Til hamingju, Áslaug Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 7. september 2019 09:00 Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengið verið gagnrýndur fyrir að veita konum ekki nægjanlegt brautargengi. Sú gagnrýni átti nokkurn rétt á sér. Samt er það svo að fyrsta konan til að gegna ráðherraembætti á Íslandi og embætti borgarstjóra var frú Auður Auðuns, þingmaður og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. En án nokkurs vafa hafa hlutirnir verið að breytast og í formannstíð Bjarna Benediktssonar hafa verið stigin stór skref í rétta átt. Frá árinu 2013, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór í ríkisstjórn, hafa konur gegnt embætti varaformanns og ritara flokksins, þingflokksformennskan og forsæti þingsins hefur verið í höndum kvenna og fjöldi kvenna hefur gegnt stöðu ráðherra á þessum árum. Vitanlega er enn nokkuð í land, eins og staðan er reyndar á fleiri bæjum í pólitíkinni, en þetta er sannarlega í rétta átt. Mikilvægt skref var stigið í gær þegar Áslaug Arna var gerð að ráðherra. Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hún sannað fyrir þjóðinni að hún er reiðubúin að takast á við flókin viðfangsefni, hefur m.a. verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins ásamt því að vera formaður utanríkismálanefndar Alþings. En aldur hennar er eftirtektarverður, hún er yngsti ráðherrann á lýðveldistímanum. Það er til fyrirmyndar hversu vel Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungum konum. Næstyngsti ráðherrann er Þórdís Kolbrún og hún er jafnframt varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hvorki Áslaug né Þórdís eiga frama sinn aldri sínum eða kyni að þakka. Þær hafa báðar sýnt og sannað að þær eru mjög hæfar og flinkir stjórnmálamenn og þess vegna eru þær ráðherrar. Til hamingju, Áslaug, ég er þess viss að þú eigir eftir að starfa landi og þjóð til mikilla heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengið verið gagnrýndur fyrir að veita konum ekki nægjanlegt brautargengi. Sú gagnrýni átti nokkurn rétt á sér. Samt er það svo að fyrsta konan til að gegna ráðherraembætti á Íslandi og embætti borgarstjóra var frú Auður Auðuns, þingmaður og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. En án nokkurs vafa hafa hlutirnir verið að breytast og í formannstíð Bjarna Benediktssonar hafa verið stigin stór skref í rétta átt. Frá árinu 2013, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór í ríkisstjórn, hafa konur gegnt embætti varaformanns og ritara flokksins, þingflokksformennskan og forsæti þingsins hefur verið í höndum kvenna og fjöldi kvenna hefur gegnt stöðu ráðherra á þessum árum. Vitanlega er enn nokkuð í land, eins og staðan er reyndar á fleiri bæjum í pólitíkinni, en þetta er sannarlega í rétta átt. Mikilvægt skref var stigið í gær þegar Áslaug Arna var gerð að ráðherra. Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hún sannað fyrir þjóðinni að hún er reiðubúin að takast á við flókin viðfangsefni, hefur m.a. verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins ásamt því að vera formaður utanríkismálanefndar Alþings. En aldur hennar er eftirtektarverður, hún er yngsti ráðherrann á lýðveldistímanum. Það er til fyrirmyndar hversu vel Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungum konum. Næstyngsti ráðherrann er Þórdís Kolbrún og hún er jafnframt varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hvorki Áslaug né Þórdís eiga frama sinn aldri sínum eða kyni að þakka. Þær hafa báðar sýnt og sannað að þær eru mjög hæfar og flinkir stjórnmálamenn og þess vegna eru þær ráðherrar. Til hamingju, Áslaug, ég er þess viss að þú eigir eftir að starfa landi og þjóð til mikilla heilla.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar