Merkel segist ætla að snúa aftur í háskóla Eiður Þór Árnason skrifar 31. ágúst 2019 19:24 Sumir telja óvíst hvort Merkel muni sitja út síðasta kjörtímabil sitt. Spár benda til þess að samstarfsflokkar hennar í ríkisstjórn geti misst mikið fylgi í tvennum kosningum í austurhluta landsins á morgun. Vísir/AP Angela Merkel Þýskalandskanslari gaf í dag til kynna að hún gæti snúið aftur til starfa í fræðasamfélaginu eftir að kanslarasetu hennar lýkur árið 2021. Merkel, sem er eðlisfræðingur að mennt og hefur sinnt kanslaraembættinu frá árinu 2005, var veitt heiðursdoktorsgráða af þýska skólanum HHL Leipzig Graduate School of Management í dag. „Allir þeir háskólar sem hafa veitt mér heiðursdoktorsgráðu munu heyra frá mér aftur þegar ég er ekki lengur kanslari,“ sagði Merkel í ræðu sinni við tilefnið. „Ég mun snúa aftur og mun ekki stoppa eins stutt og í dag. Ég mun staldra lengur við,“ sagði Merkel jafnframt við hlátur viðstaddra. Ljóst er að ef kanslarinn stendur við orð sín þá mun hún hafa þó nokkra skóla til að velja úr um, en hún hefur fram til dagsins í dag alls hlotið sautján heiðursdoktorsgráður. Merkel fékk heiðursgráðuna afhenta í útskriftarathöfn skólans og var Christine Lagarde, sem hefur verið útnefnd sem næsti bankastjóri Seðlabanka Evrópu, meðal viðstaddra. Merkel steig til hliðar sem leiðtogi Kristilega demókrataflokksins á síðasta ári eftir sárt fylgistap í kosningum árið áður. Hún tilkynnti í kjölfarið að núverandi kjörtímabil yrði hennar síðasta í embætti kanslara. Þýskaland Tengdar fréttir „Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Angelu Merkel, kanslara þýskalands, á Þingvöllum í dag. 19. ágúst 2019 21:30 Telur ólíklegt að Boris Johnson fái Merkel til að skipta um skoðun Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. 21. ágúst 2019 11:00 Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33 Þaulsætni kanslarinn Angela Merkel sækir Ísland heim sem gestur fundar norrænna forsætisráðherra. Hefur setið lengur en nær allir Þýskalandskanslarar og getið sér gott orð. 17. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari gaf í dag til kynna að hún gæti snúið aftur til starfa í fræðasamfélaginu eftir að kanslarasetu hennar lýkur árið 2021. Merkel, sem er eðlisfræðingur að mennt og hefur sinnt kanslaraembættinu frá árinu 2005, var veitt heiðursdoktorsgráða af þýska skólanum HHL Leipzig Graduate School of Management í dag. „Allir þeir háskólar sem hafa veitt mér heiðursdoktorsgráðu munu heyra frá mér aftur þegar ég er ekki lengur kanslari,“ sagði Merkel í ræðu sinni við tilefnið. „Ég mun snúa aftur og mun ekki stoppa eins stutt og í dag. Ég mun staldra lengur við,“ sagði Merkel jafnframt við hlátur viðstaddra. Ljóst er að ef kanslarinn stendur við orð sín þá mun hún hafa þó nokkra skóla til að velja úr um, en hún hefur fram til dagsins í dag alls hlotið sautján heiðursdoktorsgráður. Merkel fékk heiðursgráðuna afhenta í útskriftarathöfn skólans og var Christine Lagarde, sem hefur verið útnefnd sem næsti bankastjóri Seðlabanka Evrópu, meðal viðstaddra. Merkel steig til hliðar sem leiðtogi Kristilega demókrataflokksins á síðasta ári eftir sárt fylgistap í kosningum árið áður. Hún tilkynnti í kjölfarið að núverandi kjörtímabil yrði hennar síðasta í embætti kanslara.
Þýskaland Tengdar fréttir „Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Angelu Merkel, kanslara þýskalands, á Þingvöllum í dag. 19. ágúst 2019 21:30 Telur ólíklegt að Boris Johnson fái Merkel til að skipta um skoðun Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. 21. ágúst 2019 11:00 Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33 Þaulsætni kanslarinn Angela Merkel sækir Ísland heim sem gestur fundar norrænna forsætisráðherra. Hefur setið lengur en nær allir Þýskalandskanslarar og getið sér gott orð. 17. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
„Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Angelu Merkel, kanslara þýskalands, á Þingvöllum í dag. 19. ágúst 2019 21:30
Telur ólíklegt að Boris Johnson fái Merkel til að skipta um skoðun Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. 21. ágúst 2019 11:00
Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33
Þaulsætni kanslarinn Angela Merkel sækir Ísland heim sem gestur fundar norrænna forsætisráðherra. Hefur setið lengur en nær allir Þýskalandskanslarar og getið sér gott orð. 17. ágúst 2019 09:00