Allir eftirlifandi grindhvalirnir voru aflífaðir í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2019 11:31 Frá fjörunni við Sauðanes í gær. Hvalirnir voru flestir lifandi þegar smalafólk kom að þeim en hafa nú verið aflífaðir. Mynd/Steinar Snorrason Allir sextíu grindhvalirnir sem syntu upp í fjöru og strönduðu í landi Sauðaness á Langanesi í gær eru dauðir. Eftirlifandi hvalir voru aflífaðir í fjörunni í morgun. Varðstjóri hjá lögreglunni á Þórshöfn beinir því til fólks að ganga um svæðið af virðingu. Smalafólk gekk fram á hvalina í gær og lét lögreglu vita. Um fimmtán til 20 dýr voru þegar dauð þegar menn komu á staðinn í gær en lagt var upp með að bjarga þeim sem enn voru lifandi. Steinar Snorrason varðstjóri hjá lögreglunni á Þórshöfn segir að það hafi ekki tekist. „Það voru nokkur dýr lifandi í gærkvöldi, seint í gærkvöldi, og það var ákveðið að taka stöðuna í morgun og þau voru aflífuð sem voru lifandi.“ Hræin eru í eigu og á ábyrgð landeiganda. Steinar segir að tekin verði sýni úr hvölunum og ákvörðun um förgun verði svo tekin í samráði við Matvælastofnun. Hann bendir á að hræin séu í alfaraleið og því mikilvægt að ferðalangar á svæðinu fari varlega. „Fólk, þeir sem eru að skoða þetta, gangi með virðingu um þetta. Séu ekki að atast í þessu dánu dýrum þarna, það er aðalatriðið held ég.“ Ítrekað hefur gerst í sumar að grindhvalir syndi upp í fjöru og strandi, þar á meðal í Löngufjörum og nærri Garði. Grindhvalirnir við ströndina á Langanesi í gær.Steinar Snorrason Dýr Langanesbyggð Tengdar fréttir Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Reyna að bjarga grindhvölum sem syntu upp í fjöru á Langanesi Vonir standa til að hægt verði að halda einhverjum af dýrunum lifandi þar til flæðir að í nótt. 6. september 2019 20:22 Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. 5. ágúst 2019 13:15 Grindhvalir strönduðu við Ólafsvík Að minnsta kosti fjóra grindhvali rak á land við Ólafsvík í gærkvöldi. 13. ágúst 2019 07:36 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Allir sextíu grindhvalirnir sem syntu upp í fjöru og strönduðu í landi Sauðaness á Langanesi í gær eru dauðir. Eftirlifandi hvalir voru aflífaðir í fjörunni í morgun. Varðstjóri hjá lögreglunni á Þórshöfn beinir því til fólks að ganga um svæðið af virðingu. Smalafólk gekk fram á hvalina í gær og lét lögreglu vita. Um fimmtán til 20 dýr voru þegar dauð þegar menn komu á staðinn í gær en lagt var upp með að bjarga þeim sem enn voru lifandi. Steinar Snorrason varðstjóri hjá lögreglunni á Þórshöfn segir að það hafi ekki tekist. „Það voru nokkur dýr lifandi í gærkvöldi, seint í gærkvöldi, og það var ákveðið að taka stöðuna í morgun og þau voru aflífuð sem voru lifandi.“ Hræin eru í eigu og á ábyrgð landeiganda. Steinar segir að tekin verði sýni úr hvölunum og ákvörðun um förgun verði svo tekin í samráði við Matvælastofnun. Hann bendir á að hræin séu í alfaraleið og því mikilvægt að ferðalangar á svæðinu fari varlega. „Fólk, þeir sem eru að skoða þetta, gangi með virðingu um þetta. Séu ekki að atast í þessu dánu dýrum þarna, það er aðalatriðið held ég.“ Ítrekað hefur gerst í sumar að grindhvalir syndi upp í fjöru og strandi, þar á meðal í Löngufjörum og nærri Garði. Grindhvalirnir við ströndina á Langanesi í gær.Steinar Snorrason
Dýr Langanesbyggð Tengdar fréttir Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Reyna að bjarga grindhvölum sem syntu upp í fjöru á Langanesi Vonir standa til að hægt verði að halda einhverjum af dýrunum lifandi þar til flæðir að í nótt. 6. september 2019 20:22 Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. 5. ágúst 2019 13:15 Grindhvalir strönduðu við Ólafsvík Að minnsta kosti fjóra grindhvali rak á land við Ólafsvík í gærkvöldi. 13. ágúst 2019 07:36 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20
Reyna að bjarga grindhvölum sem syntu upp í fjöru á Langanesi Vonir standa til að hægt verði að halda einhverjum af dýrunum lifandi þar til flæðir að í nótt. 6. september 2019 20:22
Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. 5. ágúst 2019 13:15
Grindhvalir strönduðu við Ólafsvík Að minnsta kosti fjóra grindhvali rak á land við Ólafsvík í gærkvöldi. 13. ágúst 2019 07:36