Íslendingar kusu gegn vernd hákarla á válista Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. ágúst 2019 06:00 Mako-hákarlar voru ein tegundin sem fékk aukna vernd. Nordicphotos/Getty Ísland kaus gegn verndun 18 hákarlategunda í útrýmingarhættu á þingi CITES í Genf á sunnudag. CITES, eða Washington-sáttmálinn, er alþjóðlegur samningur sem fjallar um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu. Var kosningunni fagnað með lófaklappi og faðmlögum fulltrúa á staðnum. Ofveiði hákarla hefur verið til umræðu undanfarin ár og markvisst hefur verið unnið að því að bæta ímynd þessara ófrýnilegu fiska. Ísland skipaði sér í flokk með Japan, Kína, Malasíu, Nýja-Sjálandi og fleiri löndum gegn verndun hákarlanna. Bandaríkin kusu með tveimur tillögunum en gegn einni. Tillögurnar voru alls þrjár og náðu yfir 18 tegundir. Hlutu þær allar tvo þriðju atkvæða sem var það sem þurfti til. 102 lönd samþykktu að vernda mako-hákarla en 40 kusu á móti. Svipaður fjöldi samþykkti að vernda risagítarfisk, sem lifir í Indlandshafi, og margar tegundir fleygfiska sem lifa aðallega í höfunum við Asíu. 30 lönd kusu gegn tveimur síðari tillögunum. Enginn af hákörlunum sem um ræðir lifir við Íslandsstrendur.Jón Már Halldórsson líffræðingur. Fréttablaðið/Vilhelm.„Íslendingar hafa verið mjög tregir að samþykkja vernd á fiskum,“ segir Jón Már Halldórsson líffræðingur. „Við erum fiskveiðiþjóð og það eru stærri hagsmunir sem liggja í öðrum tegundum. Erlendis hafa samtök barist fyrir því að takmarka veiðar á þorski svo dæmi sé tekið.“ Áætlað er að allt að 270 milljónir hákarla séu veiddar árlega. Mestu viðskiptin fara fram í Hong Kong enda er hákarlsuggasúpa mjög vinsæl í Kína. „Ofveiði á hákörlum hefur verið gríðarleg, sérstaklega í Indlandshafi og Kyrrahafi. Því er full ástæða til þess að fara í alvarlegar verndaraðgerðir fyrir þessi dýr,“ segir Jón. Jón segir að hákarlaveiðar séu litlar á Íslandi og ekki um stórar upphæðir að ræða í þjóðhagslegu samhengi. Mikið af aflanum sé meðafli. Fimm tegundir hákarla eru veiddar innan lögsögu Íslands, grænlandshákarl, háfur, gljáháfur, svartháfur og hámeri. Hákarlar synda djúpt og finnast yfirleitt suður af landinu. Grænlandshákarlinn er langsamlega stærstur af hákörlum við Íslandsstrendur. Hann getur náð 6 metrum að lengd og orðið nokkurra hundraða ára gamall. Hákarlinn er eitraður og því hefur kjötið verið kæst til átu, einkum í kringum þorrablót. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Sjávarútvegur Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Ísland kaus gegn verndun 18 hákarlategunda í útrýmingarhættu á þingi CITES í Genf á sunnudag. CITES, eða Washington-sáttmálinn, er alþjóðlegur samningur sem fjallar um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu. Var kosningunni fagnað með lófaklappi og faðmlögum fulltrúa á staðnum. Ofveiði hákarla hefur verið til umræðu undanfarin ár og markvisst hefur verið unnið að því að bæta ímynd þessara ófrýnilegu fiska. Ísland skipaði sér í flokk með Japan, Kína, Malasíu, Nýja-Sjálandi og fleiri löndum gegn verndun hákarlanna. Bandaríkin kusu með tveimur tillögunum en gegn einni. Tillögurnar voru alls þrjár og náðu yfir 18 tegundir. Hlutu þær allar tvo þriðju atkvæða sem var það sem þurfti til. 102 lönd samþykktu að vernda mako-hákarla en 40 kusu á móti. Svipaður fjöldi samþykkti að vernda risagítarfisk, sem lifir í Indlandshafi, og margar tegundir fleygfiska sem lifa aðallega í höfunum við Asíu. 30 lönd kusu gegn tveimur síðari tillögunum. Enginn af hákörlunum sem um ræðir lifir við Íslandsstrendur.Jón Már Halldórsson líffræðingur. Fréttablaðið/Vilhelm.„Íslendingar hafa verið mjög tregir að samþykkja vernd á fiskum,“ segir Jón Már Halldórsson líffræðingur. „Við erum fiskveiðiþjóð og það eru stærri hagsmunir sem liggja í öðrum tegundum. Erlendis hafa samtök barist fyrir því að takmarka veiðar á þorski svo dæmi sé tekið.“ Áætlað er að allt að 270 milljónir hákarla séu veiddar árlega. Mestu viðskiptin fara fram í Hong Kong enda er hákarlsuggasúpa mjög vinsæl í Kína. „Ofveiði á hákörlum hefur verið gríðarleg, sérstaklega í Indlandshafi og Kyrrahafi. Því er full ástæða til þess að fara í alvarlegar verndaraðgerðir fyrir þessi dýr,“ segir Jón. Jón segir að hákarlaveiðar séu litlar á Íslandi og ekki um stórar upphæðir að ræða í þjóðhagslegu samhengi. Mikið af aflanum sé meðafli. Fimm tegundir hákarla eru veiddar innan lögsögu Íslands, grænlandshákarl, háfur, gljáháfur, svartháfur og hámeri. Hákarlar synda djúpt og finnast yfirleitt suður af landinu. Grænlandshákarlinn er langsamlega stærstur af hákörlum við Íslandsstrendur. Hann getur náð 6 metrum að lengd og orðið nokkurra hundraða ára gamall. Hákarlinn er eitraður og því hefur kjötið verið kæst til átu, einkum í kringum þorrablót.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Sjávarútvegur Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira