Meira þarf til Hörður Ægisson skrifar 23. ágúst 2019 07:30 Afkoma viðskiptabankanna er léleg. Nýjustu uppgjör bankanna sýna, eins og áður, að þeir eiga enn langt í land með að ná markmiði sínum um að skila tíu prósenta arðsemi af reglulegum rekstri. Leiðrétt fyrir stórum óbeinum eignarhlut Landsbankans í Marel, en hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað um meira en helming á árinu, er arðsemi bankanna allra um fimm til sex prósent, litlu meiri en af áhættulausum ríkisskuldabréfum. Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor’s sá fyrr í sumar ástæðu til að breyta horfum sínum fyrir bankana úr stöðugum í neikvæðar. Í rökstuðningi er meðal annars bent á dræma arðsemi og að erfitt verði að auka hagnað vegna harðnandi samkeppni og versnandi efnahagsumhverfis. Hvað er til ráða? Fyrst er mikilvægt að hafa í huga, sem vill oft gleymast, að skilvirkt og hagkvæmt fjármálakerfi, sem miðlar fjármagni í arðbærustu fjárfestingar hverju sinni, skiptir lykilmáli við að bæta framleiðni í íslensku efnahagslífi. Ströngustu eiginfjárkröfur sem þekkjast í Evrópu, ásamt margfalt hærri sértækri skattlagningu, hjálpa ekki til við að ná þeim markmiðum. Þá er þörf á róttækum hagræðingaraðgerðum til að minnka kostnað, sem samanstendur einkum af launum, sköttum og kostnaði við upplýsingatækni, en í samanburði við banka af sambærilegri stærð á hinum Norðurlöndunum er kostnaðarhlutfall íslensku bankanna umtalsvert hærra. Ólíklegt er hins vegar að mikill árangur náist í þeim efnum á meðan tveir þriðju hlutar bankakerfisins eru í höndum ríkisins. Ein leið, sem stjórnvöld ættu að skoða að beita sér fyrir, væri möguleg sameining banka. Óumdeilt er að hægt væri að minnka rekstrarkostnað verulega með slíkum aðgerðum en á móti eru uppi sjónarmið, sem ber að taka alvarlega, um hvort þær myndu skaða samkeppni á bankamarkaði, heimilum og fyrirtækjum til tjóns. Svo þarf hins vegar ekki endilega að vera. Samkeppnisumhverfið, ekki hvað síst í viðskiptabankastarfsemi, hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum, bæði með uppgangi fjártæknifyrirtækja og innkomu lífeyrissjóða á íbúðalánamarkað. Frá því í ársbyrjun 2016 hafa útlán lífeyrissjóðanna til einstaklinga þannig aukist um meira en 150 prósent og eru sjóðirnir í dag með samanlagt um þrjátíu prósenta hlutdeild á íbúðalánamarkaði. Þessi þróun, þar sem nýir leikendur eru farnir að gera sig gildandi í útlánum og fjármálaþjónustu, mun aðeins halda áfram. Of lítið hefur áunnist til hagræðingar í bankakerfinu á allra síðustu árum. Frá árinu 2014 hefur bankastarfsmönnum fækkað um þrettán prósent. Það er of lítið. Í stað þess að minnka efnahagsreikning sinn, sem myndi um leið skapa tækifæri til að fækka fólki og draga úr rekstrarkostnaði, hafa sumir ríkisbankar fremur kosið þá leið að leggja áherslu á útlánavöxt. Ekki er víst að það sé endilega fjárhagslega skynsamlegt út frá sjónarhóli eigandans, ríkissjóðs, sem ætti fremur að vilja að bankinn myndi minnka eigið fé sitt með auknum arðgreiðslum. Bankakerfið stendur á tímamótum. Á komandi árum munum við sjá uppstokkun á eignarhaldi, enn hraðari fækkun starfsfólks og breytingar á viðskiptamódelum sumra banka. Ákvarðanir stjórnvalda, sem eiga að hefjast handa við að losa um viðamikið eignarhald sitt í fjármálastarfsemi, munu skipta sköpum um hve vel tekst til í þeirri vegferð. Tíminn vinnur ekki með þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Afkoma viðskiptabankanna er léleg. Nýjustu uppgjör bankanna sýna, eins og áður, að þeir eiga enn langt í land með að ná markmiði sínum um að skila tíu prósenta arðsemi af reglulegum rekstri. Leiðrétt fyrir stórum óbeinum eignarhlut Landsbankans í Marel, en hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað um meira en helming á árinu, er arðsemi bankanna allra um fimm til sex prósent, litlu meiri en af áhættulausum ríkisskuldabréfum. Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor’s sá fyrr í sumar ástæðu til að breyta horfum sínum fyrir bankana úr stöðugum í neikvæðar. Í rökstuðningi er meðal annars bent á dræma arðsemi og að erfitt verði að auka hagnað vegna harðnandi samkeppni og versnandi efnahagsumhverfis. Hvað er til ráða? Fyrst er mikilvægt að hafa í huga, sem vill oft gleymast, að skilvirkt og hagkvæmt fjármálakerfi, sem miðlar fjármagni í arðbærustu fjárfestingar hverju sinni, skiptir lykilmáli við að bæta framleiðni í íslensku efnahagslífi. Ströngustu eiginfjárkröfur sem þekkjast í Evrópu, ásamt margfalt hærri sértækri skattlagningu, hjálpa ekki til við að ná þeim markmiðum. Þá er þörf á róttækum hagræðingaraðgerðum til að minnka kostnað, sem samanstendur einkum af launum, sköttum og kostnaði við upplýsingatækni, en í samanburði við banka af sambærilegri stærð á hinum Norðurlöndunum er kostnaðarhlutfall íslensku bankanna umtalsvert hærra. Ólíklegt er hins vegar að mikill árangur náist í þeim efnum á meðan tveir þriðju hlutar bankakerfisins eru í höndum ríkisins. Ein leið, sem stjórnvöld ættu að skoða að beita sér fyrir, væri möguleg sameining banka. Óumdeilt er að hægt væri að minnka rekstrarkostnað verulega með slíkum aðgerðum en á móti eru uppi sjónarmið, sem ber að taka alvarlega, um hvort þær myndu skaða samkeppni á bankamarkaði, heimilum og fyrirtækjum til tjóns. Svo þarf hins vegar ekki endilega að vera. Samkeppnisumhverfið, ekki hvað síst í viðskiptabankastarfsemi, hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum, bæði með uppgangi fjártæknifyrirtækja og innkomu lífeyrissjóða á íbúðalánamarkað. Frá því í ársbyrjun 2016 hafa útlán lífeyrissjóðanna til einstaklinga þannig aukist um meira en 150 prósent og eru sjóðirnir í dag með samanlagt um þrjátíu prósenta hlutdeild á íbúðalánamarkaði. Þessi þróun, þar sem nýir leikendur eru farnir að gera sig gildandi í útlánum og fjármálaþjónustu, mun aðeins halda áfram. Of lítið hefur áunnist til hagræðingar í bankakerfinu á allra síðustu árum. Frá árinu 2014 hefur bankastarfsmönnum fækkað um þrettán prósent. Það er of lítið. Í stað þess að minnka efnahagsreikning sinn, sem myndi um leið skapa tækifæri til að fækka fólki og draga úr rekstrarkostnaði, hafa sumir ríkisbankar fremur kosið þá leið að leggja áherslu á útlánavöxt. Ekki er víst að það sé endilega fjárhagslega skynsamlegt út frá sjónarhóli eigandans, ríkissjóðs, sem ætti fremur að vilja að bankinn myndi minnka eigið fé sitt með auknum arðgreiðslum. Bankakerfið stendur á tímamótum. Á komandi árum munum við sjá uppstokkun á eignarhaldi, enn hraðari fækkun starfsfólks og breytingar á viðskiptamódelum sumra banka. Ákvarðanir stjórnvalda, sem eiga að hefjast handa við að losa um viðamikið eignarhald sitt í fjármálastarfsemi, munu skipta sköpum um hve vel tekst til í þeirri vegferð. Tíminn vinnur ekki með þeim.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun