Hin nítján ára Bianca Andreescu hafði betur gegn Serena Williams í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis.
Andreescu hafði betur gegn Williams í tveimur settumm, 6-3 og 7-5.
Stórstjarnan Williams þarf því að bíða enn lengur eftir því að bæta 24. risatitlinum í safn sitt en þetta var fjórði úrslitaleikurinn á risamóti í röð sem Williams tapar.
„Bianca spilaði ótrúlegan leik. Ég er svo stolt af þér og hamingjusöm fyrir þína hönd, þetta var frábært tennis,“ sagði Williams eftir að úrslitin voru ljós.
Andreescu, sem kemur frá Kanada, varð fyrsti unglingurinn til þess að vinna risatitil í þrettán ár. Maria Sharapova gerði það síðast árið 2006.
Sport