Í siðuðum samfélögum Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 08:30 Ég trúi á reglu, venju og vana. Sumt er bara eins og það er. Hver og ein sósa á til dæmis ýmist heima undir eða yfir pylsunni samkvæmt fastmótaðri hefð. Um daginn varð ég samt fyrir því að fá pylsu þar sem sinnepið var undir. Verandi vönduð (og íslensk) tók ég ekki samtalið en hugsaði mitt. Sinnepið undir er auðvitað hreint og klárt siðrof. Síðan hefur hugurinn eðlilega verið við spurninguna: „Hvað næst?“ Mitt framlag í þágu reglu, venju og hins siðaða samfélags er þess vegna eftirfarandi: 1. Flugvellir. Öryggisleit á flugvöllum er alltaf eins. Alltaf. Fólk sem fattar fremst í röðinni að það er með tölvu á botni töskunnar og öll önnur hugsanleg raftæki og tösku stútfulla af drykkjum, sem það þarf að drekka úr við öryggishliðið, á að vera í farbanni. 2. Sundlaugar. Ef það eru margir skápar lausir í klefanum ekki velja skáp við hliðina á næstu manneskju. 3. Ísbúð. Siðað fólk veit hvernig ís/bragðaref það vill. Ekki byrja fyrst að hugsa málið þegar komið er að þér eða spyrja um alla valkosti með hálftíma röð fyrir aftan þig. 4. Fundir. Það er óskiljanlegt að bjóða upp á kaffi og sykur en ekki mjólk. Enginn notar sykur. 5. Ráðstefnur. Ef þú varst ekki beðinn um að halda erindi eða sitja í pallborði ekki þá halda fyrirlestur úr sal (hæ, hálf lögmannastéttin). 6. Almenn virðing á heimilum. Eiga súkkulaði handa konum með tíðir. 7. Þvaglát. Ef þú pissar eins og garðúðari ekki nota almenningssalerni. 8. Að lokum er hjartans mál sem ég gef mér að ný stjórnarskrá hljóti að taka á: Ekki segja öðrum hvað þig dreymdi í nótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég trúi á reglu, venju og vana. Sumt er bara eins og það er. Hver og ein sósa á til dæmis ýmist heima undir eða yfir pylsunni samkvæmt fastmótaðri hefð. Um daginn varð ég samt fyrir því að fá pylsu þar sem sinnepið var undir. Verandi vönduð (og íslensk) tók ég ekki samtalið en hugsaði mitt. Sinnepið undir er auðvitað hreint og klárt siðrof. Síðan hefur hugurinn eðlilega verið við spurninguna: „Hvað næst?“ Mitt framlag í þágu reglu, venju og hins siðaða samfélags er þess vegna eftirfarandi: 1. Flugvellir. Öryggisleit á flugvöllum er alltaf eins. Alltaf. Fólk sem fattar fremst í röðinni að það er með tölvu á botni töskunnar og öll önnur hugsanleg raftæki og tösku stútfulla af drykkjum, sem það þarf að drekka úr við öryggishliðið, á að vera í farbanni. 2. Sundlaugar. Ef það eru margir skápar lausir í klefanum ekki velja skáp við hliðina á næstu manneskju. 3. Ísbúð. Siðað fólk veit hvernig ís/bragðaref það vill. Ekki byrja fyrst að hugsa málið þegar komið er að þér eða spyrja um alla valkosti með hálftíma röð fyrir aftan þig. 4. Fundir. Það er óskiljanlegt að bjóða upp á kaffi og sykur en ekki mjólk. Enginn notar sykur. 5. Ráðstefnur. Ef þú varst ekki beðinn um að halda erindi eða sitja í pallborði ekki þá halda fyrirlestur úr sal (hæ, hálf lögmannastéttin). 6. Almenn virðing á heimilum. Eiga súkkulaði handa konum með tíðir. 7. Þvaglát. Ef þú pissar eins og garðúðari ekki nota almenningssalerni. 8. Að lokum er hjartans mál sem ég gef mér að ný stjórnarskrá hljóti að taka á: Ekki segja öðrum hvað þig dreymdi í nótt.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar