Háu laun bæjarstjóranna dæmigert mál sem geti sett Lífskjarasamninginn í uppnám Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. ágúst 2019 12:07 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sést hér við undirritun kjarasamninga þann 3. apríl síðastliðinn. Eitt af meginmarkmiðum samninganna var að skapa svigrúm fyrir vaxtalækkanir. vísir/vilhelm Formaður VR segir há laun bæjar- og sveitarstjóra vekja upp spurningu um yfirbyggingu sveitarfélaga. Hann segir Lífskjarasamninginn eiga að tryggja að efsta lag samfélagsins hækki ekki meira heldur en samið var um kjarasamningum en að fleiri og fleiri dæmi séu að koma upp um að svo sé ekki. Tekjur bæjarstjóra hafa verið til umfjöllunar eftir að tekjublað Frjálsrar verslunar birti gögn úr álagningskrá ríkisskattstjóra. Níu tekjuhæstu sveitarstjórarnir eru með hærri laun en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún hefur gagnrýnt þessa þróun, meðal annars í þættinum Víglínan á Stöð 2 á síðasta ári. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í samtali við RÚV í gær að aðalatriðið sé gagnsæi og framkvæmdastjórar sveitarfélaga geti svarað fyrir þau laun sem eru greidd. Hann sagði ekki heppilegt að reyna miðstýra þessum háttum og kallar eftir ábyrgð sveitarfélaganna varðandi launaþróun.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.BSRBSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær launamun æðstu stjórnenda sveitarfélaga og annarra starfsmanna óréttlátan og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði launamunin svívirðilegan. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í apríl eigi að tryggja að efsta lag samfélagsins eigi ekki að hækka meira heldur en samið var um í þeirra kjarasamningum. Hann segir há laun bæjar- og sveitarstjóra vekja upp spurningar um yfirbyggingu. „Ef við tökum bara fjöldann sem búum á þessu landi, um þrjú hundruð og sextíu þúsund manns, við náum ekki fjöldanum í Manchester til dæmis, samt erum við með bæjarstjóra og sveitarstjórnir út um allar trissur og yfirbyggingu eftir því,“ segir Ragnar.Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ trónir á toppi launalista bæjarstjóra landsins með tæplega þrjár milljónir á mánuði. Um helmingi hærri laun en borgarstjórinn í London.Ragnar segir há laun og yfirbyggingu sveitarfélaga vekja upp spurningar um hvort hugsa þurfi kerfið upp á nýtt og tekur sem dæmi Lífeyrissjóðina og rekstrarkostnaðinn þar og yfirbyggingu þeirra. „Hún er með þvílíkum eindæmum. Ég tók það saman og sá að fjörutíu og einn stjórnandi innan lífeyrissjóðanna fengu samanlagt yfir 800 milljónir í launagreiðslur á síðasta ári. Þetta eru svakalegar tölur þegar þú tekur þetta saman, sérstaklega í ljósi þess að við erum nánast á sama blettinum, segir Ragnar Ragnar segir að vel sé fylgst með þróun þessara mála eftir að Lífskjarasamningurinn var undirritaður. „Og við erum með endurskoðunarákvæði og við munum svo sannarlega nýta okkur það ef að forsendur eru ekki til staðar að halda þessu áfram og þess vegna er svo mikilvægt að allir sýni ábyrgð í samfélaginu til þess að halda þessu saman. En það eru alltaf fleiri og fleiri dæmi sem eru að koma upp um að það sé ekki og ef það heldur svo áfram að þá getum við leitt líkum að því að samningar munu ekki halda þegar upp er staðið,” segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Formaður VR segir há laun bæjar- og sveitarstjóra vekja upp spurningu um yfirbyggingu sveitarfélaga. Hann segir Lífskjarasamninginn eiga að tryggja að efsta lag samfélagsins hækki ekki meira heldur en samið var um kjarasamningum en að fleiri og fleiri dæmi séu að koma upp um að svo sé ekki. Tekjur bæjarstjóra hafa verið til umfjöllunar eftir að tekjublað Frjálsrar verslunar birti gögn úr álagningskrá ríkisskattstjóra. Níu tekjuhæstu sveitarstjórarnir eru með hærri laun en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún hefur gagnrýnt þessa þróun, meðal annars í þættinum Víglínan á Stöð 2 á síðasta ári. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í samtali við RÚV í gær að aðalatriðið sé gagnsæi og framkvæmdastjórar sveitarfélaga geti svarað fyrir þau laun sem eru greidd. Hann sagði ekki heppilegt að reyna miðstýra þessum háttum og kallar eftir ábyrgð sveitarfélaganna varðandi launaþróun.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.BSRBSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær launamun æðstu stjórnenda sveitarfélaga og annarra starfsmanna óréttlátan og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði launamunin svívirðilegan. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í apríl eigi að tryggja að efsta lag samfélagsins eigi ekki að hækka meira heldur en samið var um í þeirra kjarasamningum. Hann segir há laun bæjar- og sveitarstjóra vekja upp spurningar um yfirbyggingu. „Ef við tökum bara fjöldann sem búum á þessu landi, um þrjú hundruð og sextíu þúsund manns, við náum ekki fjöldanum í Manchester til dæmis, samt erum við með bæjarstjóra og sveitarstjórnir út um allar trissur og yfirbyggingu eftir því,“ segir Ragnar.Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ trónir á toppi launalista bæjarstjóra landsins með tæplega þrjár milljónir á mánuði. Um helmingi hærri laun en borgarstjórinn í London.Ragnar segir há laun og yfirbyggingu sveitarfélaga vekja upp spurningar um hvort hugsa þurfi kerfið upp á nýtt og tekur sem dæmi Lífeyrissjóðina og rekstrarkostnaðinn þar og yfirbyggingu þeirra. „Hún er með þvílíkum eindæmum. Ég tók það saman og sá að fjörutíu og einn stjórnandi innan lífeyrissjóðanna fengu samanlagt yfir 800 milljónir í launagreiðslur á síðasta ári. Þetta eru svakalegar tölur þegar þú tekur þetta saman, sérstaklega í ljósi þess að við erum nánast á sama blettinum, segir Ragnar Ragnar segir að vel sé fylgst með þróun þessara mála eftir að Lífskjarasamningurinn var undirritaður. „Og við erum með endurskoðunarákvæði og við munum svo sannarlega nýta okkur það ef að forsendur eru ekki til staðar að halda þessu áfram og þess vegna er svo mikilvægt að allir sýni ábyrgð í samfélaginu til þess að halda þessu saman. En það eru alltaf fleiri og fleiri dæmi sem eru að koma upp um að það sé ekki og ef það heldur svo áfram að þá getum við leitt líkum að því að samningar munu ekki halda þegar upp er staðið,” segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira