Hríðlækkandi verðbólga í kortunum Birgir Haraldsson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Heimshagkerfið stendur frammi fyrir krefjandi niðursveiflu líkt og flestum er kunnugt um og hafa væntingar alþjóðlegra fagfjárfesta um efnahagslegan samdrátt á heimsvísu ekki mælst hærri síðan í október 2011. Rekstrarskilyrði iðnaðar- og þjónustugeiranna eru á sama tíma nærri þau verstu sem hafa sést fyrir heimsbúskapinn síðan um mitt ár 2012 og hátíðni-hagvísar halda áfram að veikjast. Það er því fátt sem bendir til að niðursveiflunni ljúki í bráð. Því er eðlilegt að spyrja hverjar afleiðingarnar gætu orðið fyrir Ísland ef núverandi þróttleysi heimshagkerfisins varir lengur. Fyrst ber þó að nefna að Ísland virðist hafa slitið sig frá alþjóðahagsveiflunni að einhverju leyti síðustu átta ár en næmnin við erlend efnahagsáhrif var talsvert sterkari á árunum fyrir hrunið 2008. Það skrifast að mestu á kröftugan vöxt ferðaþjónustunnar yfir þetta tímabil og því er líklegt að Ísland muni í meiri mæli flytja inn ytri skilyrði – bæði góð og slæm – nú þegar uppsveiflu túrismans er lokið. Erfitt verður að reiða sig á þennan hluta hagkerfisins til að hlífa Íslandi við erfiðleikum erlendis frá. Ef það reynist rétt þá bendir margt til þess að hraðlækkandi verðbólga á Íslandi verði birtingarmynd þessara versnandi aðstæðna. Hvers vegna? Það má gróflega skipta upp vísitölu neysluverðs í þrjá undirflokka sem hafa mismunandi vægi við útreikning á verðbólgutölum hvers mánaðar. Þessir liðir eru húsnæðiskostnaður, innflutningsverð, og innlent verðlag fyrir utan húsnæði. Það er vissulega ákveðin einföldun en það má áætla að síðasti liðurinn vegi rétt um helming í neysluverðinu og hinir tveir fjórðung hvor. Út frá þessari nálgun má síðan skissa upp sviðsmyndir til að áhættugreina verðbólguhorfur hérlendis. Niðursveifla heimshagkerfisins mun þannig hafa bein áhrif á verðbólguna í gegnum innflutningsverð, en sterk merki eru um töluverðan verðþrýsting niður á við á margvíslegum vörum heimsviðskiptanna. Þetta gildir jafnt um hrávörur sem og iðnaðarvörur en olía hefur til að mynda fallið skarpt í verði síðan í lok apríl á meðan fremstu viðskiptaþjóðir heims eru nú að lækka verð á iðnaðarframleiðslu sinni. Birgðastaða er að sama skapi talsverð innan þess geira og eykur það líkurnar á brunaútsölu á heimsvörum til að styðja við markaðshlutdeild nú þegar eftirspurnin hefur minnkað. Svo lengi sem íslenska krónan helst stöðug þá er því margt sem bendir til mögulegrar verðhjöðnunar á innfluttum vörum. Þessi erlendi þáttur mun því magna upp áhrifin af kólnandi húsnæðismarkaði á verðbólguna, en þessi liður neysluverðsins hefur að mörgu leyti endurvarpað hröðum uppgangi ferðaþjónustunnar síðastliðin ár í gegnum húsnæðiseftirspurn vegna Airbnb og innflutts vinnuafls. Nú þegar framboðshliðin hefur tekið við sér, þá bæði á húsnæðis- og hótelmarkaðnum, á sama tíma og túrisminn tekur dýfu þá er líklegt að áhrif húsnæðiskostnaðar á verðbólgu verði hóflegur næstu ársfjórðunga. Tveir af þremur undirflokkum neysluverðs með helmingsvigt í vísitölunni stefna því hratt að hlutlausu framlagi (0%) til verðbólgunnar á ársgrundvelli. Öll spjót beinast því að innlendu verðlagi, en þar er á brattann að sækja að draga verðbólguna að 2,5% markmiðinu miðað við núverandi stöðu mála. Þessu er best lýst á tölulegan máta, en til að halda verðbólgumarkmiðinu innan þessarar sviðsmyndar þá þyrfti innlendi verðlagsliðurinn að liggja í 5,0% árshækkun. Það er ólíkleg útkoma í hagkerfi með vaxandi slaka og fæli í sér tvöföldun á árshækkuninni frá núverandi gildum. Við höfum einnig ekki prentað 5,0% í þessum lið síðan í lok 2013 og hefur meðaltalið setið í 2,0% eftir það. Ef þetta meðaltal heldur næstu misserin þá gæti verðbólga á Íslandi endað í 1,0% inn í vorið 2020; langt undir verðbólgumarkmiðinu og við neðri vikmörk þess. Þróttleysi heimsbúskaparins hefur því töluverð áhrif á verðbólguhorfur nú þegar íslenskur efnahagur er marinn eftir innlend áföll. Verðstöðugleiki gæti komið undir pressu og á illviðráðanlegri enda verðbólgurófsins – starf nýs seðlabankastjóra verður ærið.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Haraldsson Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Heimshagkerfið stendur frammi fyrir krefjandi niðursveiflu líkt og flestum er kunnugt um og hafa væntingar alþjóðlegra fagfjárfesta um efnahagslegan samdrátt á heimsvísu ekki mælst hærri síðan í október 2011. Rekstrarskilyrði iðnaðar- og þjónustugeiranna eru á sama tíma nærri þau verstu sem hafa sést fyrir heimsbúskapinn síðan um mitt ár 2012 og hátíðni-hagvísar halda áfram að veikjast. Það er því fátt sem bendir til að niðursveiflunni ljúki í bráð. Því er eðlilegt að spyrja hverjar afleiðingarnar gætu orðið fyrir Ísland ef núverandi þróttleysi heimshagkerfisins varir lengur. Fyrst ber þó að nefna að Ísland virðist hafa slitið sig frá alþjóðahagsveiflunni að einhverju leyti síðustu átta ár en næmnin við erlend efnahagsáhrif var talsvert sterkari á árunum fyrir hrunið 2008. Það skrifast að mestu á kröftugan vöxt ferðaþjónustunnar yfir þetta tímabil og því er líklegt að Ísland muni í meiri mæli flytja inn ytri skilyrði – bæði góð og slæm – nú þegar uppsveiflu túrismans er lokið. Erfitt verður að reiða sig á þennan hluta hagkerfisins til að hlífa Íslandi við erfiðleikum erlendis frá. Ef það reynist rétt þá bendir margt til þess að hraðlækkandi verðbólga á Íslandi verði birtingarmynd þessara versnandi aðstæðna. Hvers vegna? Það má gróflega skipta upp vísitölu neysluverðs í þrjá undirflokka sem hafa mismunandi vægi við útreikning á verðbólgutölum hvers mánaðar. Þessir liðir eru húsnæðiskostnaður, innflutningsverð, og innlent verðlag fyrir utan húsnæði. Það er vissulega ákveðin einföldun en það má áætla að síðasti liðurinn vegi rétt um helming í neysluverðinu og hinir tveir fjórðung hvor. Út frá þessari nálgun má síðan skissa upp sviðsmyndir til að áhættugreina verðbólguhorfur hérlendis. Niðursveifla heimshagkerfisins mun þannig hafa bein áhrif á verðbólguna í gegnum innflutningsverð, en sterk merki eru um töluverðan verðþrýsting niður á við á margvíslegum vörum heimsviðskiptanna. Þetta gildir jafnt um hrávörur sem og iðnaðarvörur en olía hefur til að mynda fallið skarpt í verði síðan í lok apríl á meðan fremstu viðskiptaþjóðir heims eru nú að lækka verð á iðnaðarframleiðslu sinni. Birgðastaða er að sama skapi talsverð innan þess geira og eykur það líkurnar á brunaútsölu á heimsvörum til að styðja við markaðshlutdeild nú þegar eftirspurnin hefur minnkað. Svo lengi sem íslenska krónan helst stöðug þá er því margt sem bendir til mögulegrar verðhjöðnunar á innfluttum vörum. Þessi erlendi þáttur mun því magna upp áhrifin af kólnandi húsnæðismarkaði á verðbólguna, en þessi liður neysluverðsins hefur að mörgu leyti endurvarpað hröðum uppgangi ferðaþjónustunnar síðastliðin ár í gegnum húsnæðiseftirspurn vegna Airbnb og innflutts vinnuafls. Nú þegar framboðshliðin hefur tekið við sér, þá bæði á húsnæðis- og hótelmarkaðnum, á sama tíma og túrisminn tekur dýfu þá er líklegt að áhrif húsnæðiskostnaðar á verðbólgu verði hóflegur næstu ársfjórðunga. Tveir af þremur undirflokkum neysluverðs með helmingsvigt í vísitölunni stefna því hratt að hlutlausu framlagi (0%) til verðbólgunnar á ársgrundvelli. Öll spjót beinast því að innlendu verðlagi, en þar er á brattann að sækja að draga verðbólguna að 2,5% markmiðinu miðað við núverandi stöðu mála. Þessu er best lýst á tölulegan máta, en til að halda verðbólgumarkmiðinu innan þessarar sviðsmyndar þá þyrfti innlendi verðlagsliðurinn að liggja í 5,0% árshækkun. Það er ólíkleg útkoma í hagkerfi með vaxandi slaka og fæli í sér tvöföldun á árshækkuninni frá núverandi gildum. Við höfum einnig ekki prentað 5,0% í þessum lið síðan í lok 2013 og hefur meðaltalið setið í 2,0% eftir það. Ef þetta meðaltal heldur næstu misserin þá gæti verðbólga á Íslandi endað í 1,0% inn í vorið 2020; langt undir verðbólgumarkmiðinu og við neðri vikmörk þess. Þróttleysi heimsbúskaparins hefur því töluverð áhrif á verðbólguhorfur nú þegar íslenskur efnahagur er marinn eftir innlend áföll. Verðstöðugleiki gæti komið undir pressu og á illviðráðanlegri enda verðbólgurófsins – starf nýs seðlabankastjóra verður ærið.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun