Ólíðandi brot Sighvatur Armundsson skrifar 20. ágúst 2019 10:00 Brot á réttindum launafólks á íslenskum vinnumarkaði eru staðreynd. Þetta hefur lengi legið fyrir og nýleg skýrsla Alþýðusambandsins ætti því ekki að þurfa að koma á óvart. Umfang og eðli brotanna er hins vegar sláandi. Samkvæmt tölum frá fjórum stórum aðildarfélögum ASÍ sem telja rúman helming allra félagsmanna sambandsins voru á síðasta ári gerðar 768 launakröfur að fjárhæð um 450 milljónir króna. Hafa ber í huga að hér er einungis um tilvik að ræða þar sem ábendingar stéttarfélaga um vangreidd laun hafa ekki borið árangur og formlegar launakröfur því verið lagðar fram. Það er hætt við að þessar tölur segi bara hálfa söguna því ekkert er vitað um þann fjölda sem brotið er á og leitar ekki réttar síns, annaðhvort af ótta við atvinnumissi eða einfaldlega vegna þess að viðkomandi þekkir ekki réttindi sín nægilega vel. Það kemur skýrt fram í gögnum ASÍ að viðkvæmustu hóparnir á vinnumarkaði, ungt fólk og erlendir ríkisborgarar, eru líklegastir til að verða fyrir brotum. Til að mynda var rúmur helmingur þessara launakrafna gerður vegna erlendra ríkisborgara sem eru um 26 prósent félagsmanna í umræddum stéttarfélögum og um 19 prósent alls vinnumarkaðarins. Samkvæmt spurningakönnun meðal erlendra félagsmanna ASÍ töldu 28 prósent sig hafa lent í því að hafa ekki fengið skriflegan ráðningarsamning á síðustu tólf mánuðum. Þetta hlutfall er auðvitað með hreinum ólíkindum en stemmir því miður við fyrri rannsóknir. Allt of stór hluti erlendra starfsmanna telur sig svo hafa orðið fyrir hinum ýmsu brotum á vinnumarkaði sem tengjast meðal annars vangreiddum launum, of fáum eða stuttum neysluhléum, sviknum frídögum og skorti á launaseðlum. Sem betur fer eru langflestir atvinnurekendur með sitt á hreinu og virða kjarasamninga. En eins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins bendir á er eitt brot einu broti of mikið. Það er bæði atvinnulífinu og verkalýðshreyfingunni til hagsbóta að útrýma þessum brotum en slíkt gerist ekki nema með góðri samvinnu þessara aðila. Málefni erlendra starfsmanna voru áberandi í kjarabaráttu síðastliðins vetrar. Þetta er hópur sem fram að því hafði haft fáa málsvara þrátt fyrir sífellda fjölgun. Nýrri forystu Eflingar tókst bæði að virkja þennan hóp og vekja athygli á slæmri stöðu hans. Skýrsla ASÍ sýnir svart á hvítu hversu mikilvæg sú barátta var. Í lífskjarasamningnum náðust einmitt fram ýmis framfaramál sem tengdust ekki launahækkunum. Aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld náðu saman um mikilvægar aðgerðir til að taka á brotum á vinnumarkaði. Nauðsynlegt er að staðið verði við öll þau áform og að gengið verði hratt og örugglega til þeirra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Brot á réttindum launafólks á íslenskum vinnumarkaði eru staðreynd. Þetta hefur lengi legið fyrir og nýleg skýrsla Alþýðusambandsins ætti því ekki að þurfa að koma á óvart. Umfang og eðli brotanna er hins vegar sláandi. Samkvæmt tölum frá fjórum stórum aðildarfélögum ASÍ sem telja rúman helming allra félagsmanna sambandsins voru á síðasta ári gerðar 768 launakröfur að fjárhæð um 450 milljónir króna. Hafa ber í huga að hér er einungis um tilvik að ræða þar sem ábendingar stéttarfélaga um vangreidd laun hafa ekki borið árangur og formlegar launakröfur því verið lagðar fram. Það er hætt við að þessar tölur segi bara hálfa söguna því ekkert er vitað um þann fjölda sem brotið er á og leitar ekki réttar síns, annaðhvort af ótta við atvinnumissi eða einfaldlega vegna þess að viðkomandi þekkir ekki réttindi sín nægilega vel. Það kemur skýrt fram í gögnum ASÍ að viðkvæmustu hóparnir á vinnumarkaði, ungt fólk og erlendir ríkisborgarar, eru líklegastir til að verða fyrir brotum. Til að mynda var rúmur helmingur þessara launakrafna gerður vegna erlendra ríkisborgara sem eru um 26 prósent félagsmanna í umræddum stéttarfélögum og um 19 prósent alls vinnumarkaðarins. Samkvæmt spurningakönnun meðal erlendra félagsmanna ASÍ töldu 28 prósent sig hafa lent í því að hafa ekki fengið skriflegan ráðningarsamning á síðustu tólf mánuðum. Þetta hlutfall er auðvitað með hreinum ólíkindum en stemmir því miður við fyrri rannsóknir. Allt of stór hluti erlendra starfsmanna telur sig svo hafa orðið fyrir hinum ýmsu brotum á vinnumarkaði sem tengjast meðal annars vangreiddum launum, of fáum eða stuttum neysluhléum, sviknum frídögum og skorti á launaseðlum. Sem betur fer eru langflestir atvinnurekendur með sitt á hreinu og virða kjarasamninga. En eins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins bendir á er eitt brot einu broti of mikið. Það er bæði atvinnulífinu og verkalýðshreyfingunni til hagsbóta að útrýma þessum brotum en slíkt gerist ekki nema með góðri samvinnu þessara aðila. Málefni erlendra starfsmanna voru áberandi í kjarabaráttu síðastliðins vetrar. Þetta er hópur sem fram að því hafði haft fáa málsvara þrátt fyrir sífellda fjölgun. Nýrri forystu Eflingar tókst bæði að virkja þennan hóp og vekja athygli á slæmri stöðu hans. Skýrsla ASÍ sýnir svart á hvítu hversu mikilvæg sú barátta var. Í lífskjarasamningnum náðust einmitt fram ýmis framfaramál sem tengdust ekki launahækkunum. Aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld náðu saman um mikilvægar aðgerðir til að taka á brotum á vinnumarkaði. Nauðsynlegt er að staðið verði við öll þau áform og að gengið verði hratt og örugglega til þeirra verka.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun