Harðlínudeild Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 07:00 Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa alveg sérstaklega ástæðu til að fagna. Þeir þurfa ekki lengur að beita sér af hörku gegn þessum stærsta flokki landsins. Sjálfstæðismenn hafa sjálfir tekið það verk að sér. Það er ekki sérlega algengt að Sjálfstæðismenn urri og bíti hverjir aðra. Nú er það hins vegar nær daglegt brauð. Gamlir og þrautreyndir flokkshestar, sem hafa óbeit á Evrópusambandinu og tortryggja flokksforystuna, hafa farið hamförum vegna þriðja orkupakkans, máls sem engin ástæða er til að æsa sig út af. Ekki þýðir þó að segja þeim það, þeir eru í svo miklum ham að þeir taka ekki rökum. Þessi hópur samanstendur aðallega af eldri karlmönnum, með mikla valdaþörf. Svo sannarlega leiðist þeim ekki að vera í sviðsljósinu. Þeir hafa hátt og finnst greinilega gaman að hlusta á sjálfa sig. Hvað eftir annað þylja þeir rangfærslur sínar um þriðja orkupakkann og banda óþolinmóðir frá sér staðreyndum sem velviljað fólk reynir að ota að þeim. Það er stórmerkilegt fyrir utanaðkomandi að fylgjast með mönnum, sem greinilega telja það sáluhjálparatriði fyrir þjóðina að Sjálfstæðisflokkurinn sé við völd, leggja jafn mikið á sig og raun ber vitni til að skaða eigin flokk. Pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, sem eru fjölmargir hér á landi, fylgjast spenntir með. Það er notaleg tilbreyting fyrir þá að leyfa Sjálfstæðismönnum sjálfum að djöflast í eigin flokksforystu. Þarna er sannarlega verið að taka af þeim ómakið. Merkilegt er svo til þess að vita að harðlínuöflin í Sjálfstæðisflokknum skuli hvað eftir annað sjá ástæðu til að gera lítið úr konum sem gegna ábyrgðarstöðum innan flokksins, ráðherranum Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og ritara flokksins Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Þetta eru vitanlega sömu öflin sem hröktu Evrópusinna úr flokknum á sínum tíma. Sjálfstæðisflokkurinn hafði ekki pláss fyrir þannig þenkjandi fólk – sem er einkennilegt þegar í hlut á flokkur sem sækist eftir því að vera stærsti flokkur landsins. Enginn ætti að efast um að Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna eiga hugmyndafræðilega meira sameiginlegt með forystu Viðreisnar en forystu Miðflokksins sem afturhaldsöflin í Sjálfstæðisflokknum eru stöðugt að viðra sig upp við. Það var ekki pláss fyrir Evrópusinna í Sjálfstæðisflokknum en þar er nægt rými fyrir fólk sem aðhyllist hugmyndafræði Donalds Trump og félaga. Það getur ekki verið auðvelt fyrir frjálslynda fólkið í Sjálfstæðisflokknum að horfa upp á þessi öfl reyna að yfirtaka flokkinn. Mun flokksforysta Sjálfstæðisflokksins þola álagið og halda áherslum sínum eða fara á taugum? Baráttan heldur áfram og áhugafólk um pólitík fylgist spennt með, en um leið nokkuð furðu lostið. Enda stórmerkilegt að sjá Sjálfstæðismenn úr harðlínudeild flokksins í ofsafullum leiðangri gegn sínum eigin flokki. Óneitanlega koma upp í hugann hin fleygu orð snillingsins Oscars Wilde: „Allir deyða yndi sitt.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa alveg sérstaklega ástæðu til að fagna. Þeir þurfa ekki lengur að beita sér af hörku gegn þessum stærsta flokki landsins. Sjálfstæðismenn hafa sjálfir tekið það verk að sér. Það er ekki sérlega algengt að Sjálfstæðismenn urri og bíti hverjir aðra. Nú er það hins vegar nær daglegt brauð. Gamlir og þrautreyndir flokkshestar, sem hafa óbeit á Evrópusambandinu og tortryggja flokksforystuna, hafa farið hamförum vegna þriðja orkupakkans, máls sem engin ástæða er til að æsa sig út af. Ekki þýðir þó að segja þeim það, þeir eru í svo miklum ham að þeir taka ekki rökum. Þessi hópur samanstendur aðallega af eldri karlmönnum, með mikla valdaþörf. Svo sannarlega leiðist þeim ekki að vera í sviðsljósinu. Þeir hafa hátt og finnst greinilega gaman að hlusta á sjálfa sig. Hvað eftir annað þylja þeir rangfærslur sínar um þriðja orkupakkann og banda óþolinmóðir frá sér staðreyndum sem velviljað fólk reynir að ota að þeim. Það er stórmerkilegt fyrir utanaðkomandi að fylgjast með mönnum, sem greinilega telja það sáluhjálparatriði fyrir þjóðina að Sjálfstæðisflokkurinn sé við völd, leggja jafn mikið á sig og raun ber vitni til að skaða eigin flokk. Pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, sem eru fjölmargir hér á landi, fylgjast spenntir með. Það er notaleg tilbreyting fyrir þá að leyfa Sjálfstæðismönnum sjálfum að djöflast í eigin flokksforystu. Þarna er sannarlega verið að taka af þeim ómakið. Merkilegt er svo til þess að vita að harðlínuöflin í Sjálfstæðisflokknum skuli hvað eftir annað sjá ástæðu til að gera lítið úr konum sem gegna ábyrgðarstöðum innan flokksins, ráðherranum Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og ritara flokksins Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Þetta eru vitanlega sömu öflin sem hröktu Evrópusinna úr flokknum á sínum tíma. Sjálfstæðisflokkurinn hafði ekki pláss fyrir þannig þenkjandi fólk – sem er einkennilegt þegar í hlut á flokkur sem sækist eftir því að vera stærsti flokkur landsins. Enginn ætti að efast um að Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna eiga hugmyndafræðilega meira sameiginlegt með forystu Viðreisnar en forystu Miðflokksins sem afturhaldsöflin í Sjálfstæðisflokknum eru stöðugt að viðra sig upp við. Það var ekki pláss fyrir Evrópusinna í Sjálfstæðisflokknum en þar er nægt rými fyrir fólk sem aðhyllist hugmyndafræði Donalds Trump og félaga. Það getur ekki verið auðvelt fyrir frjálslynda fólkið í Sjálfstæðisflokknum að horfa upp á þessi öfl reyna að yfirtaka flokkinn. Mun flokksforysta Sjálfstæðisflokksins þola álagið og halda áherslum sínum eða fara á taugum? Baráttan heldur áfram og áhugafólk um pólitík fylgist spennt með, en um leið nokkuð furðu lostið. Enda stórmerkilegt að sjá Sjálfstæðismenn úr harðlínudeild flokksins í ofsafullum leiðangri gegn sínum eigin flokki. Óneitanlega koma upp í hugann hin fleygu orð snillingsins Oscars Wilde: „Allir deyða yndi sitt.“
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar