Vildi nota kjarnorkusprengjur á fellibylji Stefán Ó. Jónsson og Sylvía Hall skrifa 26. ágúst 2019 08:08 Donald Trump Bandaríkjaforseti bar hugmyndina undir ráðgjafa sína. WH/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa stungið upp á því á fundi með hernaðarráðgjöfum sínum að sleppa kjarnorkusprengjum á fellibylji til að splundra þeim áður en þeir ná á land í Bandaríkjunum. Mun forsetinn hafa stungið upp á því oftar en einu sinni. Að sögn bandaríska miðilsins Axios, sem hefur þetta eftir heimildarmönnum sem sátu fundinn, kom uppástunga forsetans eftir að háttsettir yfirmenn varnarmálaráðuneytisins ræddu við forsetann um þá ógn sem stafaði af náttúruhamförum á borð við fellibylji. Voru viðbrögð ráðgjafa hans á þá leið að möguleikinn yrði kannaður, án þess þó að ábyrgjast neitt. „Þeir byrja að myndast fyrir utan strendur Afríku, þegar þeir ferðast yfir Atlantshafið, þá köstum við sprengju í auga fellibylsins og hún sundrar honum. Af hverju getum við ekki gert það?“ er haft eftir forsetanum. Þrátt fyrir að hugmyndir um að varpa kjarnorkusprengjum á fellibylji hafi reglulega verið viðraðar allt frá forsetatíð Eisenhowers eru þær þó hvorki taldar líklegar til árangurs, né góðar fyrir umhverfið. Náttúruvísindatímaritið National Geographic birti umfjöllun í tímariti sínu stuttu eftir að valdatíð Trump hófst þar sem nákvæmlega þessi hugmynd var tekin fyrir. Greinin bar fyrirsögnina „Ótrúleg saga mjög vondrar hugmyndar“ og kom þar fram að hugmyndin væri, líkt og titillinn gaf til kynna, ekki svo góð. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Málverk af Trump vekur kátínu netverja Íhaldssami listamaðurinn Jon McNaughton birti á þriðjudag nýjasta verk sitt í röð málverka sem öll tengjast slagorði forsetans MAGA (Gerum Bandaríkin frábær aftur) á einn eða annan hátt. 20. ágúst 2019 23:53 Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa stungið upp á því á fundi með hernaðarráðgjöfum sínum að sleppa kjarnorkusprengjum á fellibylji til að splundra þeim áður en þeir ná á land í Bandaríkjunum. Mun forsetinn hafa stungið upp á því oftar en einu sinni. Að sögn bandaríska miðilsins Axios, sem hefur þetta eftir heimildarmönnum sem sátu fundinn, kom uppástunga forsetans eftir að háttsettir yfirmenn varnarmálaráðuneytisins ræddu við forsetann um þá ógn sem stafaði af náttúruhamförum á borð við fellibylji. Voru viðbrögð ráðgjafa hans á þá leið að möguleikinn yrði kannaður, án þess þó að ábyrgjast neitt. „Þeir byrja að myndast fyrir utan strendur Afríku, þegar þeir ferðast yfir Atlantshafið, þá köstum við sprengju í auga fellibylsins og hún sundrar honum. Af hverju getum við ekki gert það?“ er haft eftir forsetanum. Þrátt fyrir að hugmyndir um að varpa kjarnorkusprengjum á fellibylji hafi reglulega verið viðraðar allt frá forsetatíð Eisenhowers eru þær þó hvorki taldar líklegar til árangurs, né góðar fyrir umhverfið. Náttúruvísindatímaritið National Geographic birti umfjöllun í tímariti sínu stuttu eftir að valdatíð Trump hófst þar sem nákvæmlega þessi hugmynd var tekin fyrir. Greinin bar fyrirsögnina „Ótrúleg saga mjög vondrar hugmyndar“ og kom þar fram að hugmyndin væri, líkt og titillinn gaf til kynna, ekki svo góð.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Málverk af Trump vekur kátínu netverja Íhaldssami listamaðurinn Jon McNaughton birti á þriðjudag nýjasta verk sitt í röð málverka sem öll tengjast slagorði forsetans MAGA (Gerum Bandaríkin frábær aftur) á einn eða annan hátt. 20. ágúst 2019 23:53 Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Málverk af Trump vekur kátínu netverja Íhaldssami listamaðurinn Jon McNaughton birti á þriðjudag nýjasta verk sitt í röð málverka sem öll tengjast slagorði forsetans MAGA (Gerum Bandaríkin frábær aftur) á einn eða annan hátt. 20. ágúst 2019 23:53
Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57