Hefur heimsótt 70 sveitarfélög gangandi með hjólbörur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. september 2019 19:30 Hugi Garðarsson, tuttugu og eins árs Reykvíkingur hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði því hann hefur gengið um landið með hjólbörur og heimsótt sjötíu sveitarfélög. Hugi hefur alltaf verið duglegur að ganga og hann ákvað fyrir löngu að hann vildi ganga til styrktar Krabbameinsfélaginu til minningar um ömmu sína, Guðrúnu Hall, sem lést úr krabbameini fyrir 5 árum. Hugi elskar að vera úti í náttúrunni og það hefur hann svo sannarlega verið í sumar því hann er búin að vera á gangi með hjólbörurnar sínar í þrjá mánuði. „Mér finnst mjög gaman að labba í Reykjavík, í vinnuna, í skóla eða hvað sem er. Mig langað að ýta þessu lengra, fara í næsta bæ, kringum Þingvallavatn og síðan ákvað ég bara að labba einn stóran hring í kringum þjóðveg númer eitt og svo núna þetta sumar ákvað ég að styrkja Krabbameinsfélagið með því að labba á sjötíu bæi, á hvern landshluta . Á Snæfellsnes, alla Vestfirði, Norðausturland, Norðurland, Austfirði, Suðurland og Reykjanes“, segir Hugi. Það er einnig hægt að styrkja Krabbameinsfélagið með því að leggja inn á þennan reikning.Magnús HlynurÞegar Hugi er spurður hvaða sveitarfélög hafi verið skemmtilegast að heimsækja stendur ekki á svarinu. „Ég myndi segja Austfirðirnir, bæirnir þar, Reyðarfjörður og Neskaupstaður. Annars voru Vestfirðirnir líka mjög skemmtilegir, ég hafði aldrei komið þangað, eins og Tálknafjörður, Bíldudalur, Patreksfjörður, þetta er allt svona mjög litlir, sætir og skemmtilegir bæir“. En af hverju er hann með hjólbörur með sér? „Nú til þess að hafa miklu meiri farangur en maður ætti að hafa. Annars er ég með gítar, kodda, helling af mat og kistu fulla af fötum, tölvu og öðru, sem ég þarf á að halda í hjólbörunum“.Hugi sem er landvörður í Skaftafelli stundar klassískan gítarleik og hefur notað tækifærið í göngu sumarsins að fara inn í kirkjur og spila á gítarinn. Hugi hefur nú þegar safnað um hálfri milljón fyrir Krabbameinsfélagið en hann vonast til að hann verði búin að ná mun hærri upphæð þegar göngunni lýkur við Þingvallavatn um miðjan mánuðinn. Hægt er að hringja í símanúmerið 908 – 1001 og styrkja gönguna hans Huga og þar með Krabbameinsfélagið með þúsund króna framlagi. Hugi er líka með Facebook síðuna „70 bæja hjólböruganga“ fyrir þá sem vilja fylgjast með honum. Hér má sjá Íslandskort og þær leiðir sem Hugi hefur gengið í sumar.Hugi Garðarsson Árborg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Hugi Garðarsson, tuttugu og eins árs Reykvíkingur hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði því hann hefur gengið um landið með hjólbörur og heimsótt sjötíu sveitarfélög. Hugi hefur alltaf verið duglegur að ganga og hann ákvað fyrir löngu að hann vildi ganga til styrktar Krabbameinsfélaginu til minningar um ömmu sína, Guðrúnu Hall, sem lést úr krabbameini fyrir 5 árum. Hugi elskar að vera úti í náttúrunni og það hefur hann svo sannarlega verið í sumar því hann er búin að vera á gangi með hjólbörurnar sínar í þrjá mánuði. „Mér finnst mjög gaman að labba í Reykjavík, í vinnuna, í skóla eða hvað sem er. Mig langað að ýta þessu lengra, fara í næsta bæ, kringum Þingvallavatn og síðan ákvað ég bara að labba einn stóran hring í kringum þjóðveg númer eitt og svo núna þetta sumar ákvað ég að styrkja Krabbameinsfélagið með því að labba á sjötíu bæi, á hvern landshluta . Á Snæfellsnes, alla Vestfirði, Norðausturland, Norðurland, Austfirði, Suðurland og Reykjanes“, segir Hugi. Það er einnig hægt að styrkja Krabbameinsfélagið með því að leggja inn á þennan reikning.Magnús HlynurÞegar Hugi er spurður hvaða sveitarfélög hafi verið skemmtilegast að heimsækja stendur ekki á svarinu. „Ég myndi segja Austfirðirnir, bæirnir þar, Reyðarfjörður og Neskaupstaður. Annars voru Vestfirðirnir líka mjög skemmtilegir, ég hafði aldrei komið þangað, eins og Tálknafjörður, Bíldudalur, Patreksfjörður, þetta er allt svona mjög litlir, sætir og skemmtilegir bæir“. En af hverju er hann með hjólbörur með sér? „Nú til þess að hafa miklu meiri farangur en maður ætti að hafa. Annars er ég með gítar, kodda, helling af mat og kistu fulla af fötum, tölvu og öðru, sem ég þarf á að halda í hjólbörunum“.Hugi sem er landvörður í Skaftafelli stundar klassískan gítarleik og hefur notað tækifærið í göngu sumarsins að fara inn í kirkjur og spila á gítarinn. Hugi hefur nú þegar safnað um hálfri milljón fyrir Krabbameinsfélagið en hann vonast til að hann verði búin að ná mun hærri upphæð þegar göngunni lýkur við Þingvallavatn um miðjan mánuðinn. Hægt er að hringja í símanúmerið 908 – 1001 og styrkja gönguna hans Huga og þar með Krabbameinsfélagið með þúsund króna framlagi. Hugi er líka með Facebook síðuna „70 bæja hjólböruganga“ fyrir þá sem vilja fylgjast með honum. Hér má sjá Íslandskort og þær leiðir sem Hugi hefur gengið í sumar.Hugi Garðarsson
Árborg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira