Segir vandasamara að setja saman matseðil þegar matvæli eru útilokuð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 21:15 Hólmfríður Þorgeirsdóttir er verkefnastjóri næringar hjá Embætti landlæknis segir jákvætt að auka jurtaafurðir í mataræði skólabarna. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis, segir embættið vonandi fara af stað með landskönnun á mataræði hjá 18 ára og eldri í haust og þá komi í ljós hversu hátt hlutfall landsmanna eru grænmetisætur eða vegan. Hún segir næstu skref þar á eftir vonandi vera að kanna það sama hjá yngra fólki, börnum og ungmennum. Greint var frá því fyrr í dag að bændur væru uggandi vegna fyrirætlana borgaryfirvalda um að hætta að bjóða upp á kjöt í mötuneytum Reykjavíkurborgar. Þá hafa ýmsir tjáð sig um málið, þar á meðal Sigmar Vilhjálmsson, talsmaður, FESK, félags eggja-, svína- og kjúklingabænda. Hann sagði í samtali við Vísi í dag að hann efaðist um að grænkerastefna væri æskileg þar sem hún uppfyllti líklegast ekki ráðleggingar landlæknis. Hólmfríður segir, í samtali við Reykjavík síðdegis, mat þurfa að vera í samræmi við opinberar ráðleggingar og þó að aukin áhersla á afurðir úr jurtaríkinu sé góð sé vafasamt að útiloka matvæli. „Það er alveg hægt að setja saman matseðil án kjöts og þá auka mjólk, egg og fisk á hollustuna. En eftir því sem fleiri matvæli eru útilokuð því vandasamara er þetta og meira þarf að vanda sig við að setja saman matseðil.“ „Að auka jurtaafurðir er jákvætt, bæði hvað varðar hollustu og umhverfismál og í samræmi við ráðleggingar embættisins,“ bætir Hólmfríður við. Hún segir þó að sér lítist ekki á að hætt verði að bjóða upp á dýraafurðir alfarið, það sé ekki í samræmi við ráðleggingar landlæknis. „Það er mælt með því að það sé fiskur tvisvar í viku og boðið upp á hreinar, fituminni mjólkurvörur, kjöt í hófi og takmarka neyslu sérstaklega á unnum kjötvörum.“ „Það er hægt að bjóða upp á mat án þess að hafa kjöt. Auðvitað þyrftu börn sem eru grænmetisætur að eiga kost á að fá slíkt fæði í skólanum.“Hægt er að hlusta á viðtalið við Hólmfríði í Reykjavík síðdegis hér að neðan. Viðtalið hefst á mínútu 22:30.Fyrirsögn og frétt hafa verið uppfærð. Heilbrigðismál Matur Reykjavík Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Vegan Tengdar fréttir Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46 Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis, segir embættið vonandi fara af stað með landskönnun á mataræði hjá 18 ára og eldri í haust og þá komi í ljós hversu hátt hlutfall landsmanna eru grænmetisætur eða vegan. Hún segir næstu skref þar á eftir vonandi vera að kanna það sama hjá yngra fólki, börnum og ungmennum. Greint var frá því fyrr í dag að bændur væru uggandi vegna fyrirætlana borgaryfirvalda um að hætta að bjóða upp á kjöt í mötuneytum Reykjavíkurborgar. Þá hafa ýmsir tjáð sig um málið, þar á meðal Sigmar Vilhjálmsson, talsmaður, FESK, félags eggja-, svína- og kjúklingabænda. Hann sagði í samtali við Vísi í dag að hann efaðist um að grænkerastefna væri æskileg þar sem hún uppfyllti líklegast ekki ráðleggingar landlæknis. Hólmfríður segir, í samtali við Reykjavík síðdegis, mat þurfa að vera í samræmi við opinberar ráðleggingar og þó að aukin áhersla á afurðir úr jurtaríkinu sé góð sé vafasamt að útiloka matvæli. „Það er alveg hægt að setja saman matseðil án kjöts og þá auka mjólk, egg og fisk á hollustuna. En eftir því sem fleiri matvæli eru útilokuð því vandasamara er þetta og meira þarf að vanda sig við að setja saman matseðil.“ „Að auka jurtaafurðir er jákvætt, bæði hvað varðar hollustu og umhverfismál og í samræmi við ráðleggingar embættisins,“ bætir Hólmfríður við. Hún segir þó að sér lítist ekki á að hætt verði að bjóða upp á dýraafurðir alfarið, það sé ekki í samræmi við ráðleggingar landlæknis. „Það er mælt með því að það sé fiskur tvisvar í viku og boðið upp á hreinar, fituminni mjólkurvörur, kjöt í hófi og takmarka neyslu sérstaklega á unnum kjötvörum.“ „Það er hægt að bjóða upp á mat án þess að hafa kjöt. Auðvitað þyrftu börn sem eru grænmetisætur að eiga kost á að fá slíkt fæði í skólanum.“Hægt er að hlusta á viðtalið við Hólmfríði í Reykjavík síðdegis hér að neðan. Viðtalið hefst á mínútu 22:30.Fyrirsögn og frétt hafa verið uppfærð.
Heilbrigðismál Matur Reykjavík Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Vegan Tengdar fréttir Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46 Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46
Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15