Project Runway stjarna látin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2019 23:41 Chris March var þekktur fyrir framúrstefnulegan stíl sinn. getty/Mitch Haaseth Chris March, búningahönnuður sem kom fram í þáttunum Project Runway, er látinn. Frá þessu er greint á vef TMZ. Heimildarmenn TMZ segja að hann hafi dáið á fimmtudag klukkan 13:45 á staðartíma eftir að hafa fengið hjartaáfall. Þá hafi March reglulega legið á spítala síðasta árið en hjartaáfallið hafi komið bæði læknum hans og fjölskyldu í opna skjöldu. March glímdi við mikið heilsuleysi síðustu tvö ár eftir að hann slasaðist illa eftir að hafa dottið. Þá hafi hann, þrátt fyrir veikindin, hannað kjóla til dauðadags. March var einn lokakeppenda í fjórðu þáttaröð Project Runway og hann kom einnig fram í Project Runway All stars. Þá var hann þáttastjórnandi þáttarins Mad Fashion sem var sýndur á sjónvarpsstöðinni Bravo. Hann kom einnig fram í raunveruleikaþættinum The Real Houswifes of New York City þar sem hann aðstoðaði Sonju Morgan að klæða sig.Meryl Streep í kjólum sem hannaðir voru af Chris March. Til vinstri er hún á Golden Globes hátíðinni og til hægri á Óskarsverðlaununum.getty/Kevin Mazur/Kevin Winter March var þekktur fyrir framúrstefnulegan stíl sinn og var hann vinsæll meðal margra þekktustu Hollywood stjarnanna. Hann hannaði meðal annars fyrir Madonnu, Lady Gaga, Jennifer Coolidge, Beyoncé og Meryl Streep. Hann hannaði meðal annars kjólana sem Streep var í á Golden Globe verðlaunahátíðinni og Óskarsverðlaununum árið 2010. Þá hannaði March búninga fyrir Cirque du Soleil og fjölda Brodway sýninga. Hann var mjög lengi að jafna sig eftir að hann datt illa í íbúðinni sinni árið 2017 og fékk högg á höfuðið. March lá meðvitundarlaus á gólfinu í fjóra daga en náði að hringja í neyðarlínuna þegar hann loks vaknaði. Þá var hann færður á spítala í flýti þar sem hann var látinn fara í dá en hann var mjög illa haldinn og varð hann fyrir líffærabilunum, þar á meðal féll lunga hans saman. Andlát Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Chris March, búningahönnuður sem kom fram í þáttunum Project Runway, er látinn. Frá þessu er greint á vef TMZ. Heimildarmenn TMZ segja að hann hafi dáið á fimmtudag klukkan 13:45 á staðartíma eftir að hafa fengið hjartaáfall. Þá hafi March reglulega legið á spítala síðasta árið en hjartaáfallið hafi komið bæði læknum hans og fjölskyldu í opna skjöldu. March glímdi við mikið heilsuleysi síðustu tvö ár eftir að hann slasaðist illa eftir að hafa dottið. Þá hafi hann, þrátt fyrir veikindin, hannað kjóla til dauðadags. March var einn lokakeppenda í fjórðu þáttaröð Project Runway og hann kom einnig fram í Project Runway All stars. Þá var hann þáttastjórnandi þáttarins Mad Fashion sem var sýndur á sjónvarpsstöðinni Bravo. Hann kom einnig fram í raunveruleikaþættinum The Real Houswifes of New York City þar sem hann aðstoðaði Sonju Morgan að klæða sig.Meryl Streep í kjólum sem hannaðir voru af Chris March. Til vinstri er hún á Golden Globes hátíðinni og til hægri á Óskarsverðlaununum.getty/Kevin Mazur/Kevin Winter March var þekktur fyrir framúrstefnulegan stíl sinn og var hann vinsæll meðal margra þekktustu Hollywood stjarnanna. Hann hannaði meðal annars fyrir Madonnu, Lady Gaga, Jennifer Coolidge, Beyoncé og Meryl Streep. Hann hannaði meðal annars kjólana sem Streep var í á Golden Globe verðlaunahátíðinni og Óskarsverðlaununum árið 2010. Þá hannaði March búninga fyrir Cirque du Soleil og fjölda Brodway sýninga. Hann var mjög lengi að jafna sig eftir að hann datt illa í íbúðinni sinni árið 2017 og fékk högg á höfuðið. March lá meðvitundarlaus á gólfinu í fjóra daga en náði að hringja í neyðarlínuna þegar hann loks vaknaði. Þá var hann færður á spítala í flýti þar sem hann var látinn fara í dá en hann var mjög illa haldinn og varð hann fyrir líffærabilunum, þar á meðal féll lunga hans saman.
Andlát Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira