Ítalir unnu eins marks sigur á Finnlandi í toppslag J-riðils í undankeppni EM 2020.
Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Ciro Immobile og kom Ítölum yfir á 59. mínútu.
Á 72. mínútu fengu Finnar vítaspyrnu. Teemu Pukki fór á punktinn og skoraði, enda búinn að vera í frábæru formi fyrir félagslið sitt Norwich City í byrjun tímabilsins.
Ítalir fengu svo vítaspyrnu sjö mínútum seinna og skoraði Jorginho úr henni. Það reyndist sigurmark Ítala sem eru með fullt hús stiga eftir sex leiki.
Finnar koma á eftir í öðru sæti með 12 stig og Armenar eru í því þriðja með níu.
Botnlið riðilsins, Grikkland og Liechtenstein mættust í Grikklandi og gerðu 1-1 jafntefli. Liecthenstein náði sér þar með í sitt fyrsta stig í riðlinum. Grikkir eru með fimm.
Ítalir með fullt hús stiga
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Svona var þing KKÍ
Körfubolti

Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn


„Þetta var góður gluggi fyrir marga“
Handbolti
