Sérstakt áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafa sótt um "Settled Status“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. ágúst 2019 11:32 Óvissa ríkir um það hvort að Bretar gangi úr Evrópusambandinu með eða án samnings við ESB. vísir/epa Sendiherra Íslands í London, Stefán Haukur Jóhannesson, segir það sérstakt áhyggjuefni hversu fáir íslenskir ríkisborgarar, sem búsettir eru í Bretlandi, hafi sótt um svokallaðan Settled Status í landinu í aðdraganda Brexit. Hingað til hafa eingöngu 200 umsóknir borist frá Íslendingum að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. „Við mælum eindregið með því að fólk sæki um sem allra fyrst þar sem óvissa ríkir enn um útfærslu á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þó að samningar hafi náðst við bresk stjórnvöld um réttindi borgara eftir Brexit þá þurfa allir sem hér dvelja og hyggjast gera svo áfram að hafa réttindi til búsetu, þ.e. settled status eða pre-settled status,“ segir Stefán Haukur. Tímafrestur til að skila inn slíkri umsókn er eftir sem áður 31. desember 2020 en sendiráð Íslands í Bretlandi vill beina því til Íslendinga sem búsettir eru þar í landi að draga það ekki of lengi að sækja um. Farið er handvirkt yfir hverja umsókn sem berst svo gera má ráð fyrir því að afgreiðslutími lengist þegar nær dregur vegna fjölda umsókna. Þá vill sendiráð Íslands einnig árétta það, í tilefni frétta í breskum fjölmiðlum í vikunni um að frjáls för fólks kunni að stöðvast strax í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, að samkvæmt upplýsingum frá breska innanríkisráðuneytinu á það ekki við um EES-ríkisborgara sem flytja til Bretlands fyrir 31. október næstkomandi. „Að sama skapi hafa bresk yfirvöld staðfest í fjölmiðlum að fréttir um að ríkisborgarar frá ríkjum innan EES þurfi að greiða fyrir þjónustu í breska heilbrigðiskerfinu (NHS) eftir Brexit eigi ekki við þá sem flytja til Bretlands fyrir 31. október á þessu ári,“ segir á vef stjórnarráðsins. Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Sendiherra Íslands í London, Stefán Haukur Jóhannesson, segir það sérstakt áhyggjuefni hversu fáir íslenskir ríkisborgarar, sem búsettir eru í Bretlandi, hafi sótt um svokallaðan Settled Status í landinu í aðdraganda Brexit. Hingað til hafa eingöngu 200 umsóknir borist frá Íslendingum að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. „Við mælum eindregið með því að fólk sæki um sem allra fyrst þar sem óvissa ríkir enn um útfærslu á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þó að samningar hafi náðst við bresk stjórnvöld um réttindi borgara eftir Brexit þá þurfa allir sem hér dvelja og hyggjast gera svo áfram að hafa réttindi til búsetu, þ.e. settled status eða pre-settled status,“ segir Stefán Haukur. Tímafrestur til að skila inn slíkri umsókn er eftir sem áður 31. desember 2020 en sendiráð Íslands í Bretlandi vill beina því til Íslendinga sem búsettir eru þar í landi að draga það ekki of lengi að sækja um. Farið er handvirkt yfir hverja umsókn sem berst svo gera má ráð fyrir því að afgreiðslutími lengist þegar nær dregur vegna fjölda umsókna. Þá vill sendiráð Íslands einnig árétta það, í tilefni frétta í breskum fjölmiðlum í vikunni um að frjáls för fólks kunni að stöðvast strax í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, að samkvæmt upplýsingum frá breska innanríkisráðuneytinu á það ekki við um EES-ríkisborgara sem flytja til Bretlands fyrir 31. október næstkomandi. „Að sama skapi hafa bresk yfirvöld staðfest í fjölmiðlum að fréttir um að ríkisborgarar frá ríkjum innan EES þurfi að greiða fyrir þjónustu í breska heilbrigðiskerfinu (NHS) eftir Brexit eigi ekki við þá sem flytja til Bretlands fyrir 31. október á þessu ári,“ segir á vef stjórnarráðsins.
Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira