Þróttur er Inkasso-deildarmeistari kvenna eftir 2-0 sigur á FH í Laugardalnum í kvöld.
Þróttur og FH sátu í efstu tveimur sætum Inkasso-deildarinnar fyrir leikinn í kvöld og var Þróttur nú þegar búinn að tryggja sæti sitt í efstu deild á næsta ári. FH gat tryggt sæti sitt með sigri en eftir tapið á Tindastóll enn möguleika á að komast upp fyrir Hafnfirðinga.
Fyrsta mark dagsins á Eimskipsvellinum kom eftir aðeins fjórar mínútru, Linda Líf Boama skoraði markið eftir sendingu Lauren Wade. Þróttarar voru svo búnir að tvöfalda forystuna fimm mínútum seinna.
Þá skiptu þær Linda og Lauren með sér hlutverkum, Linda átti sendinguna inn á Lauren sem kláraði færið í netið.
Heimakonur voru sterkari í fyrri hálfleik en náðu ekki að bæta við mörkum og staðan 2-0 í hálfleik.
Gestirnir í FH áttu sín færi til þess að komast inn í leikinn en náðu ekki að nýta sér þau og lauk leiknum með 2-0 sigri Þróttar sem fagnar sigri í deildinni.
Upplýsingar um úrslit og gang mála eru fengnar frá Fótbolta.net.
Íslenski boltinn