Kolbeinn: Vildi gefa eitthvað til baka Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. september 2019 18:41 Kolbeinn Sigþórsson þakkaði Erik Hamren traustið síðustu mánuði með því að skora fyrsta mark Íslands gegn Moldóvu í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í dag. Kolbeinn var í byrjunarliðinu ásamt Jóni Daða Böðvarssyni en þetta var í fyrsta skipti síðan á EM í Frakklandi 2016 sem þeir byrja báðir leik fyrir íslenska landsliðið. „Þetta er frábær tilfinning. Geggjað að ná að skora og gefur mér mikið,“ sagði Kolbeinn við Henry Birgi Gunnarsson að leik loknum. Ísland vann 3-0 sigur í leiknum og fór á topp riðilsins, en Frakkland og Tyrkland spila sína leiki í kvöld. „Við byrjuðum ekki sérlega vel en þetta fór að rúlla eftir 20 mínútur. Við fórum að vinna fleiri seinni bolta sem gaf hættulegri sóknir.“ „Mark í fyrri hálfleik róaði mannskapinn, það er mikilvægt að ná fyrsta markinu.“ Þegar Kolbeinn gekk af velli í dag stóðu áhorfendur á Laugardalsvelli upp fyrir honum, enda er framherjinn enn í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins. „Það er ekki slæmt að fá góðan stuðning og ég get vonandi haldið áfram að gefa til baka,“ sagði Kolbeinn. „Ég vildi gefa eitthvað til baka eftir að hafa verið valinn í liðið fyrir ári þegar ég gat ekki spilað, það hjálpaði mér mjög mikið.“ „Ég er að komast í betra stand, völlurinn var þungur í dag en ég er á fínum stað.“ Það er stutt í næsta leik, Ísland mætir Albaníu ytra á þriðjudag. Er Kolbeinn tilbúinn í aðrar 60 mínútur þar? „Já, ég held það. Tek næstu tvo daga í að ná mér en svo verð ég klár aftur.“ EM 2020 í fótbolta Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson þakkaði Erik Hamren traustið síðustu mánuði með því að skora fyrsta mark Íslands gegn Moldóvu í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í dag. Kolbeinn var í byrjunarliðinu ásamt Jóni Daða Böðvarssyni en þetta var í fyrsta skipti síðan á EM í Frakklandi 2016 sem þeir byrja báðir leik fyrir íslenska landsliðið. „Þetta er frábær tilfinning. Geggjað að ná að skora og gefur mér mikið,“ sagði Kolbeinn við Henry Birgi Gunnarsson að leik loknum. Ísland vann 3-0 sigur í leiknum og fór á topp riðilsins, en Frakkland og Tyrkland spila sína leiki í kvöld. „Við byrjuðum ekki sérlega vel en þetta fór að rúlla eftir 20 mínútur. Við fórum að vinna fleiri seinni bolta sem gaf hættulegri sóknir.“ „Mark í fyrri hálfleik róaði mannskapinn, það er mikilvægt að ná fyrsta markinu.“ Þegar Kolbeinn gekk af velli í dag stóðu áhorfendur á Laugardalsvelli upp fyrir honum, enda er framherjinn enn í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins. „Það er ekki slæmt að fá góðan stuðning og ég get vonandi haldið áfram að gefa til baka,“ sagði Kolbeinn. „Ég vildi gefa eitthvað til baka eftir að hafa verið valinn í liðið fyrir ári þegar ég gat ekki spilað, það hjálpaði mér mjög mikið.“ „Ég er að komast í betra stand, völlurinn var þungur í dag en ég er á fínum stað.“ Það er stutt í næsta leik, Ísland mætir Albaníu ytra á þriðjudag. Er Kolbeinn tilbúinn í aðrar 60 mínútur þar? „Já, ég held það. Tek næstu tvo daga í að ná mér en svo verð ég klár aftur.“
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira