Öskrið í skóginum Þórarinn Þórarinsson skrifar 30. ágúst 2019 08:00 Hversu ryðgaður ætli maður sé orðinn á sálinni þegar maður finnur sig knúinn til þess að sanna tilvist sína, ágæti og siðferðis- og vitsmunalega yfirburði fyrir sjálfum sér og öðrum með reglulegum upphrópunum og æðisköstum á samfélagsmiðlum? Getur mögulega verið að lífið sé merkilegra og skemmtilegra en svo að ekki sé hægt að finna eitthvað innihaldsríkara til að æðrast yfir en mauksoðið og grátt grænmeti? Innflutt beljukjöt, skattsvik áhrifavalda, óð freðinna „fyrirmynda“ um ágæti fíkniefna, óverðskulduð ofurlaun landeyða og alla heimsins hörðu orkupakka frá einum upp sjötíu og sjö? Taktfastur nettryllingur minnir mig stundum á Halla gamla sem vann með mér á bensínstöðinni. Eftir að úttaugaðir viðskiptaóvinir okkar höfðu lokið við að úða úr forarvilpum sálna sinna yfir varnarlausa verkamennina sagði hann bara: „Aumingja fólkið.“ Hlýtur að vera allt annað líf að vinna á bensínstöð eftir að Facebook kom til sögunar þótt við hefðum nú ekkert tekið djöfulganginn nærri okkur. Ekkert frekar en góð vinkona mín sem kemur reglulega við kaunin á alvitringakór allra heilagra þannig að hún er stundum tjörguð og fiðruð á samfélagsmiðlum. Hún hefur nefnilega ekki hugmynd um þær nornabrennur vegna þess að hún hefur hreiðrað notalega um sig í 19. öldinni með Dickens og Tjækovskí þannig að hún heyrir ekki hávaðann frá þessum tannhjólum í vítisvélum vorra tíma. Þessi ofsafengna og yfirlætisfulla síbylja er þegar allt kemur til alls ekkert merkilegri eða marktækari en tréð sem féll í mannlausa skóginum í vöggu vestrænnar menningar til forna og heyrist ekki ef maður heldur sig í öruggri fjarlægð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hversu ryðgaður ætli maður sé orðinn á sálinni þegar maður finnur sig knúinn til þess að sanna tilvist sína, ágæti og siðferðis- og vitsmunalega yfirburði fyrir sjálfum sér og öðrum með reglulegum upphrópunum og æðisköstum á samfélagsmiðlum? Getur mögulega verið að lífið sé merkilegra og skemmtilegra en svo að ekki sé hægt að finna eitthvað innihaldsríkara til að æðrast yfir en mauksoðið og grátt grænmeti? Innflutt beljukjöt, skattsvik áhrifavalda, óð freðinna „fyrirmynda“ um ágæti fíkniefna, óverðskulduð ofurlaun landeyða og alla heimsins hörðu orkupakka frá einum upp sjötíu og sjö? Taktfastur nettryllingur minnir mig stundum á Halla gamla sem vann með mér á bensínstöðinni. Eftir að úttaugaðir viðskiptaóvinir okkar höfðu lokið við að úða úr forarvilpum sálna sinna yfir varnarlausa verkamennina sagði hann bara: „Aumingja fólkið.“ Hlýtur að vera allt annað líf að vinna á bensínstöð eftir að Facebook kom til sögunar þótt við hefðum nú ekkert tekið djöfulganginn nærri okkur. Ekkert frekar en góð vinkona mín sem kemur reglulega við kaunin á alvitringakór allra heilagra þannig að hún er stundum tjörguð og fiðruð á samfélagsmiðlum. Hún hefur nefnilega ekki hugmynd um þær nornabrennur vegna þess að hún hefur hreiðrað notalega um sig í 19. öldinni með Dickens og Tjækovskí þannig að hún heyrir ekki hávaðann frá þessum tannhjólum í vítisvélum vorra tíma. Þessi ofsafengna og yfirlætisfulla síbylja er þegar allt kemur til alls ekkert merkilegri eða marktækari en tréð sem féll í mannlausa skóginum í vöggu vestrænnar menningar til forna og heyrist ekki ef maður heldur sig í öruggri fjarlægð.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun