CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. ágúst 2019 08:51 Þremenningarnir í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð málsins í byrjun júní. fréttablaðið/sigtryggur ari Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða til Landsréttar. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, voru sýknaðir í héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun júlí. Kjarninn greinir frá þessu og hefur eftir Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara. Þremenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lána sem hljóðuðu upp á 508 milljónir evra frá því í ágúst til október 2008. Lánin fóru til tveggja félaga sem keyptu lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingaálagi Kaupþings. Taldi ákæruvaldið markmiðið hafa verið að lækka skuldatryggingaálagið. Málið hefur velkst um í dómskerfinu í mörg ár en héraðsdómur kvað fyrst upp dóm í málinu í janúar 2016. Hreiðar, Sigurður og Magnús voru þá allir sýknaðir en ákæruvaldið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Áður en málið var tekið fyrir hjá þeim dómstól komu fram nýjar upplýsingar varðandi það að Deutsche Bank hefði greitt þrotabúi Kaupþings stóran hlut upphæðarinnar sem lánuð var eða alls 425 milljónir evra. Hæstiréttur ómerkti dóminn og málsmeðferðina í héraði vegna þessara nýju upplýsinga þar sem ástæður greiðslunnar lágu ekki fyrir. Taldi Hæstiréttur því að rannsaka þyrfti þennan þátt málsins betur. Málið fór því aftur heim í hérað og tók ákæruvaldið til við að rannsaka málið að nýju. Þegar málið var svo flutt aftur fyrir héraðsdómi vísaði dómurinn málinu frá þar sem hann taldi ákæruvaldið ekki hafa rannsakað sem skyldi þau atriði sem Hæstiréttur hafði sagt að þyrfti að rannsaka betur. Ákæruvaldið kærði frávísun héraðsdóms til Landsréttar sem úrskurðaði að héraðsdómi bæri að taka málið til efnislegrar meðferðar, meðal annars á grundvelli þess að ákæruvaldið taldi hvorki að samkomulagið um greiðsluna frá Deutsche Bank hefði þýðingu fyrir grundvöll málsins né við mat á því hvort skilyrði umboðssvika væru uppfyllt. Dómsmál CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar, Magnús og Sigurður sýknaðir í CLN-málinu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 4. júlí 2019 11:30 Máli Kaupþingstoppa vísað frá vegna ófullnægjandi rannsóknar Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í hádeginu frá dómi máli þriggja fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi. Um er að ræða svokallað CLN-mál en Hæstiréttur ómerkti í október í fyrra sýknudóm í málinu. 11. september 2018 14:50 Hæstiréttur ómerkir sýknudóm í CLN-málinu Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu CLN-máli. 19. október 2017 16:06 Verjandi Hreiðars Más: „Það er nóg komið“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag í CLN-málinu svokallað í samræmi við væntingar. 4. júlí 2019 12:45 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða til Landsréttar. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, voru sýknaðir í héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun júlí. Kjarninn greinir frá þessu og hefur eftir Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara. Þremenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lána sem hljóðuðu upp á 508 milljónir evra frá því í ágúst til október 2008. Lánin fóru til tveggja félaga sem keyptu lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingaálagi Kaupþings. Taldi ákæruvaldið markmiðið hafa verið að lækka skuldatryggingaálagið. Málið hefur velkst um í dómskerfinu í mörg ár en héraðsdómur kvað fyrst upp dóm í málinu í janúar 2016. Hreiðar, Sigurður og Magnús voru þá allir sýknaðir en ákæruvaldið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Áður en málið var tekið fyrir hjá þeim dómstól komu fram nýjar upplýsingar varðandi það að Deutsche Bank hefði greitt þrotabúi Kaupþings stóran hlut upphæðarinnar sem lánuð var eða alls 425 milljónir evra. Hæstiréttur ómerkti dóminn og málsmeðferðina í héraði vegna þessara nýju upplýsinga þar sem ástæður greiðslunnar lágu ekki fyrir. Taldi Hæstiréttur því að rannsaka þyrfti þennan þátt málsins betur. Málið fór því aftur heim í hérað og tók ákæruvaldið til við að rannsaka málið að nýju. Þegar málið var svo flutt aftur fyrir héraðsdómi vísaði dómurinn málinu frá þar sem hann taldi ákæruvaldið ekki hafa rannsakað sem skyldi þau atriði sem Hæstiréttur hafði sagt að þyrfti að rannsaka betur. Ákæruvaldið kærði frávísun héraðsdóms til Landsréttar sem úrskurðaði að héraðsdómi bæri að taka málið til efnislegrar meðferðar, meðal annars á grundvelli þess að ákæruvaldið taldi hvorki að samkomulagið um greiðsluna frá Deutsche Bank hefði þýðingu fyrir grundvöll málsins né við mat á því hvort skilyrði umboðssvika væru uppfyllt.
Dómsmál CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar, Magnús og Sigurður sýknaðir í CLN-málinu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 4. júlí 2019 11:30 Máli Kaupþingstoppa vísað frá vegna ófullnægjandi rannsóknar Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í hádeginu frá dómi máli þriggja fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi. Um er að ræða svokallað CLN-mál en Hæstiréttur ómerkti í október í fyrra sýknudóm í málinu. 11. september 2018 14:50 Hæstiréttur ómerkir sýknudóm í CLN-málinu Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu CLN-máli. 19. október 2017 16:06 Verjandi Hreiðars Más: „Það er nóg komið“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag í CLN-málinu svokallað í samræmi við væntingar. 4. júlí 2019 12:45 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Hreiðar, Magnús og Sigurður sýknaðir í CLN-málinu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 4. júlí 2019 11:30
Máli Kaupþingstoppa vísað frá vegna ófullnægjandi rannsóknar Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í hádeginu frá dómi máli þriggja fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi. Um er að ræða svokallað CLN-mál en Hæstiréttur ómerkti í október í fyrra sýknudóm í málinu. 11. september 2018 14:50
Hæstiréttur ómerkir sýknudóm í CLN-málinu Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu CLN-máli. 19. október 2017 16:06
Verjandi Hreiðars Más: „Það er nóg komið“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag í CLN-málinu svokallað í samræmi við væntingar. 4. júlí 2019 12:45