Níu milljón stundir Hildur Björnsdóttir skrifar 9. september 2019 07:00 Í ár verður tæplega níu milljónum klukkustunda sóað í umferðartafir innan höfuðborgarinnar. Umferðartafir á annatíma hafa aukist um nærri 50 prósent á örfáum árum. Þetta sýna niðurstöður umferðarlíkans VSÓ og nýlegar mælingar Vegagerðarinnar. Þessar tafir samsvara um 40 klukkustundum – eða heilli vinnuviku – á hvern höfuðborgarbúa árlega. Það eru váleg tíðindi. Samtök iðnaðarins telja mikla hagkvæmni felast í minni umferðartöfum. Minnki tafir um 15 prósent megi ná fram 80 milljarða króna ábata fyrir fólk og fyrirtæki á einungis fáum árum. Þá eru ótalin þau auknu lífsgæði sem felast í greiðum samgöngum. Samgönguráðherra hefur sagt breyttar ferðavenjur vera lykilinn að lausn samgönguvandans. Undirrituð tekur í sama streng. Borgarbúum verða að bjóðast fleiri góðir samgöngukostir. Gera þarf fleirum kleift að ferðast án bíls – enda ljóst að fleiri bílum fylgja meiri tafir. Samfylkingin hefur um árabil boðað byltingu í breyttum ferðavenjum. Ár eftir ár er lofað árangri í samgöngumálum. Niðurstöður nýlegrar ferðavenjukönnunar skjóta því skökku við. Um 79 prósent allra ferða á höfuðborgarsvæðinu eru nú farnar á bíl. Það er aukning um fjögur prósentustig á örfáum árum. Samhliða hafa viðhorf til almenningssamgangna, gangandi og hjólandi versnað til muna. Núverandi meirihluta hefur ekki tekist að auka hlut almenningssamgangna í borginni. Þvert á móti hefur bílum fjölgað meira en fólki síðustu ár – þvert á yfirlýst markmið um annað. Ferðavenjur hafa ekki breyst og Reykjavíkurborg er enn á ný eftirbátur annarra borga í samgöngumálum. Við verðum að fjárfesta í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur, annað er óhagkvæm og óarðbær meðferð almannafjár. Borgarbúum verður að bjóðast raunverulegt val um ferðamáta. Þetta val mun ekki bjóðast fyrr en ráðist hefur verið í stórsókn í almenningssamgöngum, borgarskipulagið leiðrétt og aðstæður fyrir gangandi og hjólandi bættar. Þá fyrst sjáum við árangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í ár verður tæplega níu milljónum klukkustunda sóað í umferðartafir innan höfuðborgarinnar. Umferðartafir á annatíma hafa aukist um nærri 50 prósent á örfáum árum. Þetta sýna niðurstöður umferðarlíkans VSÓ og nýlegar mælingar Vegagerðarinnar. Þessar tafir samsvara um 40 klukkustundum – eða heilli vinnuviku – á hvern höfuðborgarbúa árlega. Það eru váleg tíðindi. Samtök iðnaðarins telja mikla hagkvæmni felast í minni umferðartöfum. Minnki tafir um 15 prósent megi ná fram 80 milljarða króna ábata fyrir fólk og fyrirtæki á einungis fáum árum. Þá eru ótalin þau auknu lífsgæði sem felast í greiðum samgöngum. Samgönguráðherra hefur sagt breyttar ferðavenjur vera lykilinn að lausn samgönguvandans. Undirrituð tekur í sama streng. Borgarbúum verða að bjóðast fleiri góðir samgöngukostir. Gera þarf fleirum kleift að ferðast án bíls – enda ljóst að fleiri bílum fylgja meiri tafir. Samfylkingin hefur um árabil boðað byltingu í breyttum ferðavenjum. Ár eftir ár er lofað árangri í samgöngumálum. Niðurstöður nýlegrar ferðavenjukönnunar skjóta því skökku við. Um 79 prósent allra ferða á höfuðborgarsvæðinu eru nú farnar á bíl. Það er aukning um fjögur prósentustig á örfáum árum. Samhliða hafa viðhorf til almenningssamgangna, gangandi og hjólandi versnað til muna. Núverandi meirihluta hefur ekki tekist að auka hlut almenningssamgangna í borginni. Þvert á móti hefur bílum fjölgað meira en fólki síðustu ár – þvert á yfirlýst markmið um annað. Ferðavenjur hafa ekki breyst og Reykjavíkurborg er enn á ný eftirbátur annarra borga í samgöngumálum. Við verðum að fjárfesta í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur, annað er óhagkvæm og óarðbær meðferð almannafjár. Borgarbúum verður að bjóðast raunverulegt val um ferðamáta. Þetta val mun ekki bjóðast fyrr en ráðist hefur verið í stórsókn í almenningssamgöngum, borgarskipulagið leiðrétt og aðstæður fyrir gangandi og hjólandi bættar. Þá fyrst sjáum við árangur.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun