Rekstur Símans stöðugur en hagnaður minnkar lítillega Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2019 19:00 Tekjur félagsins lækkuðu einnig lítillega milli ára Vísir/Hanna Tekjur Símans á öðrum ársfjórðungi 2019 lækkuðu um 0,5% samanborið við sama tímabil í fyrra og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) jókst um 9,1%. Hagnaður félagsins lækkaði úr 853 í 798 milljónir króna milli ára. Þetta er meðal helstu niðurstaða úr nýjasta árshlutareikningi Símans en tilkynning þess efnis barst kauphöllinni frá félaginu fyrr í dag. Tekjur á öðrum ársfjórðungi félagsins árið 2019 námu 7.115 milljónum króna samanborið við 7.153 milljónir króna á sama tímabili 2018 og lækkuðu því eins og fyrr segir um 0,5% milli tímabila. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 2.602 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2019 samanborið við 2.386 milljónir króna á sama tímabili 2018 og hækkar því um 216 milljónir króna eða 9,1% frá sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfallið er 36,6% fyrir annan ársfjórðung 2019 en var 33,4% á sama tímabili 2018. Að teknu tilliti til breytinga vegna IFRS 16 reikningsskilastaðalsins þá nam EBITDA á öðrum ársfjórðungi í fyrra 2.581 milljónum króna og EBITDA hlutfall var 36,1%. Hagnaður á ársfjórðungnum nam 798 milljónum króna samanborið við 853 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var eiginfjárhlutfall Símans hf. 56,3% í lok ársfjórðungsins 2019 og eigið fé 36,3 milljarðar króna. Þess má geta að samanburðarfjárhæðir á öðrum ársfjórðungi 2018 hafa verið uppfærðar í samræmi við breytta meðhöndlun á sýningarrétti sjónvarpsefnis. „Við erum sátt við uppgjörið og þann stöðuga og fyrirsjáanlega rekstur sem þar gefur að líta. EBITDA eykst miðað við sama fjórðung í fyrra auk þess sem myndarleg aukning er í EBITDA frá fyrsta fjórðungi þessa árs, en sá fjórðungur var undir væntingum af ýmsum sökum. Launahækkanir kjarasamninganna komu til framkvæmda við upphaf annars ársfjórðungs og því er mikilvægt að launakostnaður samstæðunnar er lægri á þessum fjórðungi í ár en á sama tímabili í fyrra. Áframhaldandi aðgerðir til að draga úr kostnaði, eins og þær sem var ráðist í við upphaf þessa árs, eru lykilþáttur í að ná fram slíkum sparnaði,“ er haft eftir Orra Haukssyni, forstjóra Símans í tilkynningu til kauphallarinnar. Fjarskipti Markaðir Tengdar fréttir Snarhækka verðmat sitt á Símanum Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Símanum um tólf prósent frá því í desember í fyrra og metur nú gengi hlutabréfa í fjarskiptafélaginu á 5,2 krónur á hlut. 10. júlí 2019 07:00 Incrementum með um eitt prósent í Símanum Fjárfestingafélagið Incrementum, sem er stýrt af viðskiptafélögunum Ívari Guðjónssyni, Baldvini Valtýssyni og Smára Rúnari Þorvaldssyni, hefur að undanförnu staðið að fjárfestingum í Símanum og nemur markaðsvirði hlutar félagsins nú um 350 milljónum króna. 26. júní 2019 07:30 Stoðir bæta við hlut sinn í Símanum Stoðir hafa bætt við sig í Símanum með kaupum á um 1,4 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu að virði um 570 milljónir króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa félagsins. 3. júlí 2019 07:45 Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Sjá meira
Tekjur Símans á öðrum ársfjórðungi 2019 lækkuðu um 0,5% samanborið við sama tímabil í fyrra og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) jókst um 9,1%. Hagnaður félagsins lækkaði úr 853 í 798 milljónir króna milli ára. Þetta er meðal helstu niðurstaða úr nýjasta árshlutareikningi Símans en tilkynning þess efnis barst kauphöllinni frá félaginu fyrr í dag. Tekjur á öðrum ársfjórðungi félagsins árið 2019 námu 7.115 milljónum króna samanborið við 7.153 milljónir króna á sama tímabili 2018 og lækkuðu því eins og fyrr segir um 0,5% milli tímabila. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 2.602 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2019 samanborið við 2.386 milljónir króna á sama tímabili 2018 og hækkar því um 216 milljónir króna eða 9,1% frá sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfallið er 36,6% fyrir annan ársfjórðung 2019 en var 33,4% á sama tímabili 2018. Að teknu tilliti til breytinga vegna IFRS 16 reikningsskilastaðalsins þá nam EBITDA á öðrum ársfjórðungi í fyrra 2.581 milljónum króna og EBITDA hlutfall var 36,1%. Hagnaður á ársfjórðungnum nam 798 milljónum króna samanborið við 853 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var eiginfjárhlutfall Símans hf. 56,3% í lok ársfjórðungsins 2019 og eigið fé 36,3 milljarðar króna. Þess má geta að samanburðarfjárhæðir á öðrum ársfjórðungi 2018 hafa verið uppfærðar í samræmi við breytta meðhöndlun á sýningarrétti sjónvarpsefnis. „Við erum sátt við uppgjörið og þann stöðuga og fyrirsjáanlega rekstur sem þar gefur að líta. EBITDA eykst miðað við sama fjórðung í fyrra auk þess sem myndarleg aukning er í EBITDA frá fyrsta fjórðungi þessa árs, en sá fjórðungur var undir væntingum af ýmsum sökum. Launahækkanir kjarasamninganna komu til framkvæmda við upphaf annars ársfjórðungs og því er mikilvægt að launakostnaður samstæðunnar er lægri á þessum fjórðungi í ár en á sama tímabili í fyrra. Áframhaldandi aðgerðir til að draga úr kostnaði, eins og þær sem var ráðist í við upphaf þessa árs, eru lykilþáttur í að ná fram slíkum sparnaði,“ er haft eftir Orra Haukssyni, forstjóra Símans í tilkynningu til kauphallarinnar.
Fjarskipti Markaðir Tengdar fréttir Snarhækka verðmat sitt á Símanum Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Símanum um tólf prósent frá því í desember í fyrra og metur nú gengi hlutabréfa í fjarskiptafélaginu á 5,2 krónur á hlut. 10. júlí 2019 07:00 Incrementum með um eitt prósent í Símanum Fjárfestingafélagið Incrementum, sem er stýrt af viðskiptafélögunum Ívari Guðjónssyni, Baldvini Valtýssyni og Smára Rúnari Þorvaldssyni, hefur að undanförnu staðið að fjárfestingum í Símanum og nemur markaðsvirði hlutar félagsins nú um 350 milljónum króna. 26. júní 2019 07:30 Stoðir bæta við hlut sinn í Símanum Stoðir hafa bætt við sig í Símanum með kaupum á um 1,4 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu að virði um 570 milljónir króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa félagsins. 3. júlí 2019 07:45 Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Sjá meira
Snarhækka verðmat sitt á Símanum Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Símanum um tólf prósent frá því í desember í fyrra og metur nú gengi hlutabréfa í fjarskiptafélaginu á 5,2 krónur á hlut. 10. júlí 2019 07:00
Incrementum með um eitt prósent í Símanum Fjárfestingafélagið Incrementum, sem er stýrt af viðskiptafélögunum Ívari Guðjónssyni, Baldvini Valtýssyni og Smára Rúnari Þorvaldssyni, hefur að undanförnu staðið að fjárfestingum í Símanum og nemur markaðsvirði hlutar félagsins nú um 350 milljónum króna. 26. júní 2019 07:30
Stoðir bæta við hlut sinn í Símanum Stoðir hafa bætt við sig í Símanum með kaupum á um 1,4 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu að virði um 570 milljónir króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa félagsins. 3. júlí 2019 07:45