Fögnuðu sæti í Meistaradeildinni með umdeildum hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2019 22:30 Stuðningsmenn upp á skriðdrekanum fyrir leikinn. Getty/Srdjan Stevanovic Rauða Stjarnan frá Belgrad tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær eftir 1-1 jafntefli í seinni leik sínum á móti Young Boys frá Sviss. Rauða Stjarnan verður því í pottinum með liðum eins og Barcelona, Liverpool, Manchester City, Real Madrid og Paris Saint Germain þegar dregið verður á morgun. Það var smá stress hjá leikmönnum Rauðu Stjörnunnar í lok leiksins í gærkvöldi eftir að Young Boys jafnaði metin í 1-1 og Serbarnir voru auk þess orðnir tíu á móti ellefu. Rauða Stjarnan hélt út stuðningsmönnum þeirra til mikillar ánægju en liðið fór áfram á fleirum mörkum skoruðum á útivelli. Stuðningsmenn Rauðu Stjörnunnar buðu upp á nýjung fyrir þennan mikilvæga leik. Þeir mættu nefnilega með skriðdreka á svæðið og stilltu honum upp við þann enda vallarins sem hörðustu stuðningsmenn félagsins halda hópinn. Þeir eru kallaðir Delije strákar eða hörðu strákarnir og standa svo sannarlega undir nafni. Þetta bauð líka upp á ákveðin en um leið umdeild fagnaðarlæti hjá stuðningsmönnum Rauðu Stjörnunnar sem fögnuðu upp á skriðdrekanum eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan.Red Star players celebrated qualifying for the Champions League by riding on an armoured vehicle. pic.twitter.com/WzEVhBS8Fe — ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2019Skriðdrekinn tók þátt í Júgóslavíu stríðinu og forráðamenn Rauðu Stjörnunnar voru harðlega gagnrýndir fyrir að leyfa þetta uppátæki ekki síst frá fólki frá nágrannaríkjunum Króatíu og Bosníu sem fóru mjög illa út úr stríðinu við Serba. Blaðamenn í Króatíu skrifuðu meðal annars um að þetta væri hrein og klár ögrun og skandall og kölluðu eftir aðgerðum frá UEFA. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Rauða Stjarnan frá Belgrad tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær eftir 1-1 jafntefli í seinni leik sínum á móti Young Boys frá Sviss. Rauða Stjarnan verður því í pottinum með liðum eins og Barcelona, Liverpool, Manchester City, Real Madrid og Paris Saint Germain þegar dregið verður á morgun. Það var smá stress hjá leikmönnum Rauðu Stjörnunnar í lok leiksins í gærkvöldi eftir að Young Boys jafnaði metin í 1-1 og Serbarnir voru auk þess orðnir tíu á móti ellefu. Rauða Stjarnan hélt út stuðningsmönnum þeirra til mikillar ánægju en liðið fór áfram á fleirum mörkum skoruðum á útivelli. Stuðningsmenn Rauðu Stjörnunnar buðu upp á nýjung fyrir þennan mikilvæga leik. Þeir mættu nefnilega með skriðdreka á svæðið og stilltu honum upp við þann enda vallarins sem hörðustu stuðningsmenn félagsins halda hópinn. Þeir eru kallaðir Delije strákar eða hörðu strákarnir og standa svo sannarlega undir nafni. Þetta bauð líka upp á ákveðin en um leið umdeild fagnaðarlæti hjá stuðningsmönnum Rauðu Stjörnunnar sem fögnuðu upp á skriðdrekanum eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan.Red Star players celebrated qualifying for the Champions League by riding on an armoured vehicle. pic.twitter.com/WzEVhBS8Fe — ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2019Skriðdrekinn tók þátt í Júgóslavíu stríðinu og forráðamenn Rauðu Stjörnunnar voru harðlega gagnrýndir fyrir að leyfa þetta uppátæki ekki síst frá fólki frá nágrannaríkjunum Króatíu og Bosníu sem fóru mjög illa út úr stríðinu við Serba. Blaðamenn í Króatíu skrifuðu meðal annars um að þetta væri hrein og klár ögrun og skandall og kölluðu eftir aðgerðum frá UEFA.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira