Helgi Bernódusson lét af störfum eftir 40 ár innan veggja Alþingis Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2019 20:10 Helgi Bernódusson lét af störfum í dag sem skrifstofustjóri alþingis. Eftir fimmtán ár í þeim stóli og fjörutíu ár innan veggja Alþingis hlakkar hann til að takast á við ný verkefni. Ragna Árnadóttir tók formlega við lyklum þinghússins, á afmælisdegi sínum. Það var fjölmennur hópur samstarfsmanna og starfsmanna Alþingis sem kvöddu Helga við tímamótin í dag en Helgi hefur þótt afar vel liðinni í starfi sínu. Helgi sem nýlega var sjötugur hefur starfað sem skrifstofustjóri frá ársbyrjun 2005 en í heildina hefur hann starfað á Alþingi í fjörutíu ár. Síðasti dagurinn, hvernig leggst hann í þig og er þetta dagurinn sem maður á að segja til hamingju?„Ég veit það ekki, ég vona það að það verði mér til hamingju og þessari stofnun líka til hamingju. Ég er afskaplega ánægður með það fá Rögnu sem minn eftirmann og ég ber mikið traust til hennar og ég held að skrifstofunni muni farnast vel á næstu árum,“ segir Helgi.Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis.Stöð 2Helgi segist ekki hafa slegið slöku við þó dagurinn í dag hafi verið sá síðasti og hoppar nú af lestinni á fullri ferð. Hann afhendi Rögnu Árnadóttur, nýjum skrifstofustjóra lyklavöldin af Alþingi í dag á afmælisdegi hennar. „Þetta leggst mjög vel í mig en auðvitað er alltaf eftirsjá af fólki sem að hefur álíka þekkingu og reynslu, eins og Helgi hefur, sem að ég efast um að séu mjög margir. Jú þannig að það verður eftirsjá af Helga, þannig að ég þarf heldur betur að standa mig í stykkinu,“ segir Ragna Árnadóttir, nýr skrifstofustjóri Alþingis.Hvað tekur við?„Ég á yndislega fjölskyldu og ég ætla reyna að sinna henni eitthvað betur en ég hef gert,“ segir Helgi.Mikill fjöldi fólks var saman kominn til að kveðja Helga.Vísir/VilhelmÍ ræðu sinni í dag sagðist Helgi eiga eftir að sakna samstarfsfólksins og vinnustaðarins en hvað stjórnmálin varðar hafi hann einungis verið áhorfandi sem hann ætli að vera áfram. Heldur þú að það verði ekki erfitt að sitja heima og fylgjast með Alþingisrásinni og sjá hvernig þetta er að fara allt saman? „Jú, örugglega en ég hef einsett mér að ég ætla ekki að hringja niður eftir og leiðrétta hvað þau eru að gera,“ segir Helgi Bernódusson, fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis. Alþingi Tímamót Vistaskipti Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Helgi Bernódusson lét af störfum í dag sem skrifstofustjóri alþingis. Eftir fimmtán ár í þeim stóli og fjörutíu ár innan veggja Alþingis hlakkar hann til að takast á við ný verkefni. Ragna Árnadóttir tók formlega við lyklum þinghússins, á afmælisdegi sínum. Það var fjölmennur hópur samstarfsmanna og starfsmanna Alþingis sem kvöddu Helga við tímamótin í dag en Helgi hefur þótt afar vel liðinni í starfi sínu. Helgi sem nýlega var sjötugur hefur starfað sem skrifstofustjóri frá ársbyrjun 2005 en í heildina hefur hann starfað á Alþingi í fjörutíu ár. Síðasti dagurinn, hvernig leggst hann í þig og er þetta dagurinn sem maður á að segja til hamingju?„Ég veit það ekki, ég vona það að það verði mér til hamingju og þessari stofnun líka til hamingju. Ég er afskaplega ánægður með það fá Rögnu sem minn eftirmann og ég ber mikið traust til hennar og ég held að skrifstofunni muni farnast vel á næstu árum,“ segir Helgi.Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis.Stöð 2Helgi segist ekki hafa slegið slöku við þó dagurinn í dag hafi verið sá síðasti og hoppar nú af lestinni á fullri ferð. Hann afhendi Rögnu Árnadóttur, nýjum skrifstofustjóra lyklavöldin af Alþingi í dag á afmælisdegi hennar. „Þetta leggst mjög vel í mig en auðvitað er alltaf eftirsjá af fólki sem að hefur álíka þekkingu og reynslu, eins og Helgi hefur, sem að ég efast um að séu mjög margir. Jú þannig að það verður eftirsjá af Helga, þannig að ég þarf heldur betur að standa mig í stykkinu,“ segir Ragna Árnadóttir, nýr skrifstofustjóri Alþingis.Hvað tekur við?„Ég á yndislega fjölskyldu og ég ætla reyna að sinna henni eitthvað betur en ég hef gert,“ segir Helgi.Mikill fjöldi fólks var saman kominn til að kveðja Helga.Vísir/VilhelmÍ ræðu sinni í dag sagðist Helgi eiga eftir að sakna samstarfsfólksins og vinnustaðarins en hvað stjórnmálin varðar hafi hann einungis verið áhorfandi sem hann ætli að vera áfram. Heldur þú að það verði ekki erfitt að sitja heima og fylgjast með Alþingisrásinni og sjá hvernig þetta er að fara allt saman? „Jú, örugglega en ég hef einsett mér að ég ætla ekki að hringja niður eftir og leiðrétta hvað þau eru að gera,“ segir Helgi Bernódusson, fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis.
Alþingi Tímamót Vistaskipti Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira