Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. ágúst 2019 07:15 Sumarliði Ísleifsson, lektor í hagnýtri menningarmiðlun Fréttablaðið/Ernir Sumarliði Ísleifsson, lektor í hagnýtri menningarmiðlun, segir að krafa Íslands hafi tengst sjálfstæðisbaráttunni. „Með endurreisn landsins litu menn til fornaldar og að Íslandi bæri að taka yfir Grænland,“ segir hann. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir að rökin hafi verið sú að á miðöldum hafi verið byggð norrænna manna á Grænlandi. En sú byggð var löngu horfin þegar krafan kom upp. „Þetta var hliðstætt þeirri umræðu sem nú hefur verið í gangi um að Bandaríkjamenn vilji kaupa landið af Dönum. Þetta er gamaldags nýlenduhugsunarháttur,“ segir hann. Í kringum aldamótin 1900 skrifaði Einar Benediktsson skáld fjölda blaðagreina um tilkall Íslendinga til Grænlands. Árið 1924 stóðu stúdentar fyrir borgarafundi þar sem Einar talaði ásamt Benedikt Sveinssyni, fyrrverandi þingforseta, og fleirum. Skorað var á ríkisstjórnina að halda kröfunni um „hina fornu nýlendu Íslendinga“ á lofti. Var „Grænlandsmálið“ tekið fyrir á Alþingi ári síðar. Á þessum árum deildu Danir og Norðmenn um Austur-Grænland og fór deilan fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag árið 1931. Íslensk stjórnvöld fylgdust með og héldu sinni eigin kröfu fram. Jón Þorláksson, fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti þingsályktunartillögu um að gæta hagsmuna Íslands. Íslendingar hefðu rétt og hagsmuni af landnytjum á Grænlandi. Var tillagan samþykkt einróma af utanríkismálanefnd þar sem meðal annars sátu Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur Thors. Hagfræðingurinn Jón Dúason skrifaði fræðirit um tilkallið til Grænlands með fjárstuðningi frá Alþingi og var það þýtt á ensku. Ekki fór mikið fyrir stuðningi við tilkallið erlendis. Sumarliði segir að margir hafi haldið kröfunni til streitu fram yfir 1960. Þá hafi fiskveiðihagsmunir ráðið ferðinni. Jafnframt segir hann að sumir hafi verið helteknir af þessu í áratugi, til dæmis Pétur Ottesen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Krafan hafi hins vegar ávallt verið byggð á órum. „Íslendingar höfðu varla burði til að stjórna sjálfum sér á þessum tíma. Erlendis hefur ábyggilega flestum fundist þetta broslegt,“ segir Sumarliði. Guðmundur segir að Íslendingar hafi ekki mikið hugsað út í Grænlendinga sjálfa. „Að eiga nýlendu snerist fyrst og fremst um að hafa tekjur af henni en ekki leggja út í mikinn kostnað. Almennt viðhorf Íslendinga til Grænlendinga á þessum tíma var að þeir væru einhverjir skrælingjar, á lægra menningarstigi og óæðra fólk. Íslendingum var líka mjög mikið í mun að greina sig frá þeim,“ segir hann. Sumarliði segir að þetta viðhorf Íslendinga hafi breyst þegar ’68 kynslóðin kom fram. Birtist í Fréttablaðinu Einu sinni var... Grænland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sumarliði Ísleifsson, lektor í hagnýtri menningarmiðlun, segir að krafa Íslands hafi tengst sjálfstæðisbaráttunni. „Með endurreisn landsins litu menn til fornaldar og að Íslandi bæri að taka yfir Grænland,“ segir hann. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir að rökin hafi verið sú að á miðöldum hafi verið byggð norrænna manna á Grænlandi. En sú byggð var löngu horfin þegar krafan kom upp. „Þetta var hliðstætt þeirri umræðu sem nú hefur verið í gangi um að Bandaríkjamenn vilji kaupa landið af Dönum. Þetta er gamaldags nýlenduhugsunarháttur,“ segir hann. Í kringum aldamótin 1900 skrifaði Einar Benediktsson skáld fjölda blaðagreina um tilkall Íslendinga til Grænlands. Árið 1924 stóðu stúdentar fyrir borgarafundi þar sem Einar talaði ásamt Benedikt Sveinssyni, fyrrverandi þingforseta, og fleirum. Skorað var á ríkisstjórnina að halda kröfunni um „hina fornu nýlendu Íslendinga“ á lofti. Var „Grænlandsmálið“ tekið fyrir á Alþingi ári síðar. Á þessum árum deildu Danir og Norðmenn um Austur-Grænland og fór deilan fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag árið 1931. Íslensk stjórnvöld fylgdust með og héldu sinni eigin kröfu fram. Jón Þorláksson, fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti þingsályktunartillögu um að gæta hagsmuna Íslands. Íslendingar hefðu rétt og hagsmuni af landnytjum á Grænlandi. Var tillagan samþykkt einróma af utanríkismálanefnd þar sem meðal annars sátu Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur Thors. Hagfræðingurinn Jón Dúason skrifaði fræðirit um tilkallið til Grænlands með fjárstuðningi frá Alþingi og var það þýtt á ensku. Ekki fór mikið fyrir stuðningi við tilkallið erlendis. Sumarliði segir að margir hafi haldið kröfunni til streitu fram yfir 1960. Þá hafi fiskveiðihagsmunir ráðið ferðinni. Jafnframt segir hann að sumir hafi verið helteknir af þessu í áratugi, til dæmis Pétur Ottesen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Krafan hafi hins vegar ávallt verið byggð á órum. „Íslendingar höfðu varla burði til að stjórna sjálfum sér á þessum tíma. Erlendis hefur ábyggilega flestum fundist þetta broslegt,“ segir Sumarliði. Guðmundur segir að Íslendingar hafi ekki mikið hugsað út í Grænlendinga sjálfa. „Að eiga nýlendu snerist fyrst og fremst um að hafa tekjur af henni en ekki leggja út í mikinn kostnað. Almennt viðhorf Íslendinga til Grænlendinga á þessum tíma var að þeir væru einhverjir skrælingjar, á lægra menningarstigi og óæðra fólk. Íslendingum var líka mjög mikið í mun að greina sig frá þeim,“ segir hann. Sumarliði segir að þetta viðhorf Íslendinga hafi breyst þegar ’68 kynslóðin kom fram.
Birtist í Fréttablaðinu Einu sinni var... Grænland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira