Fyrrum stuðningsmaður Trump býður sig fram gegn forsetanum Andri Eysteinsson skrifar 25. ágúst 2019 21:21 Walsh er einn þriggja sem sækjast eftir tilnefningu Repúblikana. Skjáskot/JoeWalsh.org Íhaldssami útvarpsþáttastjórnandinn og fyrrum fulltrúadeildarþingmaðurinn Joe Walsh hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna sem fram fara síðla árs 2020. CNN greinir frá. Walsh er þriðji frambjóðandinn sem gefur kost á sér í flokknum en hann á ærið verkefni fyrir höndum enda sækist sitjandi forseti, Donald Trump, eftir endurkjöri. Joe Walsh er 57 ára gamall og hefur verið viðriðinn bandarísk stjórnmál með einhverjum hætti frá árinu 1996 þegar hann bauð sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gegn demókratanum Sidney R. Yates en laut í lægra haldi. Tveimur árum síðar laut hann í lægra haldi í annað sinn í kosningum til fulltrúadeildar en þá gegn Jeffrey Schoenberg. Árið 2010 tókst honum loks ætlunarverkið þegar hann náði kjör í áttunda kjördæmi heimaríkisins Illinois gegn Melissu Bean sem var sitjandi þingmaður Demókrata. Walsh hlaut 48.5% greiddra atkvæða en Bean 48,3%. Einungis munaði 290 atkvæðum. Walsh sat á þingi til ársins 2013 þegar Tammy Duckworth náði kjöri.Fundir Trump og Pútín sneru afstöðu Walsh til forsetans.Getty/HandoutEftir að setu hans á þingi lauk tók við útvarpsferill. Hann hefur þar vakið athygli fyrir ummæli sín um demókrata, Barack Obama og Hillary Clinton. Sagðist hann ætla, ef Clinton næði kjöri árið 2016, að bjóða sig fram gegn henni árið 2020. Var hann þó einnig andsnúinn Donald Trump en sagðist hafa kosið hann til þess að Clinton yrði ekki forseti. Í fyrstu studdi hann þó Trump en eftir að honum hafði þótt Trump eiga full vingott með Rússlandsforseta Vladimir Pútín árið 2018 hét hann því að styðja Trump aldrei framar. Nú hefur Walsh tekið þá ákvörðun að láta reyna á Trump í forvali Repúblikanaflokksins þar mun hann fara gegn Trump forseta og fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts, Bill Weld. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Sjá meira
Íhaldssami útvarpsþáttastjórnandinn og fyrrum fulltrúadeildarþingmaðurinn Joe Walsh hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna sem fram fara síðla árs 2020. CNN greinir frá. Walsh er þriðji frambjóðandinn sem gefur kost á sér í flokknum en hann á ærið verkefni fyrir höndum enda sækist sitjandi forseti, Donald Trump, eftir endurkjöri. Joe Walsh er 57 ára gamall og hefur verið viðriðinn bandarísk stjórnmál með einhverjum hætti frá árinu 1996 þegar hann bauð sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gegn demókratanum Sidney R. Yates en laut í lægra haldi. Tveimur árum síðar laut hann í lægra haldi í annað sinn í kosningum til fulltrúadeildar en þá gegn Jeffrey Schoenberg. Árið 2010 tókst honum loks ætlunarverkið þegar hann náði kjör í áttunda kjördæmi heimaríkisins Illinois gegn Melissu Bean sem var sitjandi þingmaður Demókrata. Walsh hlaut 48.5% greiddra atkvæða en Bean 48,3%. Einungis munaði 290 atkvæðum. Walsh sat á þingi til ársins 2013 þegar Tammy Duckworth náði kjöri.Fundir Trump og Pútín sneru afstöðu Walsh til forsetans.Getty/HandoutEftir að setu hans á þingi lauk tók við útvarpsferill. Hann hefur þar vakið athygli fyrir ummæli sín um demókrata, Barack Obama og Hillary Clinton. Sagðist hann ætla, ef Clinton næði kjöri árið 2016, að bjóða sig fram gegn henni árið 2020. Var hann þó einnig andsnúinn Donald Trump en sagðist hafa kosið hann til þess að Clinton yrði ekki forseti. Í fyrstu studdi hann þó Trump en eftir að honum hafði þótt Trump eiga full vingott með Rússlandsforseta Vladimir Pútín árið 2018 hét hann því að styðja Trump aldrei framar. Nú hefur Walsh tekið þá ákvörðun að láta reyna á Trump í forvali Repúblikanaflokksins þar mun hann fara gegn Trump forseta og fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts, Bill Weld.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Sjá meira