um ókomnar aldir.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun