Segir vandasamara að setja saman matseðil þegar matvæli eru útilokuð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 21:15 Hólmfríður Þorgeirsdóttir er verkefnastjóri næringar hjá Embætti landlæknis segir jákvætt að auka jurtaafurðir í mataræði skólabarna. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis, segir embættið vonandi fara af stað með landskönnun á mataræði hjá 18 ára og eldri í haust og þá komi í ljós hversu hátt hlutfall landsmanna eru grænmetisætur eða vegan. Hún segir næstu skref þar á eftir vonandi vera að kanna það sama hjá yngra fólki, börnum og ungmennum. Greint var frá því fyrr í dag að bændur væru uggandi vegna fyrirætlana borgaryfirvalda um að hætta að bjóða upp á kjöt í mötuneytum Reykjavíkurborgar. Þá hafa ýmsir tjáð sig um málið, þar á meðal Sigmar Vilhjálmsson, talsmaður, FESK, félags eggja-, svína- og kjúklingabænda. Hann sagði í samtali við Vísi í dag að hann efaðist um að grænkerastefna væri æskileg þar sem hún uppfyllti líklegast ekki ráðleggingar landlæknis. Hólmfríður segir, í samtali við Reykjavík síðdegis, mat þurfa að vera í samræmi við opinberar ráðleggingar og þó að aukin áhersla á afurðir úr jurtaríkinu sé góð sé vafasamt að útiloka matvæli. „Það er alveg hægt að setja saman matseðil án kjöts og þá auka mjólk, egg og fisk á hollustuna. En eftir því sem fleiri matvæli eru útilokuð því vandasamara er þetta og meira þarf að vanda sig við að setja saman matseðil.“ „Að auka jurtaafurðir er jákvætt, bæði hvað varðar hollustu og umhverfismál og í samræmi við ráðleggingar embættisins,“ bætir Hólmfríður við. Hún segir þó að sér lítist ekki á að hætt verði að bjóða upp á dýraafurðir alfarið, það sé ekki í samræmi við ráðleggingar landlæknis. „Það er mælt með því að það sé fiskur tvisvar í viku og boðið upp á hreinar, fituminni mjólkurvörur, kjöt í hófi og takmarka neyslu sérstaklega á unnum kjötvörum.“ „Það er hægt að bjóða upp á mat án þess að hafa kjöt. Auðvitað þyrftu börn sem eru grænmetisætur að eiga kost á að fá slíkt fæði í skólanum.“Hægt er að hlusta á viðtalið við Hólmfríði í Reykjavík síðdegis hér að neðan. Viðtalið hefst á mínútu 22:30.Fyrirsögn og frétt hafa verið uppfærð. Heilbrigðismál Matur Reykjavík Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Vegan Tengdar fréttir Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46 Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira
Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis, segir embættið vonandi fara af stað með landskönnun á mataræði hjá 18 ára og eldri í haust og þá komi í ljós hversu hátt hlutfall landsmanna eru grænmetisætur eða vegan. Hún segir næstu skref þar á eftir vonandi vera að kanna það sama hjá yngra fólki, börnum og ungmennum. Greint var frá því fyrr í dag að bændur væru uggandi vegna fyrirætlana borgaryfirvalda um að hætta að bjóða upp á kjöt í mötuneytum Reykjavíkurborgar. Þá hafa ýmsir tjáð sig um málið, þar á meðal Sigmar Vilhjálmsson, talsmaður, FESK, félags eggja-, svína- og kjúklingabænda. Hann sagði í samtali við Vísi í dag að hann efaðist um að grænkerastefna væri æskileg þar sem hún uppfyllti líklegast ekki ráðleggingar landlæknis. Hólmfríður segir, í samtali við Reykjavík síðdegis, mat þurfa að vera í samræmi við opinberar ráðleggingar og þó að aukin áhersla á afurðir úr jurtaríkinu sé góð sé vafasamt að útiloka matvæli. „Það er alveg hægt að setja saman matseðil án kjöts og þá auka mjólk, egg og fisk á hollustuna. En eftir því sem fleiri matvæli eru útilokuð því vandasamara er þetta og meira þarf að vanda sig við að setja saman matseðil.“ „Að auka jurtaafurðir er jákvætt, bæði hvað varðar hollustu og umhverfismál og í samræmi við ráðleggingar embættisins,“ bætir Hólmfríður við. Hún segir þó að sér lítist ekki á að hætt verði að bjóða upp á dýraafurðir alfarið, það sé ekki í samræmi við ráðleggingar landlæknis. „Það er mælt með því að það sé fiskur tvisvar í viku og boðið upp á hreinar, fituminni mjólkurvörur, kjöt í hófi og takmarka neyslu sérstaklega á unnum kjötvörum.“ „Það er hægt að bjóða upp á mat án þess að hafa kjöt. Auðvitað þyrftu börn sem eru grænmetisætur að eiga kost á að fá slíkt fæði í skólanum.“Hægt er að hlusta á viðtalið við Hólmfríði í Reykjavík síðdegis hér að neðan. Viðtalið hefst á mínútu 22:30.Fyrirsögn og frétt hafa verið uppfærð.
Heilbrigðismál Matur Reykjavík Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Vegan Tengdar fréttir Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46 Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira
Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46
Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15