Viðskiptaráðherra sagður hafa hótað brottrekstri vegna andstöðu við Trump Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. september 2019 21:52 Wilbur L. Ross Jr., viðskiptaráðherra, er sagður hafa hótað að reka starfsmenn NOAA vegna andstöðu við Donald Trump. getty/Steven Ferdman Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna er sagður hafa hótað að reka starfsmenn bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) á föstudag. Þetta á hann að hafa gert eftir að skrifstofa stofnunarinnar í Birmingham sagði yfirlýsingu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um að fellibylurinn Dorian myndi skella á Alabama vera falska. Frá þessu er greint á vef fréttastofu New York Times. Seinna á föstudag lýsti NOAA því yfir að skrifstofa hennar í Birmingham hefði rangt fyrir sér þegar hún segði að Alabama væri ekki í hættu á að verða fyrir fellibylnum. Yfirlýsingin var gagnrýnd harðlega bæði innan stofnunarinnar og utan sem og af vísindasamfélaginu. Þaðan heyrðust raddir sem sökuðu NOAA um að verða undan pólitískum þrýstingi en ekki sinna vísindalegum skyldum. Meint hótun Wilbur L. Ross Jr., viðskiptaráðherra, er enn ein vending í pólitískum vandræðum Bandaríkjanna sem hófust fyrir rúmri viku síðan þegar Dorian reið yfir Bahamaeyja og Trump skrifaði á Twitter að Alabama yrði verr fyrir barðinu á fellibylnum en haldið var í upphafi. Nokkrum mínútum síðar tísti veðurathugunarstöðin í Birmingham í Alabama að „Alabama yrði EKKI fyrir neinum áhrifum frá Dorian. Við endurtökum, engin áhrif munu finnast frá fellibylnum Dorian í Alabama.“ Trump lét ekki þar við sitja og hélt staðhæfingum um hættuna í Alabama til streitu. Á föstudaginn birti Trump svo mynd af veðurkorti sem virtist hafa verið átt við. Kortið sýndi spá um leið Dorian en svo virtist sem einhver hefði átt við kortið með svörtum tússpenna og bætt við mögulega braut Dorian þannig að hún næði til Alabama.Sjá einnig: Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Þá greip viðskiptaráðherra inn í tveimur dögum síðar samkvæmt þremur einstaklingum innan NOAA sem urðu vitni að atvikinu. Hann á að hafa hringt í Neil Jacobs, stafandi stjórnandi NOAA, og skikkað hann til að „laga“ ágreininginn á milli stofnunarinnar og forseta. Vitnin segja Jacobs hafa neitað að framfylgja fyrirskipuninni en þá hafi honum verið hótað að pólitískt skipað starfsfólk stofnunarinnar yrði rekið ef ekkert yrði gert í málinu. Ólíkt almennum ríkisstarfsmönnum eru þeir sem eru pólitískt skipaðir, skipaðir af sitjandi stjórnvöldum. Yfirleitt eru þeir sem eru pólitískt skipaðir hátt settir, líkt og Jacobs og aðstoðarfólk hans. Annað vitni heldur því þó fram í samtali við New York Times að veðurathugunarstofan í Birmingham hafi einfaldlega haft rangt fyrir sér og að NOAA hafi brugðist við eins og hafi verið viðeigandi. Vitnið ýjaði einnig að því að tístið frá Birmingham veðurathugunarstofunni hafi verið birt til að gera lítið úr og niðurlægja forsetann frekar en til að gæta að öryggi íbúa Alabama. Á mánudag sendi Craig N. McLean, sem er hæst setti vísindamaðurinn innan NOAA, tölvupóst á starfsmenn stofnunarinnar og tilkynnti þeim að verið væri að rannsaka hvort brotið hafi verið á reglum þegar stofnunin ákvað að staðfesta yfirlýsingu Trump frekar en að standa með vísindamönnum sínum. Þá sagði hann í póstinum að ákvörðunin hafi verið „ógn við almannaheilsu og -öryggi.“ Bandaríkin Donald Trump Fellibylurinn Dorian Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna er sagður hafa hótað að reka starfsmenn bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) á föstudag. Þetta á hann að hafa gert eftir að skrifstofa stofnunarinnar í Birmingham sagði yfirlýsingu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um að fellibylurinn Dorian myndi skella á Alabama vera falska. Frá þessu er greint á vef fréttastofu New York Times. Seinna á föstudag lýsti NOAA því yfir að skrifstofa hennar í Birmingham hefði rangt fyrir sér þegar hún segði að Alabama væri ekki í hættu á að verða fyrir fellibylnum. Yfirlýsingin var gagnrýnd harðlega bæði innan stofnunarinnar og utan sem og af vísindasamfélaginu. Þaðan heyrðust raddir sem sökuðu NOAA um að verða undan pólitískum þrýstingi en ekki sinna vísindalegum skyldum. Meint hótun Wilbur L. Ross Jr., viðskiptaráðherra, er enn ein vending í pólitískum vandræðum Bandaríkjanna sem hófust fyrir rúmri viku síðan þegar Dorian reið yfir Bahamaeyja og Trump skrifaði á Twitter að Alabama yrði verr fyrir barðinu á fellibylnum en haldið var í upphafi. Nokkrum mínútum síðar tísti veðurathugunarstöðin í Birmingham í Alabama að „Alabama yrði EKKI fyrir neinum áhrifum frá Dorian. Við endurtökum, engin áhrif munu finnast frá fellibylnum Dorian í Alabama.“ Trump lét ekki þar við sitja og hélt staðhæfingum um hættuna í Alabama til streitu. Á föstudaginn birti Trump svo mynd af veðurkorti sem virtist hafa verið átt við. Kortið sýndi spá um leið Dorian en svo virtist sem einhver hefði átt við kortið með svörtum tússpenna og bætt við mögulega braut Dorian þannig að hún næði til Alabama.Sjá einnig: Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Þá greip viðskiptaráðherra inn í tveimur dögum síðar samkvæmt þremur einstaklingum innan NOAA sem urðu vitni að atvikinu. Hann á að hafa hringt í Neil Jacobs, stafandi stjórnandi NOAA, og skikkað hann til að „laga“ ágreininginn á milli stofnunarinnar og forseta. Vitnin segja Jacobs hafa neitað að framfylgja fyrirskipuninni en þá hafi honum verið hótað að pólitískt skipað starfsfólk stofnunarinnar yrði rekið ef ekkert yrði gert í málinu. Ólíkt almennum ríkisstarfsmönnum eru þeir sem eru pólitískt skipaðir, skipaðir af sitjandi stjórnvöldum. Yfirleitt eru þeir sem eru pólitískt skipaðir hátt settir, líkt og Jacobs og aðstoðarfólk hans. Annað vitni heldur því þó fram í samtali við New York Times að veðurathugunarstofan í Birmingham hafi einfaldlega haft rangt fyrir sér og að NOAA hafi brugðist við eins og hafi verið viðeigandi. Vitnið ýjaði einnig að því að tístið frá Birmingham veðurathugunarstofunni hafi verið birt til að gera lítið úr og niðurlægja forsetann frekar en til að gæta að öryggi íbúa Alabama. Á mánudag sendi Craig N. McLean, sem er hæst setti vísindamaðurinn innan NOAA, tölvupóst á starfsmenn stofnunarinnar og tilkynnti þeim að verið væri að rannsaka hvort brotið hafi verið á reglum þegar stofnunin ákvað að staðfesta yfirlýsingu Trump frekar en að standa með vísindamönnum sínum. Þá sagði hann í póstinum að ákvörðunin hafi verið „ógn við almannaheilsu og -öryggi.“
Bandaríkin Donald Trump Fellibylurinn Dorian Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira