Varaformaður stjórnarinnar keypti fyrir 77 milljónir í Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 15:11 Ómar Benediktsson. Ómar Benediktsson, varaformaður stjórnar Icelandair Group, keypti á þriðja tímanum í dag rúmlega 10,7 milljón hluti í félaginu. Hann greiddi 7,15 krónur á hlut og er því heildarupphæð viðskiptanna næstum 77 milljónir króna. Frá þessu er greint í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar, en viðskiptin framkvæmdi hann í gegnum félag sitt NT ehf. Hann er sagður ekki hafa átt nein bréf í félaginu fyrir viðskiptin og er hann því töluvert frá því að vera meðal stærstu hluthafa, 10,7 milljón hlutir skila honum um 0,2 prósenta eignarhaldi á Icelandair Group. Ómar kom aftur inn í stjórn Icelandair Group árið 2017, en hann hefur víðtæka reynslu úr fluggeiranum. Til að mynda var hann aðal- og varamaður í stjórn Icelandair Group á árunum fyrir bankahrunið 2008 og um tíma varaformaður. Þar áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Air Atlanta og Íslandsflugs og síðar sömu stöðu hjá Smartlynx Airlines í Lettlandi. Þá er hann jafnframt forstjóri Farice ehf. Fyrirtækið var stofnað árið 2002 af íslenska ríkinu og íslenskum og færeyskum fjarskiptafyrirtækjum. Tilgangur þess var að leggja sæstrenginn FARICE-1 sem tekinn var í notkun í janúar árið 2004. Er nú svo komið að Farice er langstærsti aðilinn í sölu á samböndum milli Íslands og útlanda. Íslenska ríkið eignaðist það að fullu fyrr á þessu ári. Hlutabréfaverð Icelandair Group hefur fallið nokkuð undanfarna mánuði. Það sem af er þessu ári hefur virði brefánna lækkað um rúmlega fjórðung og hefur lækkunin numið rúmum sex prósentum síðastliðna viku. Virði bréfanna hækkaði þó lítillega í gær, um 0,7 prósent, en lækkað örlítið aftur það sem af er degi. Icelandair Markaðir Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Ómar Benediktsson, varaformaður stjórnar Icelandair Group, keypti á þriðja tímanum í dag rúmlega 10,7 milljón hluti í félaginu. Hann greiddi 7,15 krónur á hlut og er því heildarupphæð viðskiptanna næstum 77 milljónir króna. Frá þessu er greint í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar, en viðskiptin framkvæmdi hann í gegnum félag sitt NT ehf. Hann er sagður ekki hafa átt nein bréf í félaginu fyrir viðskiptin og er hann því töluvert frá því að vera meðal stærstu hluthafa, 10,7 milljón hlutir skila honum um 0,2 prósenta eignarhaldi á Icelandair Group. Ómar kom aftur inn í stjórn Icelandair Group árið 2017, en hann hefur víðtæka reynslu úr fluggeiranum. Til að mynda var hann aðal- og varamaður í stjórn Icelandair Group á árunum fyrir bankahrunið 2008 og um tíma varaformaður. Þar áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Air Atlanta og Íslandsflugs og síðar sömu stöðu hjá Smartlynx Airlines í Lettlandi. Þá er hann jafnframt forstjóri Farice ehf. Fyrirtækið var stofnað árið 2002 af íslenska ríkinu og íslenskum og færeyskum fjarskiptafyrirtækjum. Tilgangur þess var að leggja sæstrenginn FARICE-1 sem tekinn var í notkun í janúar árið 2004. Er nú svo komið að Farice er langstærsti aðilinn í sölu á samböndum milli Íslands og útlanda. Íslenska ríkið eignaðist það að fullu fyrr á þessu ári. Hlutabréfaverð Icelandair Group hefur fallið nokkuð undanfarna mánuði. Það sem af er þessu ári hefur virði brefánna lækkað um rúmlega fjórðung og hefur lækkunin numið rúmum sex prósentum síðastliðna viku. Virði bréfanna hækkaði þó lítillega í gær, um 0,7 prósent, en lækkað örlítið aftur það sem af er degi.
Icelandair Markaðir Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira