Erlent

Nýnasisti kjörinn forseti bæjarráðs í Þýskalandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Stuðningsmenn nýnasistaflokksins NDP. Hægriöfgaöflum hefur vaxið ásmegin í Þýskalandi undanfarin misseri.
Stuðningsmenn nýnasistaflokksins NDP. Hægriöfgaöflum hefur vaxið ásmegin í Þýskalandi undanfarin misseri. Vísir/EPA
Frambjóðandi nýnasistaflokks var kjörinn forseti bæjarráðs í þýsku þorpi með öllum greiddum atkvæðum þar sem hann gaf einn kost á sér. Þýskir stjórnmálaflokkar hafa fordæmt kjör hans og krafðist þess að atkvæðagreiðslan verði ógilt.

Stefan Jagsch frá Þjóðernislýðræðisflokknum (NDP) fékk meðal annars atkvæði frá bæjarráðsmanni Kristilega demókrataflokks Angelu Merkel kanslara, tyrknesk ættaðs fulltrúa Sósíaldemókrata og fulltrúa Frjálsra demókrata í þorpinu Waldsiedlung nærri Frankfurt, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Stóru flokkarnir þrír neita að vinna með NDP sem stjórnarlagadómstóls Þýskalands taldi bera líkindi við Nasistaflokk Adolfs Hitler fyrir tveimur árum. Dómstóllinn ákvað að dæma flokkinn ekki ólöglegan vegna þess að hann væri of veikburða til að ógna lýðræði í landinu.

Ali Riza Agdas, fulltrúi Sósíalsdemókrata, sagði þýska blaðinu Süddeutsche Zeitung að hann hefði þekkt Jagsch um árabil og aldrei átt í neinum útistöðum við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×