Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Birgir Olgeirsson skrifar 27. ágúst 2019 13:55 Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. Vísir/Vilhelm Mosfellingar eru orðnir langþreyttir á þungri umferð frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur. Greindu margir frá því í samfélagsmiðlum að það hafi tekið um 60 mínútur að ferðast leið sem tekur um tólf mínútur þegar umferð er ekki eins þung. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir fyrstu vikur skólanna vera verstu daga ársins en í bígerð sé 110 milljarða króna samkomulag sem eiga að fara í samgöngumál. Mosfellingar eiga sér umræðuvettvang á Facebook þar sem þeir ræða málefni bæjarfélagsins sín á milli. Þar mynduðust nokkuð heitar umræður um umferðina í morgun. Einn sem blandaði sér í málið sagðist vera nýfluttur til Mosfellsbæjar og furðaði sig á því hversu langan tíma tók að komast til vinnu í morgun. Spurði hann hreinlega hvort þetta teldist eðlilegt. Ekki stóð á svörum, umferðin þegar skólar byrja er mun þyngri og þyngist þegar færðin versnar í vetur. Annar sagðist hafa verið í 65 mínútur á leiðinni úr Mosfellsbæ og niður á Höfða, eitthvað sem tekur hann vanalega 12 mínútur. Er kallað eftir því að fleiri nýti sér almenningssamgöngur til að létta á umferðinni, margir myndu vilja nota borgarlínu en hún ekki í boði sem stendur. Er kallað eftir aðgerðum frá yfirvöldum í Reykjavík, Mosfellsbæ og nágrannabyggðum á borð við Akranes en ansi margir þar sækja borgina á hverjum degi vegna vinnu eða skóla. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir í samtali við Vísi að mikið samstarf hafi verið á milli sveitarfélaga að undanförnu varðandi samgöngumál. Í bígerð sé samkomulag á milli ríkisins og sveitarfélaganna um að setja 110 milljarða í samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu næstu tíu árin.Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.Á sú upphæð að renna í almenningssamgöngur og endurbætur vega. Haraldur segir Mosfellinga hafa lengi kallað eftir því að tvöföldun á Vesturlandsveginum á milli Reykjavegs og Langatanga verði lokið. Til stendur að fara í útboð á þeim kafla. „En það hefur ekki hjálpað þessu fólki sem beið í Ártúnsbrekkunni í morgun,“ segir Haraldur. Hann segir umferðina afar þunga þessa fyrstu daga þegar skólar byrja. Margir skutli nemendum í skóla þessa fyrstu daga en svo dregur úr því eftir því sem líður á haustið. Bæta þurfi þó samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu en Haraldur segir það helst gerast með því að bæta almenningssamgöngur og ráðast í vegaframkvæmdir. „Borgarlínan mun hjálpa til við það og það þarf að laga stofnvegi,“ segir Haraldur. Stofnvegirnir sem hann vísar til eru Miklabraut, Vesturlandsvegurinn og Reykjanesbrautin, þar myndist mestu teppurnar. Spurður hvort að það komi til greina af hálfu sveitarfélaganna að bjóða frítt í strætó þessa fyrstu daga skóla efast Haraldur um að það myndi einhverju breyta. Það sé ekki það dýrt í strætó í dag. „Strætó þarf líka að komast leiða sinna. Með borgarlínunni kemst hann leiða sinna á sérstakri akrein og þarf því ekki að vera innan um alla þessa umferð,“ segir Haraldur. Borgarlína Mosfellsbær Samgöngur Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Mosfellingar eru orðnir langþreyttir á þungri umferð frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur. Greindu margir frá því í samfélagsmiðlum að það hafi tekið um 60 mínútur að ferðast leið sem tekur um tólf mínútur þegar umferð er ekki eins þung. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir fyrstu vikur skólanna vera verstu daga ársins en í bígerð sé 110 milljarða króna samkomulag sem eiga að fara í samgöngumál. Mosfellingar eiga sér umræðuvettvang á Facebook þar sem þeir ræða málefni bæjarfélagsins sín á milli. Þar mynduðust nokkuð heitar umræður um umferðina í morgun. Einn sem blandaði sér í málið sagðist vera nýfluttur til Mosfellsbæjar og furðaði sig á því hversu langan tíma tók að komast til vinnu í morgun. Spurði hann hreinlega hvort þetta teldist eðlilegt. Ekki stóð á svörum, umferðin þegar skólar byrja er mun þyngri og þyngist þegar færðin versnar í vetur. Annar sagðist hafa verið í 65 mínútur á leiðinni úr Mosfellsbæ og niður á Höfða, eitthvað sem tekur hann vanalega 12 mínútur. Er kallað eftir því að fleiri nýti sér almenningssamgöngur til að létta á umferðinni, margir myndu vilja nota borgarlínu en hún ekki í boði sem stendur. Er kallað eftir aðgerðum frá yfirvöldum í Reykjavík, Mosfellsbæ og nágrannabyggðum á borð við Akranes en ansi margir þar sækja borgina á hverjum degi vegna vinnu eða skóla. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir í samtali við Vísi að mikið samstarf hafi verið á milli sveitarfélaga að undanförnu varðandi samgöngumál. Í bígerð sé samkomulag á milli ríkisins og sveitarfélaganna um að setja 110 milljarða í samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu næstu tíu árin.Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.Á sú upphæð að renna í almenningssamgöngur og endurbætur vega. Haraldur segir Mosfellinga hafa lengi kallað eftir því að tvöföldun á Vesturlandsveginum á milli Reykjavegs og Langatanga verði lokið. Til stendur að fara í útboð á þeim kafla. „En það hefur ekki hjálpað þessu fólki sem beið í Ártúnsbrekkunni í morgun,“ segir Haraldur. Hann segir umferðina afar þunga þessa fyrstu daga þegar skólar byrja. Margir skutli nemendum í skóla þessa fyrstu daga en svo dregur úr því eftir því sem líður á haustið. Bæta þurfi þó samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu en Haraldur segir það helst gerast með því að bæta almenningssamgöngur og ráðast í vegaframkvæmdir. „Borgarlínan mun hjálpa til við það og það þarf að laga stofnvegi,“ segir Haraldur. Stofnvegirnir sem hann vísar til eru Miklabraut, Vesturlandsvegurinn og Reykjanesbrautin, þar myndist mestu teppurnar. Spurður hvort að það komi til greina af hálfu sveitarfélaganna að bjóða frítt í strætó þessa fyrstu daga skóla efast Haraldur um að það myndi einhverju breyta. Það sé ekki það dýrt í strætó í dag. „Strætó þarf líka að komast leiða sinna. Með borgarlínunni kemst hann leiða sinna á sérstakri akrein og þarf því ekki að vera innan um alla þessa umferð,“ segir Haraldur.
Borgarlína Mosfellsbær Samgöngur Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira