Ísrael stóð fyrir sprengjuárás á íranska herstöð í Írak Andri Eysteinsson skrifar 23. ágúst 2019 12:13 Netanyahu hefur ýjað að því að Ísrael beri ábyrgð. Getty/NurPhoto Ísrael stóð að baki sprengjuárás á íranska vopnageymslu í Írak í síðasta mánuði. Þetta staðfesta fulltrúar bandarískra yfirvalda. AP greinir frá. Hingað til hefur enginn lýst yfir ábyrgð á verknaðnum en írösk yfirvöld hafa leitað að þeim sem ábyrgð bera. Háværir orðrómar hafa þó breiðst út um svæðið að Ísrael hafi staðið að árásunum. Fyrr í vikunni sakaði foringi hersamtakanna PMU Ísrael um að hafa beitt drónum þegar vopnageymslan var eyðilögð en kenndi þó Bandaríkjunum einnig um. Tveir íranskir hermenn létu lífið í árásinni 19.júlí. Herstöðin er stödd í Amirli í Salaheddin í norðurhluta landsins. Sprengjuárásin 19. Júlí er ein þriggja sem voru framkvæmdar á íranskar herstöðvar í Írak í sumar. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar sem ekki vilja koma fram undir nafni segja það öruggt að Ísrael hafi staðið að baki hið minnsta einni þeirra. Þrátt fyrir að Ísrael hafi ekki lýst yfir ábyrgð á árásunum þykjast margir geta lesið það út úr orðum Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, að ríkið sé ábyrgt. Í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð í vikunni sagði Netanjahú að Íran fái enga friðhelgi frá Ísrael. Netanjahú sakaði Íran um að setja upp herstöðvar víðs vegar um miðausturlönd til þess að tryggja stöðu sína gagnvart Ísrael. „Við bregðumst víða við þegar ríki vill gjöreyða okkur. Ég hef veitt öryggissveitum leyfi til þess að gera hvað sem þarf til þess að stöðva áform Írana“ sagði Netanjahú. Írak Íran Ísrael Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Ísrael stóð að baki sprengjuárás á íranska vopnageymslu í Írak í síðasta mánuði. Þetta staðfesta fulltrúar bandarískra yfirvalda. AP greinir frá. Hingað til hefur enginn lýst yfir ábyrgð á verknaðnum en írösk yfirvöld hafa leitað að þeim sem ábyrgð bera. Háværir orðrómar hafa þó breiðst út um svæðið að Ísrael hafi staðið að árásunum. Fyrr í vikunni sakaði foringi hersamtakanna PMU Ísrael um að hafa beitt drónum þegar vopnageymslan var eyðilögð en kenndi þó Bandaríkjunum einnig um. Tveir íranskir hermenn létu lífið í árásinni 19.júlí. Herstöðin er stödd í Amirli í Salaheddin í norðurhluta landsins. Sprengjuárásin 19. Júlí er ein þriggja sem voru framkvæmdar á íranskar herstöðvar í Írak í sumar. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar sem ekki vilja koma fram undir nafni segja það öruggt að Ísrael hafi staðið að baki hið minnsta einni þeirra. Þrátt fyrir að Ísrael hafi ekki lýst yfir ábyrgð á árásunum þykjast margir geta lesið það út úr orðum Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, að ríkið sé ábyrgt. Í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð í vikunni sagði Netanjahú að Íran fái enga friðhelgi frá Ísrael. Netanjahú sakaði Íran um að setja upp herstöðvar víðs vegar um miðausturlönd til þess að tryggja stöðu sína gagnvart Ísrael. „Við bregðumst víða við þegar ríki vill gjöreyða okkur. Ég hef veitt öryggissveitum leyfi til þess að gera hvað sem þarf til þess að stöðva áform Írana“ sagði Netanjahú.
Írak Íran Ísrael Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira